Eltast við ullarhnoðra í hríðarbyl að Fjallabaki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2020 23:41 Fé rekið af kerru á Dómadalshálsi. Hálkan var svo mikil að jeppinn komst ekki upp. Einar Árnason Tvær konur á hestum í hríðarbyl sjást eltast við kindur í flughálku utan í bröttum hlíðum Dómadals. Önnur þeirra hrasar. „Maður verður bara að standa upp aftur,“ segir Sif Ólafsdóttir í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þar er fjallmönnum Land- og Holtamanna fylgt í leitum á Landmannaafrétti í haust. „Maður fylgir þessum ullarhnoðrum út um allt,“ segir Dagný Rós Stefánsdóttir. Dagný Rós Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga, og Sif Ólafsdóttir, Einhamri, við Helliskvísl hjá Landmannahelli.Einar Árnason „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ segir Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ segir Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ segir Sif. Leitirnar í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna. Fjallið Löðmundur er með þeim hæstu á þessum slóðum, 1.077 metra hátt. Í hlíðum þess sjáum við göngumenn fóta sig áfram upp á hæstu brúnir í hríðinni. Rökkvi Hljómur Kristjánsson er frá Hólum á Rangárvöllum.Einar Árnason Við Löðmundarvatn hittum við þá Braga Guðmundsson, sem býr í Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti, og Rökkva Hljóm Kristjánsson frá Hólum á Rangárvöllum. Þeir höfðu smalað svæðið allt frá Landmannalaugum þann daginn. Og það er heldur ekki hættulaust að vera akandi við þessar aðstæður. Í brekkunni upp Dómadalshálsinn er Hugrún Hannesdóttir næstum búin að missa jeppann út af í hálku og með fjögurra ára gamlan son sinn í bílnum. Kerran í eftirdragi fór í vinkil þegar jeppinn tók að renna niður brekkuna. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.30. Hér má sjá sex mínútna myndskeið: Um land allt Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
„Maður verður bara að standa upp aftur,“ segir Sif Ólafsdóttir í þættinum Um land allt á Stöð 2 en þar er fjallmönnum Land- og Holtamanna fylgt í leitum á Landmannaafrétti í haust. „Maður fylgir þessum ullarhnoðrum út um allt,“ segir Dagný Rós Stefánsdóttir. Dagný Rós Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga, og Sif Ólafsdóttir, Einhamri, við Helliskvísl hjá Landmannahelli.Einar Árnason „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ segir Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ segir Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ segir Sif. Leitirnar í síðari hluta septembermánaðar í haust voru með þeim erfiðustu um árabil sökum illviðris sem göngumenn hrepptu á hálendinu. Fjallkóngurinn Kristinn Guðnason fór þar fyrir flokki fimmtíu fjallmanna. Fjallið Löðmundur er með þeim hæstu á þessum slóðum, 1.077 metra hátt. Í hlíðum þess sjáum við göngumenn fóta sig áfram upp á hæstu brúnir í hríðinni. Rökkvi Hljómur Kristjánsson er frá Hólum á Rangárvöllum.Einar Árnason Við Löðmundarvatn hittum við þá Braga Guðmundsson, sem býr í Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti, og Rökkva Hljóm Kristjánsson frá Hólum á Rangárvöllum. Þeir höfðu smalað svæðið allt frá Landmannalaugum þann daginn. Og það er heldur ekki hættulaust að vera akandi við þessar aðstæður. Í brekkunni upp Dómadalshálsinn er Hugrún Hannesdóttir næstum búin að missa jeppann út af í hálku og með fjögurra ára gamlan son sinn í bílnum. Kerran í eftirdragi fór í vinkil þegar jeppinn tók að renna niður brekkuna. Þátturinn er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 14.30. Hér má sjá sex mínútna myndskeið:
Um land allt Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Tengdar fréttir Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30 Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23 Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Hápunktur ársins að smala með íslenskum bændum Ráðskonurnar í fjárleitunum á Landmannaafrétti eru ákveðnar í því að reglum um sóttvarnir og aðskilnað smalamanna sé fylgt. Erlendir ferðamenn gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að fá að taka þátt í leitunum, sem þeir segja hápunkt ársins. 23. september 2020 21:30
Fjárbændur ætla að verja nytjarétt sinn á hálendinu Sauðfjárbændur sem sakaðir hafa verið um ofbeit á hálendinu segja þvert á móti að afréttarlönd séu í framför. Þeir hafa ekki í hyggju að gefa nytjaréttinn frá sér. 14. desember 2020 23:23