Gætu drepið grasið á Laugardalsvelli ef pulsan væri tekin af núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 12:30 Grasið á Laugardalsvellinum er farið að grænka undir hitatjaldinu. Mynd/Instagram/laugardalsvollur Það er nánast orðið öruggt að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM fer ekki fram 26. mars næstkomandi en enginn veit þó hvenær hann verður spilaður. Knattspyrnusamband Evrópu mun ákveða framhaldið á morgun og þá þurfa Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvallar væntanlega að skipuleggja sig upp á nýtt. Hitapulsan er búin að vera á Laugardalsvellinum í að verða tvær vikur og átti að vera á vellinum fram að leik. Stóra spurningin er hvað verður um hitatjaldið nú þegar það stefnir í að það verði enginn leikur á Laugardalsvellinum í mars. View this post on Instagram Við höldum áfram þangað til annað kemur í ljós - we keep on going until we get new informations A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Mar 14, 2020 at 8:58am PDT Pulsan hefur skapað vor og sumaraðstæður fyrir grasið og það hefur tekið vel við sér þessa daga síðan hitatjaldið var sett upp. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti það við Fótbolta.net í dag að hitapulsan og starfsmenn sem henni fylgja, verði á Íslandi til 26. mars þegar áætlaður leikdagur er. „Við erum búin að borga fyrir þessa leigu. Fræðingar okkar munu fara yfir það hvernig er best að gera þetta og vernda völlinn. Ef við myndum stoppa allar aðgerðir strax þá myndum við væntanlega drepa grasið. Með aðgerðarplani og með því að nýta pulsuna út leigutímann þá mun okkur takast að koma í veg fyrir það að hún skemmist eða bíði skaða af," sagði Klara við fótbolta.net. Í dag eru tíu dagar í leikdaginn og því verður hitapulsan í eina og hálfa viku til viðbótar á vellinum. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Það er nánast orðið öruggt að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili um sæti á EM fer ekki fram 26. mars næstkomandi en enginn veit þó hvenær hann verður spilaður. Knattspyrnusamband Evrópu mun ákveða framhaldið á morgun og þá þurfa Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvallar væntanlega að skipuleggja sig upp á nýtt. Hitapulsan er búin að vera á Laugardalsvellinum í að verða tvær vikur og átti að vera á vellinum fram að leik. Stóra spurningin er hvað verður um hitatjaldið nú þegar það stefnir í að það verði enginn leikur á Laugardalsvellinum í mars. View this post on Instagram Við höldum áfram þangað til annað kemur í ljós - we keep on going until we get new informations A post shared by Laugardalsvöllur (@laugardalsvollur) on Mar 14, 2020 at 8:58am PDT Pulsan hefur skapað vor og sumaraðstæður fyrir grasið og það hefur tekið vel við sér þessa daga síðan hitatjaldið var sett upp. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, staðfesti það við Fótbolta.net í dag að hitapulsan og starfsmenn sem henni fylgja, verði á Íslandi til 26. mars þegar áætlaður leikdagur er. „Við erum búin að borga fyrir þessa leigu. Fræðingar okkar munu fara yfir það hvernig er best að gera þetta og vernda völlinn. Ef við myndum stoppa allar aðgerðir strax þá myndum við væntanlega drepa grasið. Með aðgerðarplani og með því að nýta pulsuna út leigutímann þá mun okkur takast að koma í veg fyrir það að hún skemmist eða bíði skaða af," sagði Klara við fótbolta.net. Í dag eru tíu dagar í leikdaginn og því verður hitapulsan í eina og hálfa viku til viðbótar á vellinum.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira