Mæla með frekari grímunotkun í ljósi metfjölda dauðsfalla Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 16:09 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að hann óttist að grímunotkun geri fólk kærulaust í sóttvörnum. EPA/Anders Wiklund Yfirvöld í Svíþjóð lögðu til í dag að farþegar almenningsamganga notuðust við grímur á háannatíma. Það yrði væri gert til að sporna gegn mikilli dreifingu nýju kórónuveirunnar. Svíar tilkynntu í dag að 8.846 hefðu greinst smitaðir nýverið og voru 243 ný dauðsföll tilkynnt. Aldrei hafa fleiri dáið í Svíþjóð frá því faraldurinn hófst. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að skortur sé á sönnunum fyrir virkni gríma og að hann óttist að grímur geri fólk kærulaust. Í yfirlýsingu sem birt var í dag segir Tegnell takmarkaði rými í almenningssamgöngum og því geti andlitsgrímur verið gagnlegar þar. Annars sé betra að halda fjarlægð frá öðrum. Í gær lögðu yfirvöld í Svíþjóð til að heilbrigðisstarfsmenn notuðust meira við andlitsgrímur en gert hefur verið hingað til. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti. Í Svíþjóð hafa 437.379 smitast af Covid-19 og 8.727 hafa dáið. Þar búa um 10,2 milljónir. Í Danmörku hafa 161.230 smitast og 1.256 hafa dáið. Þar búa um 5,8 milljónir. Í Noregi hafa 48.278 smitast og 436 hafa dáið. Þar búa um 5,4 milljónir. Í Finnlandi hafa 35.858 smitast og 556 hafa dáið. Þar búa um 5,5 milljónir. Á Íslandi hafa 5.754 smitast og 29 hafa dáið. Hér búa rúmlega 360 þúsund manns. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell biðst afsökunar á „óheppilegum“ ummælum um innflytjendur og Covid Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar baðst í dag afsökunar á orðum sínum um innflytjendur og tengsl þeirra við dreifingu kórónuveirunnar Í Svíþjóð. Tegnell segir orðalagið, sem hann notaði í sjónvarpsþætti á SVT í gærkvöldi, hafa verið „óheppilegt“. 4. desember 2020 23:15 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12 Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum. 24. ágúst 2020 12:05 „Ekki fara sænsku leiðina“ Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga. 21. júlí 2020 18:06 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Aldrei hafa fleiri dáið í Svíþjóð frá því faraldurinn hófst. Svíar hafa farið aðra leið en flest önnur ríki í baráttu sinni við heimsfaraldurinn þar sem fyrirtæki, veitingastaðir og flestir skólar hafa fengið að hafa opið og ekki hefur verið lögð áhersla á notkun andlitsgríma. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, hefur sagt að skortur sé á sönnunum fyrir virkni gríma og að hann óttist að grímur geri fólk kærulaust. Í yfirlýsingu sem birt var í dag segir Tegnell takmarkaði rými í almenningssamgöngum og því geti andlitsgrímur verið gagnlegar þar. Annars sé betra að halda fjarlægð frá öðrum. Í gær lögðu yfirvöld í Svíþjóð til að heilbrigðisstarfsmenn notuðust meira við andlitsgrímur en gert hefur verið hingað til. Dauðsföll af völdum Covid-19 hafa verið mun fleiri í Svíþjóð en annars staðar á Norðurlöndum, en þó ekki hærri en í þeim Evrópuríkjum sem hafa orðið verst úti. Í Svíþjóð hafa 437.379 smitast af Covid-19 og 8.727 hafa dáið. Þar búa um 10,2 milljónir. Í Danmörku hafa 161.230 smitast og 1.256 hafa dáið. Þar búa um 5,8 milljónir. Í Noregi hafa 48.278 smitast og 436 hafa dáið. Þar búa um 5,4 milljónir. Í Finnlandi hafa 35.858 smitast og 556 hafa dáið. Þar búa um 5,5 milljónir. Á Íslandi hafa 5.754 smitast og 29 hafa dáið. Hér búa rúmlega 360 þúsund manns.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tegnell biðst afsökunar á „óheppilegum“ ummælum um innflytjendur og Covid Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar baðst í dag afsökunar á orðum sínum um innflytjendur og tengsl þeirra við dreifingu kórónuveirunnar Í Svíþjóð. Tegnell segir orðalagið, sem hann notaði í sjónvarpsþætti á SVT í gærkvöldi, hafa verið „óheppilegt“. 4. desember 2020 23:15 Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12 Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum. 24. ágúst 2020 12:05 „Ekki fara sænsku leiðina“ Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga. 21. júlí 2020 18:06 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Tegnell biðst afsökunar á „óheppilegum“ ummælum um innflytjendur og Covid Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar baðst í dag afsökunar á orðum sínum um innflytjendur og tengsl þeirra við dreifingu kórónuveirunnar Í Svíþjóð. Tegnell segir orðalagið, sem hann notaði í sjónvarpsþætti á SVT í gærkvöldi, hafa verið „óheppilegt“. 4. desember 2020 23:15
Sænska leiðin hafi búið til ónæmi og hægt á útbreiðslu Björn Zoëga, forstjóri Karólínska-sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir það sína trú að sú leið sem sænsk yfirvöld fóru í viðbrögðum sínum við kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð hafi komið til óvart. Hann segir að það eigi eftir að rannsaka hvort nálgun stjórnvalda, sem oft er nefnd „sænska leiðin“ hafi verið farin viljandi eða ekki. 8. september 2020 17:12
Tegnell á ekki von á annarri stórri bylgju Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segist ekki eiga von á stórri seinni bylgju kórónuveirusmita í landinu þegar hausta tekur. Frekar séu líkur á staðbundnum hópsmitum. 24. ágúst 2020 12:05
„Ekki fara sænsku leiðina“ Tuttugu og fimm sænskir vísindamenn segja leiðina sem farin var í Svíþjóð til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum gott dæmi um hvernig eigi ekki að bregðast við honum. Sænska leiðin hafi leitt til dauða, sorgar og þjáninga. 21. júlí 2020 18:06