Baráttunni „engan veginn lokið“ í Bretlandi Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 21:06 Boris Johnson sagði það vera þungbært að tilkynna hertar aðgerðir. WPA Pool/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur biðlað til landsmanna að halda sig heima um áramótin og sýna þolinmæði. Baráttunni væri „engan veginn lokið“ þar sem veiran væri í mikilli útbreiðslu, þá sérstaklega vegna nýja afbrigðisins sem hefur hingað til verið kennt við Bretland. Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Hertari samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti. „Allar þessar aðgerðir miða að því að bjarga lífum og vernda heilbrigðiskerfið. Af þeirri ástæðu verð ég að biðja ykkur um að fylgja þeim reglum sem eru í gildi á ykkar svæðum og fagna nýja árinu á öruggan hátt heima hjá ykkur,“ sagði Johnson á blaðamannafundi. Fleiri svæði landsins hafa verið færð á fjórða viðbúnaðarstig með hörðustu aðgerðum. Á þeim svæðum þar sem fjórða stigs takmarkanir eru í gildi er öllum ónauðsynlegum verslunum lokað og fólki aðeins heimilt að hitta eina manneskju frá öðru heimili utandyra. Rúmlega 50 þúsund ný smit voru staðfest í dag og hafði 981 látið lífið innan 28 daga frá greiningu undanfarnar vikur, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur reynst erfitt viðureignar, þar sem það er talið allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Þó bendir ekkert til þess að það leiði til alvarlegri veikinda. Heilbrigðisráðherrann Matt Hancock sagði á þinginu að það væri nauðsynlegt að færa fleiri svæði upp á þriðja stig í ljósi stöðunnar, en þar mega að hámarki sex koma saman utandyra. Á því stigi er líkamsræktarstöðvum og verslunum heimilt að hafa opið en veitingastöðum gert að loka, þó þeim sé heimilt að bjóða upp á mat til þess að taka með. Kórónuveirufaraldurinn er í vexti í Bretlandi. epa/Andy Rain Mesta álag í sögu heilbrigðiskerfisins Sú hraða útbreiðsla sem hefur átt sér stað í Bretlandi hefur leitt til þess að álagið á heilbrigðiskerfið hefur aukist til muna. Óttast starfsmenn að kerfið standi ekki undir þeim fjölda sem þarf á aðstoð að halda, og gætu heilbrigðisstarfsmenn þannig þurft að ákveða hverjir lifa og hverjir deyja. „Ef eftirspurnin eftir öndunaraðstoð verður meiri en framboðið þá stöndum við frammi fyrir hryllilegum ákvörðunum um hverjir lifa og hverjir deyja,“ sagði Claudia Paoloni, forseti samtaka sjúkrahúslækna, í samtali við Guardian. Varaði hún við því að með þessu áframhaldandi gæti þurft að stöðva aðra þjónustu um tíma, en ástandið er hvað verst í suðausturhluta landsins þar sem gjörgæsludeildir eru yfirfullar að sögn læknasamtaka og skortur sé yfirvofandi, bæði á vélum og mögulega súrefni. Yfir 70 þúsund hafa látið lífið í Bretlandi frá því að faraldurinn hófst og hafa rúmlega 50 þúsund greinst daglega að meðaltali undanfarnar vikur. Þá deyja 414 daglega af völdum sjúkdómsins.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Vísindamenn kalla eftir útgöngubanni á landsvísu vegna afbrigðisins Breskir vísindamenn innan SAGE-hópsins, hóps vísindamanna sem veita stjórnvöldum ráðgefandi álit, hafa biðlað til stjórnvalda þar í landi að herða aðgerðir til muna og setja á útgöngubann á landsvísu. 27. desember 2020 09:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent