Versta byrjun Barcelona í 17 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 16:31 Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. EPA-EFE/Alejandro Garcia Spænska stórveldið Barcelona er aðeins með 25 stig þegar 15 umferðir eru búnar í spænsku úrvalsdeildinni. Er það versti árangur liðsins síðan tímabilið 2003/2004. Tímabil Barcelona hefur ekki verið neinn dans á rósum. Ronald Koeman tók við sem þjálfari í sumar er allt var í rjúkandi rúst eftir 8-2 tap í Meistaradeild Evrópu gegn verðandi Evrópumeisturum í Bayern. Þá hafði félagið ekki fundið taktinn eftir að La Liga fór af stað eftir Covid-pásuna og missti af spænska meistaratitlinum í hendurnar á erkifjendum sínum í Real Madrid. Börsungar losuðu sig við Luis Suarez og í kjölfarið ákvað Lionel Messi að hann vildi skipta um félag. Hann ákvað á endanum að vera áfram en getur samið við annað félag strax í janúar. Þá meiddist Gerard Pique illa í lok nóvember og hefur ekkert leikið með liðinu síðan þá. Messi sjálfur var svo á meiðslalistanum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart kom Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho af bekknum í þeim leik og meiddist einnig. Hann gæti verið frá í einhverjar vikur. Jafnteflið gegn Eibar þýðir að Börsungar eru aðeins með 25 stig eftir fimmtán umferðir í La Liga. Það er versti árangur liðsins í 17 ár eða síðan tímabilið 2003/2004 þegar Frank Rijkaard var þjálfari liðsins. Líkt og Koeman þá er Rijkaard einnig Hollendingur. Tímabilið 2003/2004 voru Börsungar aðeins með tuttugu stig á þessum tímapunkti leiktíðarinnar en náðu að rétta úr kútnum og enda í 2. sæti með 72 stig, fimm stigum á eftir Valencia sem urðu meistarar það tímabil. Sem betur fer er deildin í ár mjög jöfn og eru Börsungar aðeins stigi frá Real Sociedad sem er í 3. sæti deildarinnar. Hins vegar eru Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 10 stigum meira en Börsungar ásamt því að eiga leik til góða. Næsti leikur lærisveina Koeman er gegn Huesca á útivelli þann 3. janúar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Tímabil Barcelona hefur ekki verið neinn dans á rósum. Ronald Koeman tók við sem þjálfari í sumar er allt var í rjúkandi rúst eftir 8-2 tap í Meistaradeild Evrópu gegn verðandi Evrópumeisturum í Bayern. Þá hafði félagið ekki fundið taktinn eftir að La Liga fór af stað eftir Covid-pásuna og missti af spænska meistaratitlinum í hendurnar á erkifjendum sínum í Real Madrid. Börsungar losuðu sig við Luis Suarez og í kjölfarið ákvað Lionel Messi að hann vildi skipta um félag. Hann ákvað á endanum að vera áfram en getur samið við annað félag strax í janúar. Þá meiddist Gerard Pique illa í lok nóvember og hefur ekkert leikið með liðinu síðan þá. Messi sjálfur var svo á meiðslalistanum er liðið gerði 1-1 jafntefli við Eibar í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart kom Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho af bekknum í þeim leik og meiddist einnig. Hann gæti verið frá í einhverjar vikur. Jafnteflið gegn Eibar þýðir að Börsungar eru aðeins með 25 stig eftir fimmtán umferðir í La Liga. Það er versti árangur liðsins í 17 ár eða síðan tímabilið 2003/2004 þegar Frank Rijkaard var þjálfari liðsins. Líkt og Koeman þá er Rijkaard einnig Hollendingur. Tímabilið 2003/2004 voru Börsungar aðeins með tuttugu stig á þessum tímapunkti leiktíðarinnar en náðu að rétta úr kútnum og enda í 2. sæti með 72 stig, fimm stigum á eftir Valencia sem urðu meistarar það tímabil. Sem betur fer er deildin í ár mjög jöfn og eru Börsungar aðeins stigi frá Real Sociedad sem er í 3. sæti deildarinnar. Hins vegar eru Atlético Madrid á toppi deildarinnar með 10 stigum meira en Börsungar ásamt því að eiga leik til góða. Næsti leikur lærisveina Koeman er gegn Huesca á útivelli þann 3. janúar. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01 Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00 Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Sjá meira
Segir titilbaráttuna „mjög flókna“ eftir jafntefli gærdagsins Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, segir titilbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu „mjög flókna“ eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Eibar í gærkvöldi. Börsungar eru nú sjö stigum á eftir toppliðum Atlético og Real Madrid. 30. desember 2020 17:01
Coutinho meiddist gegn Eibar og gæti verið frá í dágóða stund Brasiíski miðjumaðurinn Philippe Coutinho haltraði meiddur af velli undir leiks er Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Nú hefur komið í ljós að hann gæti hafa skaddað liðbönd í hné. 30. desember 2020 15:00
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn