Tilmæli um endurnýtingu hlífðarbúnaðar valda áhyggjum Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 11:49 Hátt í 15 þúsund hafa látist í Bretlandi af völdum kórónuveirunnar. Vísir/Getty Yfirvöld í Bretlandi hvetja nú heilbrigðisstarfsfólk til þess að endurnýta hlífðarfatnað og búnað ef skortur verður. Stéttarfélög lækna og hjúkrunarfræðinga í landinu hafa lýst yfir áhyggjum af þessum tilmælum og segja þau ógna lífi og heilsu starfsfólks. Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. Vegna mikils álags á sjúkrahúsum landsins bendir margt til þess að hlífðarbúnaðurinn sem notaður er við gjörgæslumeðferð sjúklinga gæti klárast nú um helgina. Yfirvöld segjast vinna að því að útvega frekari birgðir af hlífðarbúnaði en hafa þó gefið út þau tilmæli nýta búnaðinn sparlega. Í leiðbeiningum sem gefnar voru út á föstudag kom meðal annars fram að sjúkrahús myndu geyma hlífðarfatnað fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér hættu á smiti ef skortur yrði, eða endurnýta hlífðarfatnað sem hægt væri að þvo. Það væri þó ljóst að það þyrfti að gera einhverjar tilslakanir svo hægt væri að bregðast við miklum skorti á erfiðum tímum. Hafa misst of marga heilbrigðisstarfsmenn Hlífðarbúnaðurinn er framleiddur í Kína og höfðu yfirvöld pantað birgðir fyrir nokkrum vikum. Hann er þó aðeins afhentur í takmörkuðu magni hverju sinni. Dr. Rob Harwood hjá bresku læknasamtökunum er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þessi tilmæli yfirvalda. Hann segir allar slíkar ákvarðanir verða að byggja á vísindum, en ekki framboði og eftirspurn. „Ef það er verið að leggja það til að starfsfólk endurnýti búnað, þá verður það að vera byggt á vísindum og sterkum sönnunargögnum frekar en fáanleika og það má alls ekki stofna öryggi heilbrigðisstarfsfólks í hættu,“ segir Harwood og bætir við að nú þegar hefði heilbrigðisstarfsfólk látið lífið í faraldrinum. „Nú þegar hafa of margir heilbrigðisstarfsmenn dáið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fleiri læknar og samstarfsfólk þeirra leggi líf sitt að veði til þess að bjarga öðrum, og þessi nýju tilmæli geta leitt til þess. Þetta er ekki ákvörðun sem þau ættu að þurfa að taka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hvetja nú heilbrigðisstarfsfólk til þess að endurnýta hlífðarfatnað og búnað ef skortur verður. Stéttarfélög lækna og hjúkrunarfræðinga í landinu hafa lýst yfir áhyggjum af þessum tilmælum og segja þau ógna lífi og heilsu starfsfólks. Hlífðarbúnaðurinn sem um ræðir er notaður við umönnun Covid-19 sjúklinga og verndar starfsfólk fyrir smiti. Vegna mikils álags á sjúkrahúsum landsins bendir margt til þess að hlífðarbúnaðurinn sem notaður er við gjörgæslumeðferð sjúklinga gæti klárast nú um helgina. Yfirvöld segjast vinna að því að útvega frekari birgðir af hlífðarbúnaði en hafa þó gefið út þau tilmæli nýta búnaðinn sparlega. Í leiðbeiningum sem gefnar voru út á föstudag kom meðal annars fram að sjúkrahús myndu geyma hlífðarfatnað fyrir skurðaðgerðir eða önnur störf sem fela í sér hættu á smiti ef skortur yrði, eða endurnýta hlífðarfatnað sem hægt væri að þvo. Það væri þó ljóst að það þyrfti að gera einhverjar tilslakanir svo hægt væri að bregðast við miklum skorti á erfiðum tímum. Hafa misst of marga heilbrigðisstarfsmenn Hlífðarbúnaðurinn er framleiddur í Kína og höfðu yfirvöld pantað birgðir fyrir nokkrum vikum. Hann er þó aðeins afhentur í takmörkuðu magni hverju sinni. Dr. Rob Harwood hjá bresku læknasamtökunum er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt þessi tilmæli yfirvalda. Hann segir allar slíkar ákvarðanir verða að byggja á vísindum, en ekki framboði og eftirspurn. „Ef það er verið að leggja það til að starfsfólk endurnýti búnað, þá verður það að vera byggt á vísindum og sterkum sönnunargögnum frekar en fáanleika og það má alls ekki stofna öryggi heilbrigðisstarfsfólks í hættu,“ segir Harwood og bætir við að nú þegar hefði heilbrigðisstarfsfólk látið lífið í faraldrinum. „Nú þegar hafa of margir heilbrigðisstarfsmenn dáið. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fleiri læknar og samstarfsfólk þeirra leggi líf sitt að veði til þess að bjarga öðrum, og þessi nýju tilmæli geta leitt til þess. Þetta er ekki ákvörðun sem þau ættu að þurfa að taka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54 Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Bretar sagðir hafa náð hátindi faraldursins Tala látinna í Bretlandi hækkaði um 847 í dag og stendur nú í 14.576. 108.692 hafa nú greinst með veiruna í Bretlandi. 17. apríl 2020 14:54
Framlengja höft í Bretlandi og New York Ráðamenn í Bretlandi og New York tilkynntu nú síðdegis að núgildandi samkomubönn yrðu framlengd. 16. apríl 2020 16:27
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent