Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 14:02 KR verður ekki Íslandsmeistari sjöunda árið í röð. vísir/vilhelm Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að hætta keppni á Íslandsmótinu 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Engir Íslandsmeistarar verða því krýndir þetta tímabil. Stjarnan og Valur eru deildarmeistarar í Domino's deildum karla og kvenna. Fjölnir fellur úr Domino's deild karla og Höttur, efsta lið 1. deildar, tekur sæti þeirra. Þór Ak., sem er í ellefta og næstneðsta sæti Domino's deildarinnar, heldur því sér uppi. Grindavík fellur úr Domino's deild kvenna og Fjölnir kemur í þeirra stað. Síðasti leikir körfuboltatímabilsins fóru fram á föstudaginn var. Eftir það var keppni frestað og henni hefur nú verið hætt. Í yfirlýsingu KKÍ segir að ákvörðunin hafi verið erfið og hún muni eflaust hafa mikil áhrif á fjárhag félaganna og sambandsins sem verða af miklum tekjum. Þar kemur einnig fram að óvissa sé hvenær samkomubanninu hér á landi ljúki sem og um stöðu erlendra leikmanna; hvort og þá hvaða leikmenn gætu snúið aftur til Íslands þegar ástandið batnar. Þá sé ekki vitað hversu alvarleg áhrif kórónuveirunnar verði. Yfirlýsingu KKÍ í heild sinni má lesa með því að smella hér. Í niðurlagi hennar segir: Niðurstaða stjórnar KKÍ við það ástand sem við blasir er því að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Einnig samþykkti stjórn KKÍ eftirfarandi á fundi sínu, miðvikudaginn 18. mars 2020: 1. Enginn Íslandsmeistari verður krýndur tímabilið 2019/2020. 2. Sú niðurstaða sem deildarkeppni Domino’s deilda og 1. deilda hefur þegar gefið okkur ræður. - Fjölnir fellur niður í 1. deild karla. - Valur er deildarmeistari Domino’s deildar kvenna og Fjölnir deildarmeistari 1. deildar kvenna. 3. Núverandi stöðutafla er lokastaða Domino’s deilda og 1. deilda tímabilið 2019/2020. Það þýðir að: - Stjarnan er deildarmeistari Domino’s deildar karla. - Höttur er deildarmeistari 1. deildar karla og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild karla. - Grindavík fellur úr Domino’s deild kvenna. Fjölnir er deildarmeistari 1. deildar kvenna og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild kvenna. Vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru og hafa stuðlað að ótímabærum lokum keppnistímabilsins 2019/2020 má ljóst vera að mörg félög muni lenda í fjárhagsvanda vegna talsverðs tekjumissis. Það sama mun gilda um fjárhag KKÍ. Það verður verðugt verkefni allra hlutaðeigandi að takast á við þann vanda. Stjórn og starfsmenn KKÍ vilja að lokum þakka aðildarfélögum sínum innilega fyrir sýnda biðlund og mikinn skilning á við þessar erfiðu aðstæður sem uppi eru. Við óskum ykkur alls hins besta í framhaldinu. Áfram körfubolti. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að hætta keppni á Íslandsmótinu 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Engir Íslandsmeistarar verða því krýndir þetta tímabil. Stjarnan og Valur eru deildarmeistarar í Domino's deildum karla og kvenna. Fjölnir fellur úr Domino's deild karla og Höttur, efsta lið 1. deildar, tekur sæti þeirra. Þór Ak., sem er í ellefta og næstneðsta sæti Domino's deildarinnar, heldur því sér uppi. Grindavík fellur úr Domino's deild kvenna og Fjölnir kemur í þeirra stað. Síðasti leikir körfuboltatímabilsins fóru fram á föstudaginn var. Eftir það var keppni frestað og henni hefur nú verið hætt. Í yfirlýsingu KKÍ segir að ákvörðunin hafi verið erfið og hún muni eflaust hafa mikil áhrif á fjárhag félaganna og sambandsins sem verða af miklum tekjum. Þar kemur einnig fram að óvissa sé hvenær samkomubanninu hér á landi ljúki sem og um stöðu erlendra leikmanna; hvort og þá hvaða leikmenn gætu snúið aftur til Íslands þegar ástandið batnar. Þá sé ekki vitað hversu alvarleg áhrif kórónuveirunnar verði. Yfirlýsingu KKÍ í heild sinni má lesa með því að smella hér. Í niðurlagi hennar segir: Niðurstaða stjórnar KKÍ við það ástand sem við blasir er því að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Einnig samþykkti stjórn KKÍ eftirfarandi á fundi sínu, miðvikudaginn 18. mars 2020: 1. Enginn Íslandsmeistari verður krýndur tímabilið 2019/2020. 2. Sú niðurstaða sem deildarkeppni Domino’s deilda og 1. deilda hefur þegar gefið okkur ræður. - Fjölnir fellur niður í 1. deild karla. - Valur er deildarmeistari Domino’s deildar kvenna og Fjölnir deildarmeistari 1. deildar kvenna. 3. Núverandi stöðutafla er lokastaða Domino’s deilda og 1. deilda tímabilið 2019/2020. Það þýðir að: - Stjarnan er deildarmeistari Domino’s deildar karla. - Höttur er deildarmeistari 1. deildar karla og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild karla. - Grindavík fellur úr Domino’s deild kvenna. Fjölnir er deildarmeistari 1. deildar kvenna og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild kvenna. Vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru og hafa stuðlað að ótímabærum lokum keppnistímabilsins 2019/2020 má ljóst vera að mörg félög muni lenda í fjárhagsvanda vegna talsverðs tekjumissis. Það sama mun gilda um fjárhag KKÍ. Það verður verðugt verkefni allra hlutaðeigandi að takast á við þann vanda. Stjórn og starfsmenn KKÍ vilja að lokum þakka aðildarfélögum sínum innilega fyrir sýnda biðlund og mikinn skilning á við þessar erfiðu aðstæður sem uppi eru. Við óskum ykkur alls hins besta í framhaldinu. Áfram körfubolti.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira