Hefði lítið upp á sig að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 15:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segist telja að smithætta af Íslendingum sem koma hingað til lands sé mun meiri en af erlendum ferðamönnum með tilliti til kórónuveirunnar. Tölur yfir smitaða sýni fram á það. Þannig hefði það verið dýrt og hlotist af því lítill árangur að banna ferðamönnum að koma hingað til lands eða skikka þá í sóttkví, líkt og gilda mun um Íslendinga frá og með morgundeginum. Þetta kom fram í máli sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Tilkynnt var um það í morgun að frá og með morgundeginum, fimmtudaginum 19. mars, væri Íslendingum og öðrum með búsetu á Íslandi og koma til landsins skylt að fara í tveggja vikna sóttkví án tillits til hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir þessu er flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Áður höfðu tilmæli um sóttkví við heimkomu aðeins gilt um nokkur lönd með mikla smithættu. Inntur eftir því af hverju þetta hefði verið ákveðið í morgun sagði Þórólfur að sýkingin væri í miklum vexti í flestum löndum. Rætt hefði verið hvort taka ætti eitt eða tvö lönd út fyrir sviga en á þessum tímapunkti væri skynsamlegt að líta svo á að veiran væri komin alls staðar. „Það er öryggisráðstöfun sem ég held að sé skynsamlegt að taka á þessum tíma.“ Ástralskur ferðamaður lést í fyrradag á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík. Hann reyndist smitaður af kórónuveirunni þótt að hann sýndi ekki einkenni Covid-19-sjúkdómsins.Vísir Eftir því sem áhættulöndum fjölgaði og fleiri Íslendingar skikkaðir í sóttkví var því ítrekað velt upp af hverju hið sama ætti ekki við um ferðamenn – og mjög hefur borið á þessum sömu vangaveltum nú. Þórólfur útskýrði enn einu sinni á upplýsingafundinum í dag af hverju ekki þætti skynsamlegt að setja erlenda ferðamenn í sóttkví við komuna hingað til lands. „Við teljum í fyrsta lagi að ferðamenn séu ekki eins smitandi fyrir Íslendinga eins og Íslendingarnir sjálfir, ástæðan er sú að ferðamenn koma hér og halda sig saman, kannski tveir eða þrír eða í minni hóp. Þeir blandast ekki Íslendingum mikið eins og Íslendingarnir sjálfir gera. Þannig að smithættan af þeim er að okkar mati miklu minni en af Íslendingum. Enda kemur það í ljós að það eru einungis tveir af þeim rúmlega tvö hundruð sem hafa greinst hér sem eru útlendingar og ferðamenn. Hitt voru allt Íslendingar sem komu til landsins og afleiddum sýkingum frá þeim,“ sagði Þórólfur. Þá kvað hann það ekki myndu skila neinum tilætluðum árangri að banna ferðamönnum að koma til landsins. „Þannig að ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá okkur að vera ekki að beina spjótum okkar að erlendum ferðamönnum. Það hefði sennilega verið mikill kostnaður við það en árangurinn mjög lítill.“ Upplýsingafundinn vegna kórónuveiru sem haldinn var í dag má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09 Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57 Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Sjá meira
Varar eindregið við heimaprófum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. 18. mars 2020 15:09
Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Tveir eru á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. 18. mars 2020 14:57
Svona var átjándi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til regulegs upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14. 18. mars 2020 13:31