Alþingi komið á neyðaráætlun Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 20:49 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira