Ástandið að verða alvarlegra á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 15:29 Lögreglumenn fylgjast með röð við inngang á bráðamóttöku sjúkrahúss í Barcelona. Smitum hefur fjölgað hratt í Katalóníu undanfarið. Vísir/EPA Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent