Ástandið að verða alvarlegra á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 15:29 Lögreglumenn fylgjast með röð við inngang á bráðamóttöku sjúkrahúss í Barcelona. Smitum hefur fjölgað hratt í Katalóníu undanfarið. Vísir/EPA Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Vill mikilvægt flugskýli aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Sjá meira
Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Vill mikilvægt flugskýli aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Sjá meira
Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna