Loðnubrestur í veldisvexti Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. apríl 2020 12:00 „Loðnan finnst ekki, eins og óttast hefur verið undanfarnar vikur, og íslensk uppsjávarfyrirtæki búa sig undir að mæta verkefnaleysi sem því fylgir með því að draga saman seglin. Loðnubrestur er mikið högg, ekki bara fyrir fyrirtækin í greininni heldur samfélagið allt. Ætli ríkissjóður sé ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum. Útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna og hefur loðnan að jafnaði verið næstverðmætasta útflutningstegund íslensks sjávarútvegs síðustu ár.“ (Frétt á Mbl.is, 19. mars 2019) Fréttir á borð við þessa eru jafn sjálfsagðar fyrir íslenska þjóð eins og hafragrautur og lýsi á morgnana. Ísland átti öldum saman allt undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Hvert mannsbarn vissi og veit hvað aflabrestur þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar. Ný breyta í jöfnunni Í áratugi hefur hagstjórn tekið mið af gengi sjávarútvegs. Ríkisstjórnir hafa haldið velli og fallið eftir því hvernig áraði í sjávarútvegi. Þá hafa sérstök lög hafa verið smíðuð til varnar starfsmönnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Má þar nefna lög nr. 51/1995, um rétt vinnuveitenda til að sækja greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna tímabundinnar vinnslustöðvunar sökum hráefnisskorts. En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta. Högg af annarri stærðargráðu Eins og allir vita, þá hefur ferðaþjónusta á Íslandi og í heiminum öllum, nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum. Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum. „Aflabresturinn er algjör“ var eitt sinn sagt. Í fyrra námu gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu um 470 milljörðum króna. Ef tekjufallið verður algjört er það sambærilegt við tvo loðnubrestiá mánuði í heilt ár. Ríkissjóður gæti orðið fyrir 60 milljarða króna tekjutapi hvað varðar beinar skatttekjur frá ferðaþjónustu auk tugmilljarða sem rekja má til umsvifa í greinum tengdum ferðaþjónustu. Gripið hefur verið til sértækra og róttækra aðgerða til „hjálpar“ af minna tilefni. Dugir ekki að vera duglegur Ferðaþjónusta er að sjálfsögðu ekki eina atvinnugreinin sem verður fyrir höggi. En hún verður fyrir langmesta högginu. Það er ekki hægt að frysta ferðaþjónustu og selja hana síðar, þegar betur árar. Það er ekki hægt að setja hana upp í hillu og bíða eftir að eftirspurn glæðist. Það er ekki hægt að vera duglegur og vinna tímabundið aðeins meira og ná með því inn aukinni veltu vegna tímabundinnar lokunar fyrirtækja. Ferðaþjónustufyrirtæki geta flest ekki aðlagað sína þjónustu og selt hana öðrum en erlendum ferðamönnum. Innanlandsmarkaðurinn er lítill og verður í besta falli dropi í hafið, hvað eftirspurn varðar. Hver dagur felur í sér tapaðar tekjur. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú þarf sértækar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Koma þeim í skjól meðan Covid-19 hrellir heimsbyggðina – binda skipin einfaldlega við bryggju. Það fer enginn á sjó með tilheyrandi kostnaði, þegar öllum er ljóst að ekkert fiskast. Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum. Ferðaþjónusta landsins má ekki verða það löskuð, að hún muni ekki verða í stakk búin til að veita þá viðspyrnu sem við munum sárlega þurfa á að halda. Þekking, reynsla og viðskiptasambönd að ógleymdri ástríðu og eldmóði frumkvöðla og fjölskyldna um land allt mun tapast úr greininni, með skelfilegum afleiðingum. Allra hagur Það er vinsæl samlíking þessa dagana að við séum öll á sama báti og það er vissulega rétt. Nú er það hagur allra að setja ferðaþjónustuna í öndunarvél. Ríkisins, sveitarfélaganna, atvinnulífsins og ekki síst launþega og heimila í landinu. Allt er þetta ein heild - sem lítur á endanum sömu lögmálum. Það ætti að vera augljóst. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bjarnheiður Hallsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
„Loðnan finnst ekki, eins og óttast hefur verið undanfarnar vikur, og íslensk uppsjávarfyrirtæki búa sig undir að mæta verkefnaleysi sem því fylgir með því að draga saman seglin. Loðnubrestur er mikið högg, ekki bara fyrir fyrirtækin í greininni heldur samfélagið allt. Ætli ríkissjóður sé ekki að verða af einhverjum fjórum til fimm milljörðum. Útflutningsverðmæti loðnu í fyrra nam tæpum 18 milljörðum króna og hefur loðnan að jafnaði verið næstverðmætasta útflutningstegund íslensks sjávarútvegs síðustu ár.“ (Frétt á Mbl.is, 19. mars 2019) Fréttir á borð við þessa eru jafn sjálfsagðar fyrir íslenska þjóð eins og hafragrautur og lýsi á morgnana. Ísland átti öldum saman allt undir fiskveiðum og útflutningi á fiskafurðum. Hvert mannsbarn vissi og veit hvað aflabrestur þýðir fyrir afkomu þjóðarinnar. Ný breyta í jöfnunni Í áratugi hefur hagstjórn tekið mið af gengi sjávarútvegs. Ríkisstjórnir hafa haldið velli og fallið eftir því hvernig áraði í sjávarútvegi. Þá hafa sérstök lög hafa verið smíðuð til varnar starfsmönnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi. Má þar nefna lög nr. 51/1995, um rétt vinnuveitenda til að sækja greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna tímabundinnar vinnslustöðvunar sökum hráefnisskorts. En nú er öldin önnur. Ísland er ferðaþjónustuland. Vöxtur í ferðaþjónustu síðasta áratug hefur fært þjóðinni lífskjör og hagsæld sem ekki hafa þekkst áður hér á landi. Á sama tíma er Ísland nú það land í Evrópu, sem er efnahagslega hvað háðast ferðaþjónustu. Því miður hefur stjórnsýslan og hagstjórnin ekki enn tekið nægjanlegt mið af þessari staðreynd. Þeirri staðreynd að það er ný breyta í jöfnunni – ferðaþjónusta. Högg af annarri stærðargráðu Eins og allir vita, þá hefur ferðaþjónusta á Íslandi og í heiminum öllum, nánast hrunið til grunna á nokkrum vikum. Ferðaþjónusta er ekki „kórónuvæn“ atvinnugrein. Þó óvissan sé mikil, má því miður reikna með að atvinnugreinin nái sér varla á strik, að neinu marki, fyrr en eftir 12-18 mánuði. Höggið er af þeirri stærðargráðu að engin leið er að vera undirbúin til að mæta slíku áfalli. Öll fyrri áföll og örðugleikar í atvinnulífi landsins blikna í samanburðinum. „Aflabresturinn er algjör“ var eitt sinn sagt. Í fyrra námu gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu um 470 milljörðum króna. Ef tekjufallið verður algjört er það sambærilegt við tvo loðnubrestiá mánuði í heilt ár. Ríkissjóður gæti orðið fyrir 60 milljarða króna tekjutapi hvað varðar beinar skatttekjur frá ferðaþjónustu auk tugmilljarða sem rekja má til umsvifa í greinum tengdum ferðaþjónustu. Gripið hefur verið til sértækra og róttækra aðgerða til „hjálpar“ af minna tilefni. Dugir ekki að vera duglegur Ferðaþjónusta er að sjálfsögðu ekki eina atvinnugreinin sem verður fyrir höggi. En hún verður fyrir langmesta högginu. Það er ekki hægt að frysta ferðaþjónustu og selja hana síðar, þegar betur árar. Það er ekki hægt að setja hana upp í hillu og bíða eftir að eftirspurn glæðist. Það er ekki hægt að vera duglegur og vinna tímabundið aðeins meira og ná með því inn aukinni veltu vegna tímabundinnar lokunar fyrirtækja. Ferðaþjónustufyrirtæki geta flest ekki aðlagað sína þjónustu og selt hana öðrum en erlendum ferðamönnum. Innanlandsmarkaðurinn er lítill og verður í besta falli dropi í hafið, hvað eftirspurn varðar. Hver dagur felur í sér tapaðar tekjur. Sértækar aðgerðir nauðsynlegar Nú þarf sértækar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Koma þeim í skjól meðan Covid-19 hrellir heimsbyggðina – binda skipin einfaldlega við bryggju. Það fer enginn á sjó með tilheyrandi kostnaði, þegar öllum er ljóst að ekkert fiskast. Á óvenjulegum tímum eru sértækar aðgerðir bæði skynsamlegar og nauðsynlegar. Þegar þessu dæmalausa ástandi linnir, þá er ferðaþjónustan líklegust til að draga þjóðina „aftur“ upp úr efnahagslegum öldudal. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynntar af hálfu stjórnvalda eru ekki nóg. Aðgerðir þurfa að vera útsjónarsamar og þær þurfa að hafa „langtímavinkil“. Að óbreyttu munu þær einfaldlega þýða að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja landsins munu drukkna í föstum kostnaði og fara í þrot á næstu mánuðum. Ferðaþjónusta landsins má ekki verða það löskuð, að hún muni ekki verða í stakk búin til að veita þá viðspyrnu sem við munum sárlega þurfa á að halda. Þekking, reynsla og viðskiptasambönd að ógleymdri ástríðu og eldmóði frumkvöðla og fjölskyldna um land allt mun tapast úr greininni, með skelfilegum afleiðingum. Allra hagur Það er vinsæl samlíking þessa dagana að við séum öll á sama báti og það er vissulega rétt. Nú er það hagur allra að setja ferðaþjónustuna í öndunarvél. Ríkisins, sveitarfélaganna, atvinnulífsins og ekki síst launþega og heimila í landinu. Allt er þetta ein heild - sem lítur á endanum sömu lögmálum. Það ætti að vera augljóst. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar