Eiður Smári: Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2020 21:00 Eiður Smári er aðstoðarþjálfari U21-árs landsliðsins í knattspyrnu. vísir/bára Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir að frestun EM um eitt ári muni ekki breyta miklu fyrir landsliðið okkar. Eldri leikmenn munu líta á það sem hvatningu að halda sér gangandi í eitt ár til viðbótar til þess að fá tækifæri á að spila á EM næsta sumar. Ríkharð Óskar Guðnason og Eiður Smári gerðu upp fimm eftirminnilegustu leiki Eiðs í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið í þættinum Sportinu í kvöld en undir lokin ræddu þeir landsliðið. Eiður hefur ekki áhyggjur af okkar eldri mönnum. „Ég held að, svipað og ég gerði á sínum tíma, að menn noti þetta sem hvatningu. Það er ár í viðbót og þess vegna endaði ég á að fara til Noregs. Bara til þess að halda mér í formi. Ég ætlaði aldeilis eftir tuttugu ár með landsliðinu að fara með þeim á stórmót. Þetta er í raun bara hvatning fyrir þá líka,“ sagði Eiður. „Það þarf allt að falla með þér. Þú ert árinu eldri og langur vetur á Íslandi ef þeir eru að spila hér. Emil Hallfreðsson notar þetta sem hvatningu til að taka eitt ár erlendis og reyna að spila í sem hæstum gæðaflokki og njóta þess síðan að fara með Íslandi á stórmót.“ „Það er virkilega sérstakt og við upplifðum það öll. Sama hvort að það við vorum sjálfir í Frakklandi eða að maður væri heima. Sama sagan var þegar við vorum á HM. Þetta er eitthvað sérstakt og sérstaklega á svona tímum þar sem það dregur fólk saman. Það hefur eitthvað að hlakka til. Ég vona að þessir drengir sem eru á fótboltaaldur að þeir noti þetta sem hvatningu.“ Eiður var svo spurður út í það hvort að meiri endurnýjun hefði átt að eiga sér stað og hann gat tekið undir það að vissu leyti. „Okkur vantar smá endurnýjun og ég er sammála því. Þegar svona kynslóð eins og þessi kynslóð, sem er búið að vera í A-landsliðinu í tíu ár, það verður erfitt að fylgja henni eftir. Því þetta eru allt strákar á svipuðum aldri. Allir munu þeir hætta á svipuðum tíma þannig að það þarf að fylla í margar stöður. Við eigum fullt af efnilegum og frábærum strákum. Við munum ekki fá svarið fyrr en þeim er gefið tækifæri.“ „Ég er alltaf smá gagnrýninn á það að við höldum alltaf að leikmenn séu tilbúnir en svo þegar þeim er hent í djúpu laugina þá synda þeir.“ Klippa: Sportið í kvöld: Eiður Smári um Rúmeníu leikinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í fótbolta Sportið í kvöld Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti