Víðtæk jafnréttissjónarmið Sævar Þór Jónsson skrifar 30. mars 2020 16:30 Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sævar Þór Jónsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af stærstu framfarasporum sem við höfum tekið á undanförnum áratugum er að reyna að tryggja jöfn hlutföll kynjanna við opinberar ráðningar og á fleiri sviðum. Við höfum séð það undanfarin ár að litið er í ríkari mæli til kynjahlutfalla þegar kemur að ráðningum og skipunum í mikilvæg störf og stöður í þjóðfélaginu. Þegar hæfi og færni viðkomandi sleppir, sem er alltaf grundvallar útgangspunkturinn við ráðningar, þá koma önnur veigamikil viðmið, eins og kynjahlutföll og jafnrétti, til skoðunar. Í öðrum lýðræðisríkjum sem vilja kenna sig við mannréttindi hafa þessi sjónarmið verið tekin í víðara samhengi, sérstaklega þegar kemur að skipunum í opinberar stöður. Í einhverjum mæli hefur það aukist að litið sé til jafnréttis í víðtækum skilningi. Í þessu samhengi er mikilvægt að skilja hvaða tilgangi reglur um kynjakvóta þjóna og mikilvægi þess að fjölbreytt sjónarmið komist að. Einsleitni innan starfsstétta hefur verið talinn líklegri til að ala af sér ógagnsæi, óheilbrigða starfshætti og jafnvel spillingu. Ef við lítum til jafnréttis í víðtækjum skilningi þá er ekki bara hlutfall kynja sem getur haft áhrif heldur einnig aðrir þættir eins og t.d. kynhneigð. Hér horfi ég eingöngu til kynja og kynhneigðar sem ég tel geta skipta máli þegar kemur að öðrum veigamiklum viðmiðum við opinberar ráðningar og skipanir, öðrum en hæfi og færni þeirra sem í hlut eiga. Í þessu samhengi er kynjakvótinn útilokandi og getur í raun gefið ranga mynd af umsækjendum. Ímynda má sér dæmi þar sem tveir umsækjendur koma til greina að sitthvoru kyni og bæði eru metin jafnhæf. Þá ber að ráða umsækjandann af því kyni sem hallar á í viðkomandi starfsstétt. En hvað ef hinn umsækjandinn er t.d. samkynhneigður, tilheyrir sá umsækjandi þá ekki minnihlutahóp umfram hefðbundin kynjasjónarmið sem skv. jafnréttissjónarmiðum nútímans ætti að taka tillit til. Ég tel rétt að árétta að undir þetta falla ekki skoðanir, eins og trúar-, lífs- og stjórnmálaskoðanir, heldur er hér verið að ræða málefni tengd viðtæku janfrétti. Með því þrönga sjónarhorni sem við búum við í þessum efnum í dag er verið að útiloka ákveðna breidd í ráðningaferlinu og ekki litið til sjónarmiða sem eiga rétt á sér og falla undir jafnrétti í víðtækum skilningi. Í lýðræðis samfélögum skiptir máli að minnihlutinn hafi rödd og að við séum með sem mestu breidd í ábyrgðarstöðum fyrir hið opinbera enda getur það skipt máli við úrlausn og framvindu ýmissa mála sem þarf að leysa úr. Þetta skilja allir sem vilja enda ljóst að einsleitni er samfélaginu ekki til góðs. Líkt og það skiptir okkur máli að hafa jöfn hlutföll kynja á flestum sviðum þá þarf líka að horfa til annarra þátta eins til að tryggja að sú breidd nái út á öll svið samfélags okkar og að fjölbreytni ríki við stjórnun samfélags okkar. Hugmyndafræði þessi er ekki ný og hafa stofnanir t.d. í Bandaríkjunum tekið mun víðari nálgun í viðmiðum við ákvörðun um stöðuveitingar, þ.m.t. kynhneigð og kynþáttar svo dæmi sé tekið. Stjórnmálaflokkar mættu einnig taka þetta til sin og sýna gott fordæmi, of mikil einsleitni innan stjórnmálaflokka getur líka haft neikvæð áhrif og jafnvel staðið því í vegi að málefni fái réttmæta umræðu. Það er staðreynd að hefðbundin kynjaviðmið eru ekki nóg til að tryggja réttindi allra að jöfnum möguleikum þegar kemur að stöðuveitingum. Hér er undirritaður eingöngu að vekja athygli á umræðu um að útvíkka nálgun við mat á ráðningum í opinbera stöður enda þarf hið opinbera að sýna gott fordæmi þegar kemur að gefa flestum tækifæri og tryggja jafnrétti í víðum skilningi. Höfundur er lögmaður/MBA
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun