Jafnréttismál

Fréttamynd

Rauðir sokkar á 1. maí

Þegar þetta er skrifað að morgni 1. maí, eru 55 ár síðan ég gekk niður Laugaveg, fram hjá meðal annars stórri styttu af konu og hópi kvenna sem flestar voru á rauðum sokkum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segist hafa skipað þá aðila sem hún taldi hæfasta í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þingmaður Miðflokksins gagnrýndi ráðherra fyrir að gæta ekki jafnréttislaga við skipun stjórnarinnar en áttatíu prósent nýrra stjórnarmanna eru karlmenn.

Innlent
Fréttamynd

Hittumst á rauðum sokkum 1. maí

Á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí á hverju ári söfnumst við saman, fögnum áfangasigrum verkalýðshreyfingarinnar og leggjum fram kröfur okkar til að móta framtíðarsýn um það samfélag sem við viljum byggja fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Í tilefni af Kvennaári 2025 munu konur taka yfir sviðið í baráttudagskrá stéttarfélaga um land allt.

Skoðun
Fréttamynd

Konur og menntun

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um menntun kvenna og karla út frá gögnum Hagstofu Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar

Meðal þeirra sem sérstaklega voru fengnir til að vega og meta stjórnartillögu til þingsályktunar, þeirrar sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram um jafnréttismál, er Kennarasamband Íslands. KÍ fagnar tillögunni og vonar að hún nái fram að ganga.

Innlent
Fréttamynd

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“

Tilvitnunin í fyrirsögn er úr ræðu Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns, sem hann flutti þann 18. mars sl. á Alþingi þegar frumvarp Diljár Mistar Einarsdóttur um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og stjórnsýslu jafnréttismála var til umræðu

Skoðun
Fréttamynd

Telja á­kvæði jafn­réttislaga ekki ná yfir trans konur

Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í dag að ákvæði jafnréttislaga um konur næðu aðeins til „líffræðilegs kyns“ en ekki trans kvenna. Hópur andstæðinga trans fólks háði áralanga baráttu fyrir dómstólum til þess að fá þá niðurstöðu fram.

Erlent
Fréttamynd

„Vókið“ er dul­búin frestunarárátta

Loksins! Loksins vekja fjölmiðlar máls á hugtakinu „vók“. Ekki svo að skilja að ég haldi því fram að orðið hafi ekki legið eins og hlussuleg mara yfir samfélagsumræðunni, eins og ósýnileg vofa sem bjó um sig í sameiginlegu hugskoti samfélagsins síðla árs 2012, en stígur ekki fram fyrr en nú og kynnir sig með nafni. Nei, engum yrði ágengt að neita því, enda á allt framangreint við um orðskrýpið „woke“.

Skoðun
Fréttamynd

Allir og amma þeirra keppast um að skil­greina „woke“

Rökræður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Hallgríms Helgasonar, rithöfundar, um hugtakið „woke“ hafa ýtt af stað mikilli umræðu um hugtakið, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Ekki sér fyrir endann á skoðanaskiptum Sólveigar og Hallgríms.

Innlent
Fréttamynd

Sagði Sól­veigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“

Það dró til óvæntra tíðinda í umræðuþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag þegar Hallgrímur Helgason sakaði Sólveigu Önnu um að tala eins og Trump, þegar hún sagði alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ Hallgrímur sagðist ekki trúa eigin eyrum þegar hann heyrði skoðanir Sólveigar en baðst að lokum afsökunar á því að hafa sakað hana um Trumpisma.

Innlent
Fréttamynd

Þegar vald óttast þekkingu

Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda.

Skoðun
Fréttamynd

„Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að kynjafræði sé pólitísk í eðli sínu, og furðar sig á því að látið sé eins og hún sé að einhverju leyti hlutlaus þegar menn eru að innleiða róttæka kynjafræði á svið skólanna, eins og hann orðar það. Hann segir gífurlegan fjölda fólks hafa komið að máli við sig og þakkað honum fyrir að ræða þessi mál.

Innlent
Fréttamynd

Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heims­byggðina

Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð.

Innlent
Fréttamynd

Segir Við­reisn ófor­betran­legan stjórn­lyndis­flokk

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta.

Innlent
Fréttamynd

Laun kvenna og karla

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla.

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum jafnan rétt for­eldra

Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrir­tæki fram­tíðarinnar

„Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Skrautfjöðurin jafnlaunavottun

Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“.

Skoðun
Fréttamynd

Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar

Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar.

Lífið