Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Lovísa Arnardóttir skrifar 4. desember 2025 07:33 Matráðurinn starfaði á leikskóla sem áður var með mötuneyti en fær nú aðsendan mat. Vísir/Vilhelm Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Reykjavíkurborg braut ekki jafnréttislög með því að segja upp matráði við leikskóla í september 2023 á meðan hún var í fæðingarorlofi. Ákveðið var að útvista mötuneytisþjónustu til einkaaðila. Tvö stöðugildi voru lögð niður við breytingarnar en annar starfsmaðurinn var færður til í starfi. Konan vildi ekki þiggja annað starf hjá leikskólanum við breytingarnar eða hjá fyrirtækinu sem tók við mötuneytinu. Matráðurinn kærði ákvörðun borgarinnar um að segja henni upp störfum og hélt því fram að uppsögnina hefði mátt rekja til töku fæðingarorlofs og að henni hafi þannig verið mismunað á grundvelli kyns. Kærunefndin kemst að því í málinu að uppsögnin hafi grundvallast á ástæðum sem voru ótengdar meðgöngu hennar eða barnsburði. Úrskurður nefndarinnar er frá því 20. nóvember en var aðeins nýlega birtur. Fram kemur í úrskurðinum að Efling hafi kært uppsögnina fyrir hennar hönd í janúar árið 2024 en henni var sagt upp störfum í september 2023. Skipulagsbreytingar á meðan fæðingarorlofi stóð Konan starfaði sem yfirmaður mötuneytis, eða matráður, á leikskóla í Reykjavík og tilkynnti í maí árið 2022 um þungun sína og að hún ætlaði að hefja fæðingarorlof sitt í janúar 2023. Í október fór konan í veikindaleyfi og var í því þar til barnið fæddist í janúar 2033. Konan átti svo að snúa aftur til vinnu, samkvæmt úrskurðinum, í janúar árið 2024. Konunni var sagt upp starfi sínu með samningsbundnum uppsagnarfresti með bréfi þann 20. september 2023 og vísað. Í uppsagnarbréfinu var tekið fram að ástæða uppsagnarinnar væri skipulagsbreytingar sem fælust í því að mötuneytisþjónustu leikskólans yrði útvistað til einkaaðila. Konan var þá í fæðingarorlofi og mótmælti stéttarfélagið uppsögn konunnar fimm dögum síðar og vísaði til þess að ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýni fram á að önnur sjónarmið en fæðingarorlof konunnar hafi ráðið för og því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns síns. Einnig var vísað til þess að engum öðrum starfsmanni hafi verið sagt upp vegna skipulagsbreytinganna og til þess að Reykjavíkurborg hafi í uppsagnarbréfi aðeins vísað til skipulagsbreytinga en ekki hagræðingar. Bent er á í bréfinu að viku áður en konunni var sagt upp hafi systir leikskólastjórans hafið störf í mötuneyti leikskólans og starfi þar enn. Borgin bendir á að þó svo að réttur barnshafandi og fólks í fæðingarorlofi sé tryggður feli það ekki í sér takmörkun á rétti atvinnurekenda til að gera almennar rekstrarbreytingar.Vísir/Vilhelm Boðin önnur vinna Fram kemur í svörum Reykjarvíkurborgar að konunni hafi verið tjáð í samtali við leikskólastjóra að til stæði að gera slíkar skipulagsbreytingar á leikskólanum og henni boðið að taka við starfi hjá fyrirtækinu sem ætti að sjá um matinn eða starfi leiðbeinanda á leikskólanum. Konan hafi ekki viljað þiggja það boð. Þá bendir borgin á að ákvörðun um slíka skipulagsbreytingu, að fá utanaðkomandi til að elda matinn, rúmist innan stjórnunarréttar leikskólastjóra og að ákvörðunin hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Leikskólastjórinn hafi metið svo að slíkt fyrirkomulag myndi einfalda reksturinn og umrætt fyrirtæki hafi tekið við öllum verkum konunnar. Því hafi ákvörðunin ekki haft neitt með það að gera að hún hafi verið í fæðingarorlofi. Þá bendir borgin á að samhliða þessu hafi starf aðstoðarmanns í eldhúsi verið lagt niður og starfsmaður sem sinnti því starfi áður hafi farið í annað starf innan leikskólans. Eftir skipulagsbreytingar hafi hins vegar verið ráðinn inn nýr starfsmaður í 30 prósenta starfi sem sinni að hluta til starfi aðstoðarmanns í eldhúsi, þ.e. uppvaski í eldhúsi í hádeginu auk annarra starfa sem tengist ekki eldhúsinu. Starfið sé að umfangi og ábyrgð afar frábrugðið starfi yfirmanns mötuneytis. Starfsmaðurinn hafi verið ráðinn í lok ágúst 2023. Megi gera skipulagsbreytingar Þá bendir borgin einnig á að þó svo að réttur barnshafandi fólks og fólks í fæðingarorlofi sé tryggður feli það ekki í sér takmörkun á rétti atvinnurekenda til að gera almennar rekstrarbreytingar sem kunna að hafa áhrif á starf starfsmanns á svipaðan hátt og þær hafa áhrif á störf annarra starfsmanna. Útvistun mötuneytis hafi verið almenn breyting á rekstri og skipulagi sem hafi meðal annars leitt til þess að störf tveggja starfsmanna sem hafi starfað í eldhúsi leikskólans væru ekki lengur til. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að hafa verði í huga að hvorki sé ólögmætt að breyta verkefnum starfsmanns né segja starfsmanni upp störfum þegar hann er í fæðingarorlofi sé það grundvallað á öðrum ástæðum en fæðingarorlofi eða ástæðum tengdum meðgöngu og barnsburði. Ekki mismunað á grundvelli kyns Það verði aðrar og raunverulegar ástæður að liggja til grundvallar uppsögn starfsmanns þegar hann nýtur fæðingarorlofs og í þessu máli liggi fyrir að Reykjavíkurborg gerði breytingar á skipulagi á leikskólanum sem fólust í því að útvista rekstri mötuneytis. Ákvörðunin hafi haft áhrif á tvo starfsmenn í mötuneyti. Nefndin telur að góður rökstuðningur hafi verið fyrir uppsögninni en að hann hafi þó verið „í knappasta lagi“. Ákvörðunin hafi þannig fallið undir það svigrúm sem atvinnurekandi hefur til slíkra skipulagsbreytinga. Ákvörðunin hafi ekki bara haft áhrif á konuna og að henni hafi verið boðið annað starf. Því geti nefndin ekki talið að uppsögnin hafi brotið á jafnréttislögum eða að henni hafi verið mismunað á grundvelli fæðingarorlofs eða öðrum ástæðum tengdum meðgöngunni eða barnsburðinum. Jafnréttismál Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Matráðurinn kærði ákvörðun borgarinnar um að segja henni upp störfum og hélt því fram að uppsögnina hefði mátt rekja til töku fæðingarorlofs og að henni hafi þannig verið mismunað á grundvelli kyns. Kærunefndin kemst að því í málinu að uppsögnin hafi grundvallast á ástæðum sem voru ótengdar meðgöngu hennar eða barnsburði. Úrskurður nefndarinnar er frá því 20. nóvember en var aðeins nýlega birtur. Fram kemur í úrskurðinum að Efling hafi kært uppsögnina fyrir hennar hönd í janúar árið 2024 en henni var sagt upp störfum í september 2023. Skipulagsbreytingar á meðan fæðingarorlofi stóð Konan starfaði sem yfirmaður mötuneytis, eða matráður, á leikskóla í Reykjavík og tilkynnti í maí árið 2022 um þungun sína og að hún ætlaði að hefja fæðingarorlof sitt í janúar 2023. Í október fór konan í veikindaleyfi og var í því þar til barnið fæddist í janúar 2033. Konan átti svo að snúa aftur til vinnu, samkvæmt úrskurðinum, í janúar árið 2024. Konunni var sagt upp starfi sínu með samningsbundnum uppsagnarfresti með bréfi þann 20. september 2023 og vísað. Í uppsagnarbréfinu var tekið fram að ástæða uppsagnarinnar væri skipulagsbreytingar sem fælust í því að mötuneytisþjónustu leikskólans yrði útvistað til einkaaðila. Konan var þá í fæðingarorlofi og mótmælti stéttarfélagið uppsögn konunnar fimm dögum síðar og vísaði til þess að ekki hafi verið lögð fram gögn sem sýni fram á að önnur sjónarmið en fæðingarorlof konunnar hafi ráðið för og því hafi henni verið mismunað á grundvelli kyns síns. Einnig var vísað til þess að engum öðrum starfsmanni hafi verið sagt upp vegna skipulagsbreytinganna og til þess að Reykjavíkurborg hafi í uppsagnarbréfi aðeins vísað til skipulagsbreytinga en ekki hagræðingar. Bent er á í bréfinu að viku áður en konunni var sagt upp hafi systir leikskólastjórans hafið störf í mötuneyti leikskólans og starfi þar enn. Borgin bendir á að þó svo að réttur barnshafandi og fólks í fæðingarorlofi sé tryggður feli það ekki í sér takmörkun á rétti atvinnurekenda til að gera almennar rekstrarbreytingar.Vísir/Vilhelm Boðin önnur vinna Fram kemur í svörum Reykjarvíkurborgar að konunni hafi verið tjáð í samtali við leikskólastjóra að til stæði að gera slíkar skipulagsbreytingar á leikskólanum og henni boðið að taka við starfi hjá fyrirtækinu sem ætti að sjá um matinn eða starfi leiðbeinanda á leikskólanum. Konan hafi ekki viljað þiggja það boð. Þá bendir borgin á að ákvörðun um slíka skipulagsbreytingu, að fá utanaðkomandi til að elda matinn, rúmist innan stjórnunarréttar leikskólastjóra og að ákvörðunin hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum. Leikskólastjórinn hafi metið svo að slíkt fyrirkomulag myndi einfalda reksturinn og umrætt fyrirtæki hafi tekið við öllum verkum konunnar. Því hafi ákvörðunin ekki haft neitt með það að gera að hún hafi verið í fæðingarorlofi. Þá bendir borgin á að samhliða þessu hafi starf aðstoðarmanns í eldhúsi verið lagt niður og starfsmaður sem sinnti því starfi áður hafi farið í annað starf innan leikskólans. Eftir skipulagsbreytingar hafi hins vegar verið ráðinn inn nýr starfsmaður í 30 prósenta starfi sem sinni að hluta til starfi aðstoðarmanns í eldhúsi, þ.e. uppvaski í eldhúsi í hádeginu auk annarra starfa sem tengist ekki eldhúsinu. Starfið sé að umfangi og ábyrgð afar frábrugðið starfi yfirmanns mötuneytis. Starfsmaðurinn hafi verið ráðinn í lok ágúst 2023. Megi gera skipulagsbreytingar Þá bendir borgin einnig á að þó svo að réttur barnshafandi fólks og fólks í fæðingarorlofi sé tryggður feli það ekki í sér takmörkun á rétti atvinnurekenda til að gera almennar rekstrarbreytingar sem kunna að hafa áhrif á starf starfsmanns á svipaðan hátt og þær hafa áhrif á störf annarra starfsmanna. Útvistun mötuneytis hafi verið almenn breyting á rekstri og skipulagi sem hafi meðal annars leitt til þess að störf tveggja starfsmanna sem hafi starfað í eldhúsi leikskólans væru ekki lengur til. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að hafa verði í huga að hvorki sé ólögmætt að breyta verkefnum starfsmanns né segja starfsmanni upp störfum þegar hann er í fæðingarorlofi sé það grundvallað á öðrum ástæðum en fæðingarorlofi eða ástæðum tengdum meðgöngu og barnsburði. Ekki mismunað á grundvelli kyns Það verði aðrar og raunverulegar ástæður að liggja til grundvallar uppsögn starfsmanns þegar hann nýtur fæðingarorlofs og í þessu máli liggi fyrir að Reykjavíkurborg gerði breytingar á skipulagi á leikskólanum sem fólust í því að útvista rekstri mötuneytis. Ákvörðunin hafi haft áhrif á tvo starfsmenn í mötuneyti. Nefndin telur að góður rökstuðningur hafi verið fyrir uppsögninni en að hann hafi þó verið „í knappasta lagi“. Ákvörðunin hafi þannig fallið undir það svigrúm sem atvinnurekandi hefur til slíkra skipulagsbreytinga. Ákvörðunin hafi ekki bara haft áhrif á konuna og að henni hafi verið boðið annað starf. Því geti nefndin ekki talið að uppsögnin hafi brotið á jafnréttislögum eða að henni hafi verið mismunað á grundvelli fæðingarorlofs eða öðrum ástæðum tengdum meðgöngunni eða barnsburðinum.
Jafnréttismál Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira