Tímamót og bylting í nýju Konukoti Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2025 09:31 Soffía Hjördís segir starfsfólk spennt að taka á móti konunum í nýtt Konukot. Vísir/Vilhelm Mikil eftirvænting er meðal starfsfólks Rótarinnar og Reykjavíkurborgar eftir opnun nýs húsnæðis Konukots í desember. Starfsleyfið var formlega gefið út í síðustu viku og stendur til að flytja starfsemina í desember og opna samhliða því nýtt tímabundið húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafa glímt við heimilisleysi Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir þetta mikið framfaraskref og starfsfólk afar spennt. Konukot hefur síðustu tuttugu árin verið rekið hér í Eskihlíðinni en eftir margra mánaða leit að nýju húsnæði fannst húsnæði í Ármúla 34. „Við erum að fara í nýtt húsnæði sem nær að uppfylla betur þarfir húsnæðis fyrir neyðarskýli með tilliti til öryggis, yfirsýnar og aðgengismála. Rótin rekur neyðarskýli fyrir konur fyrir Reykjavíkurborg og fyrra húsnæði mætti ekki nútímakröfum um aðgengismál og þar að auki var löngu kominn tími á viðhald hússins. Í nýja húsnæðinu verðum við með alla starfsemi á einni hæð, bætum starfsmannaaðstöðu og fjölgum herbergjum sem innihalda svefnrými sem tryggir aukið næði fyrir konur en mjög mikilvægt er að við stuðlum að ró og öryggi í neyðarúrræðum okkar,“ segir Soffía. Þrjár konur geta gist í hverju herbergi í Konukoti en Soffía vonar að það verði stundum hægt að leyfa þeim að vera færri en það. Vísir/Vilhelm Nýtt tímabundið húsnæði Samhliða flutningi er einnig verið að opna nýtt húsnæðisúrræði til að styðja betur við konur sem hafa langvarandi reynslu af heimilisleysi. „Þeim býðst stuðningur frá starfsfólki við að aðlagast búsetu og öllu því sem tengist að eiga heimili. Við munum því bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari búsetukosti fyrir konur,“ segir Soffía. Úrræðin eru á sama stað á ólíkum hæðum. Á neðri hæðinni er Konukot og þar er að finna fjögur svefnherbergi, hvert með þremur rúmum, setustofu og eldhús. „Við erum að fjölga um svefnherbergi þannig gestir geti fengið betri aðstöðu. Það eru færri saman í einu rými. Við nýttum kjallarann í Konukoti til svefnrýma. Þar eru ekki lokuð herbergi,“ segir Soffía og að þannig verði núna auðveldara að tryggja ró og næði fyrir konurnar sem nýta þjónustuna. Setustofan í Konukoti. Þar á eftir að skreyta með myndum og koma fyrir sjónvarpi. Vísir/Vilhelm Meira færi á að vera í næði Á hæðinni verður að finna skrifstofu fyrir starfsfólk Rótarinnar en Soffía segir það aðallega fyrir dagvinnu. Annars sé gert ráð fyrir því að starfsfólk dvelji í sameiginlegu rými með konunum og veiti þeim stuðning þar. Einnig verður á hæðinni að vinna viðtalsherbergi fyrir félagsráðgjafa, heilbrigðisþjónustu og aðra stuðningsaðila. „Það er rosalega mikilvægt fyrir neyðarþjónustuna að geta komið á vettvang.“ Til vinstri eru herbergin og til hægri setustofa og eldhús. Soffía segir til bóta að flóttaleiðir séu vel tryggðar í húsinu. Vísir/Vilhelm Tvö sameiginleg rými eru í Konukoti en Soffía segir að með fjölgun herbergja gefist einnig meira færi fyrir konurnar að vera í næði inni á herbergi. „Það var svo erfitt að koma sér úr almennu rýmunum,“ segir hún um Konukot í Eskihlíðinni. Hún segir auðvitað kosti og galla við hvert húsnæði og ókosturinn við þetta rými sé að það sé ekkert grænt svæði fyrir utan eins og er í Eskihlíðinni en kosturinn við nýja húsnæðið sé að auðveldara sé að tryggja öryggi og að flóttaleiðir séu vel tryggðar. Auk þess er nú að finna fyrstu skipti í Konukoti lyftu sem auðveldar aðgengi viðbragðsaðila komi eitthvað fyrir. Sumar reglur þurfi að sníða með konunum Soffía segir enn eftir að eiga að finna út úr ýmsu, eins og hvar konurnar muni geta reykt. „Þetta er þannig starfsemi að við verðum að sníða allar reglur með gestunum,“ segir hún og að þannig sé líklegra að farið sé eftir þeim reglum sem eru settar. Á efri hæðinni er svo að finna nýtt búsetuúrræði sem er rekið af Reykjavíkurborg. Þar eru sex herbergi fyrir konur sem verða þeirra heimili. Í hverju herbergi er rúm, rúmgóður skápur og skrifborð. Soffía segir hverja konu svo geta gert rýmið að sínu eigin. Herbergin eru öll með rúmi, skáp, vaski og skrifborði. Vísir/Vilhelm „Þær geta sett sinn brag á þetta og gert það heimilislegt. Þær munu eiga heima hérna og verða með leigusamning. Markmið með búsetunni verður að meta stuðningsþarfir til að geta úthlutað til lengri tíma,“ segir Soffía og ítrekar að stuðningurinn sé einstaklingsmiðaður. Hún segir að herbergjunum verði úthlutað í desember og að gert sé ráð fyrir því að hver kona muni geta dvalið í herberginu í allt að ár. Konur mega vera í vinnu meðan þær dvelja en ekki verður gert ráð fyrir því að börn dvelji í húsnæðinu. Ekki er gert ráð fyrir samgangi á milli hæða en Soffía segir það samt verkefni að finna út úr því. Það verði ekki heimilt að fá gesti en það verði sannarlega áskorun að finna út úr því vegna þess að konurnar augljóslega þekkjast. „Þetta verður mjög fínt. Það vantar dálítið þennan mannlega brag,“ segir Soffía sem er spennt að fá konurnar í húsið seinna í desember. Konurnar munu geta eldað saman eða í sitthvoru lagi hér í eldhúsinu. Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlega gaman að vera hérna og það eru allir svo spenntir. Starfsmenn eru ótrúlega metnaðarfullir. Þetta er fólk sem er sérvalið út frá því að þau bæti lífskjör og mannréttindi þessa fólks.“ Gert er ráð fyrir að Rótin afhendi Reykjavíkurborg húsnæðið í Eskihlíð í janúar. Soffía segir enn óráðið hvað verði gert við húsnæðið. „Það þarf að endurmeta húsnæðið, kanna möguleika og framtíðarnýtingu,“ segir hún og að þarfir neyðarskýlis séu mjög sérhæfðar. Mögulega sé hægt að nota húsnæðið í eitthvað annað en mögulega ekki. „Okkur þykir auðvitað alltaf mjög vænt um húsið. En þetta er rökrétt skref.“ Skrímslavæðing á jaðarsettum hópi Í október hafnaði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og gætu smitað sjúklinga af berklum. Kæra Sameindar byggði fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkurinn gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddir fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Talskona Konukots og framkvæmdastýra Rótarinnar, Kristín I. Pálsdóttir, sagði kæruna í sumar skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum. Sameiginlegt eldhús og setustofa er á efri hæð húsnæðisins þar sem er að finna sex tímabundin húsnæðisúrræði fyrir konur sem glímt hafa við heimilisleysi. Vísir/Vilhelm Soffía segir í raun hafa verið leyst úr þessu máli með úrskurði úrskurðarnefndarinnar en segir rekstraraðila alltaf opna fyrir samtali, við alla nágranna. „Við viljum bregðast fljótt við og höfum átt góð samtöl við fólk í húsinu. Til að tryggja styttri boðleiðir þannig fólk standi ekki eitt ef það hefur spurningar. Þegar koma á upp húsnæði eða þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi fáum við oft athugasemdir frá umhverfinu og við leggjum upp úr því að eiga í góðu samráði við nágranna, ræða málin og bregðast fljótt við ef þörf er á. Í langflestum tilfellum gengur samstarf okkar vel við nágranna,“ segir Soffía. Málefni heimilislausra Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Geðheilbrigði Félagsmál Jafnréttismál Tengdar fréttir Flutningur Konukots mikið framfaraskref en skilur áhyggjur nágranna Konukot hefur síðustu tuttugu árin verið rekið hér í Eskihlíðinni en eftir margra mánaða leit að nýju húsnæði stendur til að flytja í nýtt húsnæði í Ármúla í ágúst eða september. Deildarstjóri málaflokks heimilislausra segir flutninginn mikið framfaraskref. Þau skilji áhyggjur nýrra nágranna en vilji vera í góðu samstarfi. 8. júní 2025 23:20 Missa fatamarkaðinn með flutningi Konukots í Ármúla Síðasti opnunardagur Kotsins – fatamarkaðar er í dag. Kotið hefur síðasta árið verið rekið í húsnæði Konukots. Þar er seldur fatnaður til styrktar Konukots. Þar hafa konurnar sem dvelja í Konukoti einnig getað fengið föt eða verslað þau. 31. maí 2025 10:51 Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19. maí 2024 08:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Soffía Hjördís Ólafsdóttir, deildarstjóri málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir, segir þetta mikið framfaraskref og starfsfólk afar spennt. Konukot hefur síðustu tuttugu árin verið rekið hér í Eskihlíðinni en eftir margra mánaða leit að nýju húsnæði fannst húsnæði í Ármúla 34. „Við erum að fara í nýtt húsnæði sem nær að uppfylla betur þarfir húsnæðis fyrir neyðarskýli með tilliti til öryggis, yfirsýnar og aðgengismála. Rótin rekur neyðarskýli fyrir konur fyrir Reykjavíkurborg og fyrra húsnæði mætti ekki nútímakröfum um aðgengismál og þar að auki var löngu kominn tími á viðhald hússins. Í nýja húsnæðinu verðum við með alla starfsemi á einni hæð, bætum starfsmannaaðstöðu og fjölgum herbergjum sem innihalda svefnrými sem tryggir aukið næði fyrir konur en mjög mikilvægt er að við stuðlum að ró og öryggi í neyðarúrræðum okkar,“ segir Soffía. Þrjár konur geta gist í hverju herbergi í Konukoti en Soffía vonar að það verði stundum hægt að leyfa þeim að vera færri en það. Vísir/Vilhelm Nýtt tímabundið húsnæði Samhliða flutningi er einnig verið að opna nýtt húsnæðisúrræði til að styðja betur við konur sem hafa langvarandi reynslu af heimilisleysi. „Þeim býðst stuðningur frá starfsfólki við að aðlagast búsetu og öllu því sem tengist að eiga heimili. Við munum því bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari búsetukosti fyrir konur,“ segir Soffía. Úrræðin eru á sama stað á ólíkum hæðum. Á neðri hæðinni er Konukot og þar er að finna fjögur svefnherbergi, hvert með þremur rúmum, setustofu og eldhús. „Við erum að fjölga um svefnherbergi þannig gestir geti fengið betri aðstöðu. Það eru færri saman í einu rými. Við nýttum kjallarann í Konukoti til svefnrýma. Þar eru ekki lokuð herbergi,“ segir Soffía og að þannig verði núna auðveldara að tryggja ró og næði fyrir konurnar sem nýta þjónustuna. Setustofan í Konukoti. Þar á eftir að skreyta með myndum og koma fyrir sjónvarpi. Vísir/Vilhelm Meira færi á að vera í næði Á hæðinni verður að finna skrifstofu fyrir starfsfólk Rótarinnar en Soffía segir það aðallega fyrir dagvinnu. Annars sé gert ráð fyrir því að starfsfólk dvelji í sameiginlegu rými með konunum og veiti þeim stuðning þar. Einnig verður á hæðinni að vinna viðtalsherbergi fyrir félagsráðgjafa, heilbrigðisþjónustu og aðra stuðningsaðila. „Það er rosalega mikilvægt fyrir neyðarþjónustuna að geta komið á vettvang.“ Til vinstri eru herbergin og til hægri setustofa og eldhús. Soffía segir til bóta að flóttaleiðir séu vel tryggðar í húsinu. Vísir/Vilhelm Tvö sameiginleg rými eru í Konukoti en Soffía segir að með fjölgun herbergja gefist einnig meira færi fyrir konurnar að vera í næði inni á herbergi. „Það var svo erfitt að koma sér úr almennu rýmunum,“ segir hún um Konukot í Eskihlíðinni. Hún segir auðvitað kosti og galla við hvert húsnæði og ókosturinn við þetta rými sé að það sé ekkert grænt svæði fyrir utan eins og er í Eskihlíðinni en kosturinn við nýja húsnæðið sé að auðveldara sé að tryggja öryggi og að flóttaleiðir séu vel tryggðar. Auk þess er nú að finna fyrstu skipti í Konukoti lyftu sem auðveldar aðgengi viðbragðsaðila komi eitthvað fyrir. Sumar reglur þurfi að sníða með konunum Soffía segir enn eftir að eiga að finna út úr ýmsu, eins og hvar konurnar muni geta reykt. „Þetta er þannig starfsemi að við verðum að sníða allar reglur með gestunum,“ segir hún og að þannig sé líklegra að farið sé eftir þeim reglum sem eru settar. Á efri hæðinni er svo að finna nýtt búsetuúrræði sem er rekið af Reykjavíkurborg. Þar eru sex herbergi fyrir konur sem verða þeirra heimili. Í hverju herbergi er rúm, rúmgóður skápur og skrifborð. Soffía segir hverja konu svo geta gert rýmið að sínu eigin. Herbergin eru öll með rúmi, skáp, vaski og skrifborði. Vísir/Vilhelm „Þær geta sett sinn brag á þetta og gert það heimilislegt. Þær munu eiga heima hérna og verða með leigusamning. Markmið með búsetunni verður að meta stuðningsþarfir til að geta úthlutað til lengri tíma,“ segir Soffía og ítrekar að stuðningurinn sé einstaklingsmiðaður. Hún segir að herbergjunum verði úthlutað í desember og að gert sé ráð fyrir því að hver kona muni geta dvalið í herberginu í allt að ár. Konur mega vera í vinnu meðan þær dvelja en ekki verður gert ráð fyrir því að börn dvelji í húsnæðinu. Ekki er gert ráð fyrir samgangi á milli hæða en Soffía segir það samt verkefni að finna út úr því. Það verði ekki heimilt að fá gesti en það verði sannarlega áskorun að finna út úr því vegna þess að konurnar augljóslega þekkjast. „Þetta verður mjög fínt. Það vantar dálítið þennan mannlega brag,“ segir Soffía sem er spennt að fá konurnar í húsið seinna í desember. Konurnar munu geta eldað saman eða í sitthvoru lagi hér í eldhúsinu. Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlega gaman að vera hérna og það eru allir svo spenntir. Starfsmenn eru ótrúlega metnaðarfullir. Þetta er fólk sem er sérvalið út frá því að þau bæti lífskjör og mannréttindi þessa fólks.“ Gert er ráð fyrir að Rótin afhendi Reykjavíkurborg húsnæðið í Eskihlíð í janúar. Soffía segir enn óráðið hvað verði gert við húsnæðið. „Það þarf að endurmeta húsnæðið, kanna möguleika og framtíðarnýtingu,“ segir hún og að þarfir neyðarskýlis séu mjög sérhæfðar. Mögulega sé hægt að nota húsnæðið í eitthvað annað en mögulega ekki. „Okkur þykir auðvitað alltaf mjög vænt um húsið. En þetta er rökrétt skref.“ Skrímslavæðing á jaðarsettum hópi Í október hafnaði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og gætu smitað sjúklinga af berklum. Kæra Sameindar byggði fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkurinn gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddir fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Talskona Konukots og framkvæmdastýra Rótarinnar, Kristín I. Pálsdóttir, sagði kæruna í sumar skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum. Sameiginlegt eldhús og setustofa er á efri hæð húsnæðisins þar sem er að finna sex tímabundin húsnæðisúrræði fyrir konur sem glímt hafa við heimilisleysi. Vísir/Vilhelm Soffía segir í raun hafa verið leyst úr þessu máli með úrskurði úrskurðarnefndarinnar en segir rekstraraðila alltaf opna fyrir samtali, við alla nágranna. „Við viljum bregðast fljótt við og höfum átt góð samtöl við fólk í húsinu. Til að tryggja styttri boðleiðir þannig fólk standi ekki eitt ef það hefur spurningar. Þegar koma á upp húsnæði eða þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi fáum við oft athugasemdir frá umhverfinu og við leggjum upp úr því að eiga í góðu samráði við nágranna, ræða málin og bregðast fljótt við ef þörf er á. Í langflestum tilfellum gengur samstarf okkar vel við nágranna,“ segir Soffía.
Málefni heimilislausra Fíkn Reykjavík Heilbrigðismál Geðheilbrigði Félagsmál Jafnréttismál Tengdar fréttir Flutningur Konukots mikið framfaraskref en skilur áhyggjur nágranna Konukot hefur síðustu tuttugu árin verið rekið hér í Eskihlíðinni en eftir margra mánaða leit að nýju húsnæði stendur til að flytja í nýtt húsnæði í Ármúla í ágúst eða september. Deildarstjóri málaflokks heimilislausra segir flutninginn mikið framfaraskref. Þau skilji áhyggjur nýrra nágranna en vilji vera í góðu samstarfi. 8. júní 2025 23:20 Missa fatamarkaðinn með flutningi Konukots í Ármúla Síðasti opnunardagur Kotsins – fatamarkaðar er í dag. Kotið hefur síðasta árið verið rekið í húsnæði Konukots. Þar er seldur fatnaður til styrktar Konukots. Þar hafa konurnar sem dvelja í Konukoti einnig getað fengið föt eða verslað þau. 31. maí 2025 10:51 Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19. maí 2024 08:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sjá meira
Flutningur Konukots mikið framfaraskref en skilur áhyggjur nágranna Konukot hefur síðustu tuttugu árin verið rekið hér í Eskihlíðinni en eftir margra mánaða leit að nýju húsnæði stendur til að flytja í nýtt húsnæði í Ármúla í ágúst eða september. Deildarstjóri málaflokks heimilislausra segir flutninginn mikið framfaraskref. Þau skilji áhyggjur nýrra nágranna en vilji vera í góðu samstarfi. 8. júní 2025 23:20
Missa fatamarkaðinn með flutningi Konukots í Ármúla Síðasti opnunardagur Kotsins – fatamarkaðar er í dag. Kotið hefur síðasta árið verið rekið í húsnæði Konukots. Þar er seldur fatnaður til styrktar Konukots. Þar hafa konurnar sem dvelja í Konukoti einnig getað fengið föt eða verslað þau. 31. maí 2025 10:51
Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19. maí 2024 08:00