Tengja loftmengun við aukna hættu á dauðsföllum í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 16:25 Loftmengun í Kænugarði í Úkraínu var ein sú mesta í heiminum í apríl. Yfirvöld ráðlögðu borgarbúum þá að halda sig inni við með lokaða glugga. WHO telur loftmengun ábyrga fyrir milljónum dauðsfalla á hverju ári. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Vísbendingar eru um að mikil loftmengun í borgum auki hættuna á dauðsföllum af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Of snemmt er þó sagt að fullyrða um bein tengsl þar á milli. Tvær nýjar rannsóknir sýna að með undirliggjandi sjúkdóma vegna mengunar hafi veikst verr af Covid-19 í löndum þar sem loftmengun er mikil en annars staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í rannsókn Harvard-háskóla í Bandaríkjunum sem hefur enn ekki verið ritrýnd reyndist dánartíðni aukast um allt að 15% á stöðum þar sem styrkur fínna rykagna hafði farið vaxandi árin fyrir heimsfaraldurinn, jafnvel þó að aukningin í mengun hefði verið tiltölulega lítil. „Mynstur í dánartíðni vegna Covid-19 fylgir almennt mynstri á svæðum með mikinn íbúaþéttleika og mikla PM2,5 mengun,“ segir í skýrslu Harvard. PM2,5 er tegund af fínu svifryki sem þekkt er að tengist öndunarfærasjúkdómum og lungnakrabbameini. Í sömu átt hnígur rannsókn Háskólans í Siena á Ítalíu og Árósarháskóla í Danmörku. Í henni komu fram möguleg tengsl mikillar loftmengunar og dauðfalla vegna Covid-19 á norðanverðri Ítalíu. Þannig var dánartíðni í héruðunum Langbarðalandi og Emilíu-Rómanja um 12% í faraldrinum en annars staðar á Ítalíu 4,5%. Mögulegt er talið að mikil loftmengun á Norður-Ítalíu, þar sem mikið af iðnaði landsins er staðsettur, hafi átt þátt í aukinni dánartíðni þar. Fleiri er þó talið geta spilað inn í, þar á meðal lýðfræðilegir þættir eins og aldur en einnig munur á heilbrigðisþjónustu og viðbúnaði á milli svæða. Loftmengun verður þegar um sjö milljónum manna að bana á ári, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Um 90% mannkyns býr á svæðum þar sem loftmengun er umfram heilnæmismörk. Rannsókn sem var gerð árið 2003 benti til þess að fólk sem bjó á svæðum þar sem loftmengun var mikil hafi verið meira en tvöfalt líklegri en aðrir til að láta lífið í Sars-faraldrinum sem geisaði árið 2002. Annað afbrigði kórónuveiru olli þeim faraldri. Maria Neira frá WHO segir að lönd í Rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu þar sem loftmengun er mikil ættu að gera sérstakar ráðstafanir. „Við ætlum að kortleggja menguðustu borgirnar á grundvelli gagnagrunns okkar til að styðja yfirvöld á þessum svæðum svo þau geti undirbúið viðbragðsáætlun við faraldrinum í samræmi við það,“ segir Neira.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Vísindi Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira