Ásgeir um Guðmund: Lausnin hans sú besta í heiminum og leikmennirnir byrja að trúa því Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 07:00 Ásgeir Örn lék lengi undir stjórn Guðmundar hjá landsliðinu og ber honum söguna vel. vísir/getty Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Sportið í dag Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson segist aldrei hafa verið ósáttur með lítinn spiltíma í landsliðinu enda hafi hann gert sér grein fyrir því að í byrjunarliðinu í hans stöðu hafi einn besti handboltamaður Íslands fyrr og síðar verið, Ólafur Stefánsson. Ásgeir Örn tilkynnti í gær að hann hugðist leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril; bæði hér heima sem og sem atvinnu- og landsliðsmaður. Hann var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi meðal annars um landsliðsferilinn sinn en eins og áður segir var hann í landsliðinu á sama tíma og Ólafur. „Auðvitað var það erfitt því tækifærin voru þar af leiðandi færri en ég var aldrei eitthvað fúll. Ég ákvað það mjög snemma að vera fúll yfir því að hann væri að spila. Meira segja þegar hann var lélegur, þá skildi maður að hann væri enn að spila því það höfðu þá allir trú á því að það gæti þá hrokkið í gang hvenær sem er í rauninni. Ég sætti mig algjörlega við það,“ sagði Ásgeir áður en hann hélt áfram að hrósa liðfélögum sínum. „Svo vorum við líka með Alexander sem er líka æðislegur. Ég held að þetta hafi þróast síðar meir. Við vorum þrír og þeir byrjuðu en svo kom ég fljótlega og hvíldi annan þeirra. Við vorum alir frekar fjölhæfir sem gerði það að verkum að við gátum róterað þessum tveimur stöðum þrír. Sem gerði það að verkum að þeir gátu einbeitt sér að því sem þeir gerðu vel. Óli gat farið í hornið varnarlega og við gátum tekið bakvörðinn og allt þetta. Við náðum góðri harmoníu í þetta.“ Næst barst talið að þjálfara landsliðsins, Guðmundi Guðmundssyni. Ásgeir bar honum söguna vel og sagði að það hafi verið virkilega gott að vinna með honum. „Hann er taktískt séð frábær. Þetta skipulag og þessi undirbúningsvinna. Það sem hann hefur sem er erfitt að „pinpointa“. Hann hefur barnslega trú á því sem að hann er að gera. Lausnin hans er sú allra, allra besta í heiminum. Hann trúir því svo innilega að leikmennirnir byrja að trúa því líka. Það er alveg geggjað „element“. Okkur leið alltaf eins og við værum með öll svör, alltaf. Hann náði að koma þessum skilaboðum þannig frá sér. Að hafa hann hoppandi á kuldaskónum þarna á hliðarlínunni þegar við erum að tapa, þetta kemur svo mikið frá hjartanu. Það er svo geggjað. Þú vilt svo spila fyrir þannig þjálfara.“ Klippa: Sportið í kvöld - Ásgeir Örn um Óla Stef og hvernig þjálfari Gummi er Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Sportið í dag Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira