Valkvæðar aðgerðir, rannsóknir og tannlækningar hefjast aftur 4. maí Kjartan Kjartansson skrifar 21. apríl 2020 14:44 Alma D. Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna þriðjudaginn 21. apríl 2020. Lögreglan Heilbrigðisráðherra ætlar að staðfesta fyrirmæli landlæknis um að takmörkunum á valaðgerðir, rannsóknir þeim tengdum og tannlækningar verði aflétt mánudaginn 4. maí þegar byrjað verður að slaka á sóttvarnaaðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum. Búist er við því að ráðherra birti auglýsingu um hvernig byrjað verður að aflétta takmörkunum vegna faraldursins í dag eða á morgun. Alma D. Möller, landlæknir, sagði að þar muni koma fram að hægt verði að byrja aftur valkvæðar aðgerðir, rannsóknir sem tengjast þeim og tannlækningar sem hafa verið takmarkaðar undanfarnar vikur á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Alma til þess að faraldurinn sé nú í rénun og að álag á heilbrigðiskerfið fari minnkandi. Hún hafi ráðfært sig við forstjóra Landspítalans og sjúkrahússins á Akureyri sem telji báðir óhætt að hefja þessar aðgerðir aftur með þeim fyrirvara að ekkert óvænt gerist með faraldurinn í millitíðinni. Beindi landlæknir þeim tilmælum til lækna að þeir settu sig í samband við skjólstæðinga sína og um að meta hverjir þeirra hafi mesta þörf fyrir meðferð, aðgerð eða rannsókn svo að þeir fái þjónustuna fyrstir. Miklir biðlistar eftir valkvæðum aðgerðum mynduðust í verkföllum heilbrigðisstarfsfólks árið 2015 sem tók langan tíma að vinda ofan af. Alma sagði á fundinum að hún væri ekki viss um að biðlistar hafi endilega lengst í ástandinu nú vegna þess að fólk hafi ekki komist í skoðun til að komast á biðlista eftir aðgerð. Hugur sé í forstjórum sjúkrahúsanna að hefja aðgerðir aftur til þess að biðlistar verði ekki lengri en þörf krefur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra ætlar að staðfesta fyrirmæli landlæknis um að takmörkunum á valaðgerðir, rannsóknir þeim tengdum og tannlækningar verði aflétt mánudaginn 4. maí þegar byrjað verður að slaka á sóttvarnaaðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum. Búist er við því að ráðherra birti auglýsingu um hvernig byrjað verður að aflétta takmörkunum vegna faraldursins í dag eða á morgun. Alma D. Möller, landlæknir, sagði að þar muni koma fram að hægt verði að byrja aftur valkvæðar aðgerðir, rannsóknir sem tengjast þeim og tannlækningar sem hafa verið takmarkaðar undanfarnar vikur á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísaði Alma til þess að faraldurinn sé nú í rénun og að álag á heilbrigðiskerfið fari minnkandi. Hún hafi ráðfært sig við forstjóra Landspítalans og sjúkrahússins á Akureyri sem telji báðir óhætt að hefja þessar aðgerðir aftur með þeim fyrirvara að ekkert óvænt gerist með faraldurinn í millitíðinni. Beindi landlæknir þeim tilmælum til lækna að þeir settu sig í samband við skjólstæðinga sína og um að meta hverjir þeirra hafi mesta þörf fyrir meðferð, aðgerð eða rannsókn svo að þeir fái þjónustuna fyrstir. Miklir biðlistar eftir valkvæðum aðgerðum mynduðust í verkföllum heilbrigðisstarfsfólks árið 2015 sem tók langan tíma að vinda ofan af. Alma sagði á fundinum að hún væri ekki viss um að biðlistar hafi endilega lengst í ástandinu nú vegna þess að fólk hafi ekki komist í skoðun til að komast á biðlista eftir aðgerð. Hugur sé í forstjórum sjúkrahúsanna að hefja aðgerðir aftur til þess að biðlistar verði ekki lengri en þörf krefur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira