Fleiri íbúðir á almennan leigumarkað vegna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 31. mars 2020 21:00 Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísir Um fimm til sex hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem hingað til hafa verið í skammtímaleigu gætu bæst við almennan leigumarkað sem gæti leitt til lækkunar leiguverðs. Hætt er þó við því að húsnæðisskortur skapist á næstu árum ef samdráttur í byggingariðnaði verður of mikill. Óvissa á húsnæðismarkaði hefur aukist verulega í ljósi kórónuveirufaraldursins samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Það hefur dregið verulega úr hækkunartakti fasteignaverðs og nú stendur fasteignaverð í raun og veru bara í stað miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurn mun að öllum líkindum minnka að minnsta kosti til skamms tíma. „En á móti vegur auðvitað stýrivaxtalækkun Seðlabankans og aðrar aðgerðir stjórnvalda en óvissan mun að sjálfsögðu valda því að margir halda að sér höndum.“ Þá hefur orðið töluverður samdráttur í skammtímaleigu íbúða til að mynda í gegn um Airbnb. „Markaðurinn hefur í raun og veru verið að dragast mjög mikið saman alveg síðan undir lok árs 2018. Við sjáum núna í febrúar að samdrátturinn er um 25-30 prósent.“ Erfitt sé að segja til um það hver áhrifin verði um lengri tíma. „Ef mikill samdráttur verður í ferðaþjónustunni til viðbótar við það sem nú hefur þegar gerst þá gætu þetta verið kannski fimm til sex hundruð íbúðir á næstu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og það er stór hluti af heildarfjölda þinglýstra leigusamninga á síðasta ári þannig að ég tel alveg góðar líkur á því að leiguverð gæti lækkað. Allavega á svæðum þar sem framboðsaukningin er hvað mest.“ Þá segir hann vísbendingar um yfirvofandi samdrátt í byggingariðnaði sem sé mikið áhyggjuefni. „Það er töluverð hætta á því að við getum lent í svipuðu ástandi og gerðist eftir hrun þegar mjög lítið var byggt og þegar uppgangurinn hófst hér fyrir alvöru þá rauk fasteignaverðið upp vegna skorts á húsnæði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Um fimm til sex hundruð íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem hingað til hafa verið í skammtímaleigu gætu bæst við almennan leigumarkað sem gæti leitt til lækkunar leiguverðs. Hætt er þó við því að húsnæðisskortur skapist á næstu árum ef samdráttur í byggingariðnaði verður of mikill. Óvissa á húsnæðismarkaði hefur aukist verulega í ljósi kórónuveirufaraldursins samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. „Það hefur dregið verulega úr hækkunartakti fasteignaverðs og nú stendur fasteignaverð í raun og veru bara í stað miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurn mun að öllum líkindum minnka að minnsta kosti til skamms tíma. „En á móti vegur auðvitað stýrivaxtalækkun Seðlabankans og aðrar aðgerðir stjórnvalda en óvissan mun að sjálfsögðu valda því að margir halda að sér höndum.“ Þá hefur orðið töluverður samdráttur í skammtímaleigu íbúða til að mynda í gegn um Airbnb. „Markaðurinn hefur í raun og veru verið að dragast mjög mikið saman alveg síðan undir lok árs 2018. Við sjáum núna í febrúar að samdrátturinn er um 25-30 prósent.“ Erfitt sé að segja til um það hver áhrifin verði um lengri tíma. „Ef mikill samdráttur verður í ferðaþjónustunni til viðbótar við það sem nú hefur þegar gerst þá gætu þetta verið kannski fimm til sex hundruð íbúðir á næstu mánuðum á höfuðborgarsvæðinu og það er stór hluti af heildarfjölda þinglýstra leigusamninga á síðasta ári þannig að ég tel alveg góðar líkur á því að leiguverð gæti lækkað. Allavega á svæðum þar sem framboðsaukningin er hvað mest.“ Þá segir hann vísbendingar um yfirvofandi samdrátt í byggingariðnaði sem sé mikið áhyggjuefni. „Það er töluverð hætta á því að við getum lent í svipuðu ástandi og gerðist eftir hrun þegar mjög lítið var byggt og þegar uppgangurinn hófst hér fyrir alvöru þá rauk fasteignaverðið upp vegna skorts á húsnæði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húsnæðismál Tengdar fréttir Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30 Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fleiri fréttir Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Sjá meira
Mikilvæg uppbygging í þágu heimilislausra Margir hafa réttilega lýst yfir áhyggjum af stöðu heimilislausra á þessum viðsjárverðu tímum. Þeir sem eiga hvergi heima geta ekki fylgt fyrirmælum um að halda sig heima og tilheyra auk þess mörg áhættuhópum sem setja þau í viðkvæma stöðu. 31. mars 2020 11:30
Hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir í mars Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um sautján hópuppsagnir hjá fyrirtækjum þar sem af er marsmánuði. Alls taka uppsagnirnar til 695 starfsmanna. 31. mars 2020 07:43
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18