Dagur 8: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:30 Garpur Elísabetarson er einn á einstöku ferðalagi um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Sjá meira
Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00