Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Jakob Bjarnar skrifar 1. apríl 2020 15:45 María Mjöll. Þau hjá utanríkisráðuneytinu standa í ströngu, hafa haft samband við Íslendinga sem staddir eru á erlendri grundu og kannað hug þeirra, hvort þeir kjósi að koma heim. Þeim upplýsingum er svo miðlað til Icelandair sem skipuleggur ferðir sem byggja á þeim upplýsingum. visir/vilhelm Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. Brottför frá Leifsstöð er klukkan níu um morguninn en frá Arlanda-flugvelli í Svíþjóð klukkan þrjú. Eins og Vísir hefur fjallað um er nú reynt að mæta margvíslegum vanda Íslendinga sem vilja komast heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Flugsamgöngur hafa verið stopular, fólk er fast á Spáni og einnig í Skandinavíu. Vísir ræddi í við Rúnar Vilhjálmsson prófessor sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega, telur þau skorta frumkvæði og hafi í raun afsalað sér öllum ráðum til Icelandair. Hann hefur lýst ýmsum vandkvæðum þeirra sem eru strandaglópar í Skandinavíu, en utanríkisráðuneytið hefur bent á áætlunarflug Icelandair til London í því samhengi, sem reynist mörgum erfitt að nýta sér. Rúnar Vilhjálmsson prófessor segir að til skemmri tíma verði að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu. Icelandair hefur nú tilkynnt um áætlun flugs til Stokkhólms, eftir viku. Kona Rúnars hefur ekki komist til landsins en hún vildi láta reyna á flug frá Stokkhólmi. Rúnar ritaði harðort bréf til utanríkisráðuneytisins, sem hann stílaði á Maríu Mjöll Jónsdóttur deildarstjóra upplýsingamála þar sem hann segir meðal annars að Icelandair hafi í hendi sér „í hvaða mæli, og hvernig, landið er opið gagnvart umheiminum þegar kemur að flutningum fólks og varnings á tímum almannavár.“ Rúnar telur að þessa óbeinu aðkomu stjórnvalda þurfi að endurskoða. „Til skemmri tíma verður að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu.“ María Mjöll segir að þau hjá utanríkisráðuneytinu hafi haft samband við flesta Íslendinga sem staddir eru erlendis og skráðir sem slíkir hjá ráðuneytinu og miðlað þeim upplýsingum til Icelandair. Sem þá skipuleggur flugferðir í samræmi við metna eftirspurn og þörf. Utanríkismál Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. Brottför frá Leifsstöð er klukkan níu um morguninn en frá Arlanda-flugvelli í Svíþjóð klukkan þrjú. Eins og Vísir hefur fjallað um er nú reynt að mæta margvíslegum vanda Íslendinga sem vilja komast heim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Flugsamgöngur hafa verið stopular, fólk er fast á Spáni og einnig í Skandinavíu. Vísir ræddi í við Rúnar Vilhjálmsson prófessor sem gagnrýnir stjórnvöld harðlega, telur þau skorta frumkvæði og hafi í raun afsalað sér öllum ráðum til Icelandair. Hann hefur lýst ýmsum vandkvæðum þeirra sem eru strandaglópar í Skandinavíu, en utanríkisráðuneytið hefur bent á áætlunarflug Icelandair til London í því samhengi, sem reynist mörgum erfitt að nýta sér. Rúnar Vilhjálmsson prófessor segir að til skemmri tíma verði að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu. Icelandair hefur nú tilkynnt um áætlun flugs til Stokkhólms, eftir viku. Kona Rúnars hefur ekki komist til landsins en hún vildi láta reyna á flug frá Stokkhólmi. Rúnar ritaði harðort bréf til utanríkisráðuneytisins, sem hann stílaði á Maríu Mjöll Jónsdóttur deildarstjóra upplýsingamála þar sem hann segir meðal annars að Icelandair hafi í hendi sér „í hvaða mæli, og hvernig, landið er opið gagnvart umheiminum þegar kemur að flutningum fólks og varnings á tímum almannavár.“ Rúnar telur að þessa óbeinu aðkomu stjórnvalda þurfi að endurskoða. „Til skemmri tíma verður að leysa vanda íslenskra standaglópa í Skandinavíu.“ María Mjöll segir að þau hjá utanríkisráðuneytinu hafi haft samband við flesta Íslendinga sem staddir eru erlendis og skráðir sem slíkir hjá ráðuneytinu og miðlað þeim upplýsingum til Icelandair. Sem þá skipuleggur flugferðir í samræmi við metna eftirspurn og þörf.
Utanríkismál Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24 Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Dauðsföllum fjölgar enn á Spáni og smit komin yfir hundrað þúsund Yfirvöld á Spáni hafa nú staðfest rúmlega hundrað þúsund smit þar í landi og dauðsföll hafa aldrei verið fleiri á einum degi. 1. apríl 2020 15:24
Óttaslegin á Spáni og komast ekki heim Gréta Jónsdóttir er föst á Spáni en hún og maður hennar eru bæði með undirliggjandi sjúkdóma sem setur þau í áhættuhóp. 1. apríl 2020 12:57