Fimmtungur íbúa New York gæti hafa smitast af Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2020 23:36 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. AP/John Minchillo Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós. Fimmtungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og eru frá New York borg greindust með mótefni við Covid-19. Reynist niðurstaðan rétt er útlit fyrir að sjúkdómurinn hafi náð mun meiri dreifingu í borginni en áður hefur verið talið. Allt að 2,7 milljónir manna gætu þá hafa smitast af veirunni. Stór meirihluti þeirra hefur þá ekki sýnt einkenni og ekki vitað af því að þau hafi smitast af veirunni, samkvæmt frétt New York Times. Embættismenn í New York telja að mótefnaskimun sé lykilatriði í því að létta á félagsforðun og endurræsa efnahag ríkisins og því hvort það sé óhætt. Í New York borg greindist 21 prósent þátttakenda með mótefni við Covid-19. Hlutfallið var 17 prósent í Long Island og minna annarsstaðar í ríkinu. Alls hafa 15.700 manns dáið vegna Covid-19 í New York. Ekki hefur verið staðfest hve mikla vörn mótefni við Covid-19 veita gegn sjúkdómnum og hve lengi ónæmi gæti varið. Þá varaði Cuomo við því að um bráðabirgðaniðurstöður væri að ræða. Sambærileg rannsókn í Kaliforníu sýndi að um fjögur prósent íbúa í Santa Clara sýslu höfðu smitast af veirunni og þó það sé ekki nærri því jafn hátt hlutfall og í New York, er það töluvert hærra en áður var talið. AP fréttaveitan segir að vísindamenn séu að skima fyrir mótefnum víðsvegar í Bandaríkjunum til að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar segja þörf á umfangsmiklum rannsóknum til að ná utan um raunverulega útbreiðslu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós. Fimmtungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og eru frá New York borg greindust með mótefni við Covid-19. Reynist niðurstaðan rétt er útlit fyrir að sjúkdómurinn hafi náð mun meiri dreifingu í borginni en áður hefur verið talið. Allt að 2,7 milljónir manna gætu þá hafa smitast af veirunni. Stór meirihluti þeirra hefur þá ekki sýnt einkenni og ekki vitað af því að þau hafi smitast af veirunni, samkvæmt frétt New York Times. Embættismenn í New York telja að mótefnaskimun sé lykilatriði í því að létta á félagsforðun og endurræsa efnahag ríkisins og því hvort það sé óhætt. Í New York borg greindist 21 prósent þátttakenda með mótefni við Covid-19. Hlutfallið var 17 prósent í Long Island og minna annarsstaðar í ríkinu. Alls hafa 15.700 manns dáið vegna Covid-19 í New York. Ekki hefur verið staðfest hve mikla vörn mótefni við Covid-19 veita gegn sjúkdómnum og hve lengi ónæmi gæti varið. Þá varaði Cuomo við því að um bráðabirgðaniðurstöður væri að ræða. Sambærileg rannsókn í Kaliforníu sýndi að um fjögur prósent íbúa í Santa Clara sýslu höfðu smitast af veirunni og þó það sé ekki nærri því jafn hátt hlutfall og í New York, er það töluvert hærra en áður var talið. AP fréttaveitan segir að vísindamenn séu að skima fyrir mótefnum víðsvegar í Bandaríkjunum til að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Sérfræðingar segja þörf á umfangsmiklum rannsóknum til að ná utan um raunverulega útbreiðslu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira