Nýsköpun: Viðskiptavinir geta séð hvað bankarnir gera við peningana Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:30 Vísir/Getty Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið. Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki hækkað? Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Launin okkar eru lögð inn á bankareikning, við geymum sparnaðinn okkar þar og við fáum lánað. Við endurgreiðum síðan bönkunum okkar lánið með vöxtum. Í sinni einföldustu mynd gætu flestir lýst bankaviðskiptunum sínum svona. Alls staðar keppast bankar síðan við að skapa sér jákvæða ásýnd þannig að viðskiptavinir velji þá umfram aðra banka. En nú er kominn enn eitt vinkillinn fyrir viðskiptavini banka í Bandaríkjunum og það er að velja viðskiptabanka sem fellur best að þeirra eigin gildum og lífsviðhorfum. Vefsíðan Mighty Deposits er hönnuð með gagnsæi banka að leiðarljósi. Gagnsæið felst þá í því að Mighty Deposits safnar saman og vinnur úr gögnum banka um fjárfestingar, fjárútlát og lánveitingar þeirra. Neytendur geta nálgast þessar upplýsingar með því að skrá sig á síðuna og óska eftir upplýsingum um þá banka sem þeir vilja skoða. Þá geta neytendur jafnframt valið stikkorð til að leita að bönkum sem fá hæstu einkunn miðað við þau atriði sem fólki finnst skipta mestu máli. Tökum JP Morgan Chase bankan sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum Mighty Deposit nýtir JP Morgan 15% af fjármagni sínu í útlán fasteignakaupa sem er 11% minna en aðrir bankar gera að meðaltali. Sömuleiðis nýtir bankinn 1% af fjármagni sínu í útlán fyrir smærri fyrirtæki sem eru 80% minna en bankar gera að meðaltali. Með þessum upplýsingum er neytendum ætlað að geta mátað sig við bankann miðað við þeirra eigin áherslur eða skoðanir. Að sögn forsvarsmanna Mighty Deposit varð hugmyndin að vefsíðunni til í kjölfar bankahneykslis Wells Fargo hér um árið en tekið skal fram að bandarískum bönkum er gert að skila inn umbeðnum upplýsingum samkvæmt lögum. Þannig segir Megan Hryndza, stofnandi vefsíðunnar, að þótt sagan sýni að fólk yfirgefi oft banka í kjölfar hneykslismála sé það almennt gott fyrir neytendur að vera upplýstir um það hvernig viðskiptin þeirra skila sér inn í samfélagið.
Nýsköpun Neytendur Fjármál Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki hækkað? Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Fleiri fréttir „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira