Telja mun fleiri hafa látist í Bandaríkjunum í upphafi faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 16:15 Kæligámar sem komið var fyrir við Bellevue-sjúkrahúsið í New York til að taka við líkum þeirra sem létust úr Covid-19 í mars. Vísir/EPA Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. Greining rannsakenda við lýðheilsuskóla Yale-háskóla fyrir Washington Post bendir til þess að umframdauðsföll hafi verið 15.400 fleiri í mars til 4. apríl en á sambærilegu tímabili í meðalári. Á sama tíma voru 8.128 dauðsföll opinberlega rakin til Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Það þýðir þó ekki að öll umframdauðsföllin hafi verið beinlínis vegna Covid-19. Inn í þeirri tölu er fólk sem lést vegna faraldursins því það þorði ekki að leita sér meðferðar gegn öðrum sjúkdómum auk mögulega náttúrulegrar sveiflu í dánartíðni á milli ára. Aðrir þættir eru sagðir geta haft áhrif á tölu látinna, bæði til hækkunar og lækkunar, þar á meðal sjálfsvíg, morð og bílslys. Engu að síður benda tölurnar til þess að alvarleiki faraldursins hafi verið verulega vanmetinn í Bandaríkjunum til þessa. Samkvæmt opinberum tölum hafa 54.000 manns látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi hafa fleiri látist í faraldrinum ef marka má opinberar tölur. Telur tölu látinna enn eiga eftir að hækka Lýðheilsusérfræðingar segja bandaríska dagblaðinu að seinkun á tilkynningum um dauðsföll auk þess sem nærri því öll ríki hafi í fyrstu aðeins talið dauðsföll þeirra sem höfðu greinst formlega með sjúkdóminn skýri að hluta til hvers vegna opinberar tölur segi aðeins hálfa söguna um fjölda látinna í faraldrinum. Fleiri lönd virðast enn vantelja raunverulegan fjölda látinna en víða hefur lítil skimun farið fram vegna veirunnar. Í Bretlandi er þannig talið að umtalsvert fleiri hafi látist en opinberar tölur gefa til kynna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York sem hefur verið miðpunktur faraldursins í Bandaríkjunum, gekkst við því í síðustu viku að opinberar tölur gæfu ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum þrátt fyrir að stjórnvöld þar hafi gengið lengra en flest önnur ríki í að telja fleiri dauðsföll. „Talan á eftir að fara upp. Þessi dauðsföll eru bara dauðsföll á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum. Þarna er ekki það sem er kallað heimadauðsföll,“ sagði Cuomo á blaðamannafundi í síðustu viku. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06 Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33 Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
Allt að tvöfalt fleiri gætu hafa látist af völdum nýs afbrigðis kórónuveiru í Bandaríkjunum á fyrstu vikum faraldursins en opinberar tölur segja til um. Rúmlega fimmtán þúsund fleiri dauðsföll urðu í Bandaríkjunum í mars en á venjulegu ári. Greining rannsakenda við lýðheilsuskóla Yale-háskóla fyrir Washington Post bendir til þess að umframdauðsföll hafi verið 15.400 fleiri í mars til 4. apríl en á sambærilegu tímabili í meðalári. Á sama tíma voru 8.128 dauðsföll opinberlega rakin til Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Það þýðir þó ekki að öll umframdauðsföllin hafi verið beinlínis vegna Covid-19. Inn í þeirri tölu er fólk sem lést vegna faraldursins því það þorði ekki að leita sér meðferðar gegn öðrum sjúkdómum auk mögulega náttúrulegrar sveiflu í dánartíðni á milli ára. Aðrir þættir eru sagðir geta haft áhrif á tölu látinna, bæði til hækkunar og lækkunar, þar á meðal sjálfsvíg, morð og bílslys. Engu að síður benda tölurnar til þess að alvarleiki faraldursins hafi verið verulega vanmetinn í Bandaríkjunum til þessa. Samkvæmt opinberum tölum hafa 54.000 manns látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Hvergi hafa fleiri látist í faraldrinum ef marka má opinberar tölur. Telur tölu látinna enn eiga eftir að hækka Lýðheilsusérfræðingar segja bandaríska dagblaðinu að seinkun á tilkynningum um dauðsföll auk þess sem nærri því öll ríki hafi í fyrstu aðeins talið dauðsföll þeirra sem höfðu greinst formlega með sjúkdóminn skýri að hluta til hvers vegna opinberar tölur segi aðeins hálfa söguna um fjölda látinna í faraldrinum. Fleiri lönd virðast enn vantelja raunverulegan fjölda látinna en víða hefur lítil skimun farið fram vegna veirunnar. Í Bretlandi er þannig talið að umtalsvert fleiri hafi látist en opinberar tölur gefa til kynna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York sem hefur verið miðpunktur faraldursins í Bandaríkjunum, gekkst við því í síðustu viku að opinberar tölur gæfu ekki rétta mynd af mannskaðanum í faraldrinum þrátt fyrir að stjórnvöld þar hafi gengið lengra en flest önnur ríki í að telja fleiri dauðsföll. „Talan á eftir að fara upp. Þessi dauðsföll eru bara dauðsföll á sjúkrahúsum eða hjúkrunarheimilum. Þarna er ekki það sem er kallað heimadauðsföll,“ sagði Cuomo á blaðamannafundi í síðustu viku.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06 Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33 Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
Mörg vandamál Bandaríkjanna í faraldrinum megi rekja til Trump Sökin á samhæfingarskorti vestanhafs liggur hjá Bandaríkjaforseta að sögn Kára Stefánssonar 24. apríl 2020 12:06
Tæplega fjögur þúsund dauðsföll skráð vegna Covid-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum Alls eru nú skráð 37.054 dauðsföll í Bandaríkjunum sem rakin eru til covid-19, en smitin telja nú alls 701.475 í landinu. 18. apríl 2020 07:33
Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Bandaríkjaforseti sakaði önnur ríki um að ljúga til um fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 á blaðamannafundi sínum í gær. 16. apríl 2020 06:43