Sögulegar kvikmyndir nú aðgengilegar á nýjum vef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 23:19 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði vefinn á dögunum. Stjórnarráðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði nýlega streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi. Á vefnum eru nú 300 myndskeið sem sýna Ísland og lífið í landinu á ýmsa vegu, menningu, sögulega atburði, náttúru og mannlíf. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er elsta efnið á vefnum frá árinu 1906 en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Er vefurinn unninn í samstarfi við Dansk Film Institut. „Í ávarpi sínu áréttaði ráðherra mikilvægi þess að almenningur hefði aðgengi að kvikmyndaarfinum, því án miðlunar væri hann í raun gleymdur. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerði hefðu fest á filmu,“ segir á vef stjórnarráðsins en þar er haft eftir Lilju: „Á vinnu þessara frumkvöðla er nú risin glæsileg atvinnugrein, sem ekki aðeins gleður og varðveitir heldur skapar þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur. Greinin hefur vaxið hratt á síðustu árum og ársvelta hans hefur þrefaldast á einum áratug. Hér hafa orðið til frábærar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, en líka sumar af stærstu bíómyndum kvikmyndaheimsins. Hér hefur orðið til mikil þekking og íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa getið sér gott orð,“ sagði ráðherra við opnunina. „Slíkt orðspor er sérstaklega verðmætt akkúrat núna, þegar okkar bíður að skapa ný störf og verðmæti fyrir samfélagið. Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“ Hér fyrir neðan má sjá eina af myndunum sem aðgengilegar eru á vefnum, mynd Ósvaldar Knudsen frá árinu 1954 um náttúru og mannlíf á Hornströndum. Sagt er frá lifnaðarháttum fólks og aðstæðum. Meðal annars má sjá bjargsig og eggjatöku, vinnslu rekaviðar og hefðbundinn útskurð. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Menning Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði nýlega streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi. Á vefnum eru nú 300 myndskeið sem sýna Ísland og lífið í landinu á ýmsa vegu, menningu, sögulega atburði, náttúru og mannlíf. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er elsta efnið á vefnum frá árinu 1906 en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Er vefurinn unninn í samstarfi við Dansk Film Institut. „Í ávarpi sínu áréttaði ráðherra mikilvægi þess að almenningur hefði aðgengi að kvikmyndaarfinum, því án miðlunar væri hann í raun gleymdur. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerði hefðu fest á filmu,“ segir á vef stjórnarráðsins en þar er haft eftir Lilju: „Á vinnu þessara frumkvöðla er nú risin glæsileg atvinnugrein, sem ekki aðeins gleður og varðveitir heldur skapar þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur. Greinin hefur vaxið hratt á síðustu árum og ársvelta hans hefur þrefaldast á einum áratug. Hér hafa orðið til frábærar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, en líka sumar af stærstu bíómyndum kvikmyndaheimsins. Hér hefur orðið til mikil þekking og íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa getið sér gott orð,“ sagði ráðherra við opnunina. „Slíkt orðspor er sérstaklega verðmætt akkúrat núna, þegar okkar bíður að skapa ný störf og verðmæti fyrir samfélagið. Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“ Hér fyrir neðan má sjá eina af myndunum sem aðgengilegar eru á vefnum, mynd Ósvaldar Knudsen frá árinu 1954 um náttúru og mannlíf á Hornströndum. Sagt er frá lifnaðarháttum fólks og aðstæðum. Meðal annars má sjá bjargsig og eggjatöku, vinnslu rekaviðar og hefðbundinn útskurð.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Menning Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira