Sögulegar kvikmyndir nú aðgengilegar á nýjum vef Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2020 23:19 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði vefinn á dögunum. Stjórnarráðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði nýlega streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi. Á vefnum eru nú 300 myndskeið sem sýna Ísland og lífið í landinu á ýmsa vegu, menningu, sögulega atburði, náttúru og mannlíf. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er elsta efnið á vefnum frá árinu 1906 en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Er vefurinn unninn í samstarfi við Dansk Film Institut. „Í ávarpi sínu áréttaði ráðherra mikilvægi þess að almenningur hefði aðgengi að kvikmyndaarfinum, því án miðlunar væri hann í raun gleymdur. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerði hefðu fest á filmu,“ segir á vef stjórnarráðsins en þar er haft eftir Lilju: „Á vinnu þessara frumkvöðla er nú risin glæsileg atvinnugrein, sem ekki aðeins gleður og varðveitir heldur skapar þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur. Greinin hefur vaxið hratt á síðustu árum og ársvelta hans hefur þrefaldast á einum áratug. Hér hafa orðið til frábærar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, en líka sumar af stærstu bíómyndum kvikmyndaheimsins. Hér hefur orðið til mikil þekking og íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa getið sér gott orð,“ sagði ráðherra við opnunina. „Slíkt orðspor er sérstaklega verðmætt akkúrat núna, þegar okkar bíður að skapa ný störf og verðmæti fyrir samfélagið. Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“ Hér fyrir neðan má sjá eina af myndunum sem aðgengilegar eru á vefnum, mynd Ósvaldar Knudsen frá árinu 1954 um náttúru og mannlíf á Hornströndum. Sagt er frá lifnaðarháttum fólks og aðstæðum. Meðal annars má sjá bjargsig og eggjatöku, vinnslu rekaviðar og hefðbundinn útskurð. Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði nýlega streymisvefinn Ísland á filmu þar sem einstakt efni í vörslu Kvikmyndasafns Íslands er nú aðgengilegt almenningi. Á vefnum eru nú 300 myndskeið sem sýna Ísland og lífið í landinu á ýmsa vegu, menningu, sögulega atburði, náttúru og mannlíf. Að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins er elsta efnið á vefnum frá árinu 1906 en ekki er vitað til þess að eldri kvikmyndir frá Íslandi séu til. Er vefurinn unninn í samstarfi við Dansk Film Institut. „Í ávarpi sínu áréttaði ráðherra mikilvægi þess að almenningur hefði aðgengi að kvikmyndaarfinum, því án miðlunar væri hann í raun gleymdur. Hún sagði stórkostlegt að geta á vefnum skoðað horfinn heim, sem frumkvöðlar í íslenskri kvikmyndagerði hefðu fest á filmu,“ segir á vef stjórnarráðsins en þar er haft eftir Lilju: „Á vinnu þessara frumkvöðla er nú risin glæsileg atvinnugrein, sem ekki aðeins gleður og varðveitir heldur skapar þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur. Greinin hefur vaxið hratt á síðustu árum og ársvelta hans hefur þrefaldast á einum áratug. Hér hafa orðið til frábærar íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþáttaraðir, en líka sumar af stærstu bíómyndum kvikmyndaheimsins. Hér hefur orðið til mikil þekking og íslenskir kvikmyndaframleiðendur hafa getið sér gott orð,“ sagði ráðherra við opnunina. „Slíkt orðspor er sérstaklega verðmætt akkúrat núna, þegar okkar bíður að skapa ný störf og verðmæti fyrir samfélagið. Stjórnvöld þurfa að styðja við greinina og hafa þegar veitt aukalega 120 m. kr. í kvikmyndasjóð – til að þróa ný verkefni sem vonandi skapa störf og verðmæti, bæði menningarleg og veraldleg.“ Hér fyrir neðan má sjá eina af myndunum sem aðgengilegar eru á vefnum, mynd Ósvaldar Knudsen frá árinu 1954 um náttúru og mannlíf á Hornströndum. Sagt er frá lifnaðarháttum fólks og aðstæðum. Meðal annars má sjá bjargsig og eggjatöku, vinnslu rekaviðar og hefðbundinn útskurð.
Bíó og sjónvarp Einu sinni var... Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira