Logi um upphafið hjá KR: „Hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hef komið að“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 12:30 Logi Ólafsson Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira