Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. maí 2020 11:15 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Vísir/Vilhelm Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. Hæsta krafan nemur ríflega 30 milljónum króna. Tvö slík mál fara fyrir dóm í vikunni. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að tveir þriðju málanna snúist um kröfur tengdum kórónuveirufaraldrinum þar sem búið er að greiða fyrir þjónustu sem er svo ekki veitt. „Það eru pakkaferðir, námskeið, íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar,“ segir Breki. „Þetta varðar aðallega það að fólk fær ekki þá þjónustu sem það hefur greitt fyrir eða enn þá verið að draga af kortum án þess að þjónustan sé veitt.“ Breki segir að samtökin séu með á annan hundrað mál í vinnslu og varði 400-600 manns. Hann nefnir dæmi um ungmenni á tvítugsaldri sem yrði gert að lána ferðaskrifstofu allt að tveimur milljónum króna. „Málin eru allt frá eins manns ferðum og allt að 32 milljóna króna þar sem eru útskriftarferðir eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Margir neytendur hafa líka misst viðurværi sitt og eru líka að glíma við lausafjárvanda.“ Hann segir rétt neytenda ótvíræðan. „Að megin stefnu er hann þannig að sé þjónustan ekki veitt þá á ekki að greiða fyrir hana.“ Segir frumvarp ekki standast stjórnarskrá Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi að fyrirtæki geta breytt kröfum neytenda í inneign. „Okkur krossbrá þegar frumvarpið kom fram. Því þarna átti að færa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda. Það leysir engan vanda að færa hann til.“ „Ég bara trúi ekki að þetta fari í gegn því þetta gengur þvílíkt gegn stjórnarskránni.“ Þá séu dæmi um að fyrirtæki hafi frestað endurgreiðslum en hafi áður samþykkt þær. „Þegar þetta frumvarp kom fram ákváðu ferðaskrifstofurnar að bíða með endurgreiðslu. Þar til eftir að frumvarpið yrði þá samþykkt. Það er fáránlegt og gengur gegn stjórnarskránni að setja lög sem eiga að gilda aftur í tímann.“ Hann telur að fresti ferðaskrifstofur að greiða á þennan hátt beri þeim að greiða dráttarvexti af greiðslunni. Samtökin hafi lagt til aðrar lausnir. „Þeir sem vilja þiggi þá inneignarnótur gegn einhvers konar tryggingu um að þær verði endurgreiddar ef að ferðaskrifstofan fer í þrot.“ Tvö slík mál fara fyrir dóm í næstu viku. „Við vitum af dæmum þar sem ferðaskrifstofum hefur verið stefnd og mál verða dómtekin í næstu viku.“ Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. Hæsta krafan nemur ríflega 30 milljónum króna. Tvö slík mál fara fyrir dóm í vikunni. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að tveir þriðju málanna snúist um kröfur tengdum kórónuveirufaraldrinum þar sem búið er að greiða fyrir þjónustu sem er svo ekki veitt. „Það eru pakkaferðir, námskeið, íþróttafélög og líkamsræktarstöðvar,“ segir Breki. „Þetta varðar aðallega það að fólk fær ekki þá þjónustu sem það hefur greitt fyrir eða enn þá verið að draga af kortum án þess að þjónustan sé veitt.“ Breki segir að samtökin séu með á annan hundrað mál í vinnslu og varði 400-600 manns. Hann nefnir dæmi um ungmenni á tvítugsaldri sem yrði gert að lána ferðaskrifstofu allt að tveimur milljónum króna. „Málin eru allt frá eins manns ferðum og allt að 32 milljóna króna þar sem eru útskriftarferðir eða eitthvað slíkt,“ segir hann. „Margir neytendur hafa líka misst viðurværi sitt og eru líka að glíma við lausafjárvanda.“ Hann segir rétt neytenda ótvíræðan. „Að megin stefnu er hann þannig að sé þjónustan ekki veitt þá á ekki að greiða fyrir hana.“ Segir frumvarp ekki standast stjórnarskrá Nú liggur frumvarp fyrir Alþingi að fyrirtæki geta breytt kröfum neytenda í inneign. „Okkur krossbrá þegar frumvarpið kom fram. Því þarna átti að færa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda. Það leysir engan vanda að færa hann til.“ „Ég bara trúi ekki að þetta fari í gegn því þetta gengur þvílíkt gegn stjórnarskránni.“ Þá séu dæmi um að fyrirtæki hafi frestað endurgreiðslum en hafi áður samþykkt þær. „Þegar þetta frumvarp kom fram ákváðu ferðaskrifstofurnar að bíða með endurgreiðslu. Þar til eftir að frumvarpið yrði þá samþykkt. Það er fáránlegt og gengur gegn stjórnarskránni að setja lög sem eiga að gilda aftur í tímann.“ Hann telur að fresti ferðaskrifstofur að greiða á þennan hátt beri þeim að greiða dráttarvexti af greiðslunni. Samtökin hafi lagt til aðrar lausnir. „Þeir sem vilja þiggi þá inneignarnótur gegn einhvers konar tryggingu um að þær verði endurgreiddar ef að ferðaskrifstofan fer í þrot.“ Tvö slík mál fara fyrir dóm í næstu viku. „Við vitum af dæmum þar sem ferðaskrifstofum hefur verið stefnd og mál verða dómtekin í næstu viku.“
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00 Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Skilur viðskiptavini mjög vel en biðlar til fólks að vera rólegt á meðan farið er í gegnum skaflinn Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, segist mjög vel skilja þá viðskiptavini fyrirtækisins sem séu orðnir óþreyjufullir eftir endurgreiðslum vegna ferða sem ekki hefur verið farið í vegna kórónuveirufaraldursins. 28. apríl 2020 21:00
Ríkið tryggi réttindi ferðamanna Eitt af úrræðum ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í vikunni til að koma til móts við erfiða stöðu ferðaþjónustunnar fjallar um pakkaferðir sem hefur verið aflýst. 24. apríl 2020 11:00
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?