Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 17:51 Samkomubann hefur verið í gildi á Bretlandi í um sex vikur. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Bretland er nú það Evrópuland þar sem næst flestir hafa dáið og er á eftir Ítalíu. Alls hafa 28.446 dáið á Bretlandi en 28.884 á Ítalíu, samkvæmt tölum sem starfsmenn Johns Hopkins háskólans hafa tekið saman. Á upplýsingafundi í dag sagði ráðherrann Michael Gove að ríkisstjórnin hafi gert mistök í upphafi faraldursins. Hann sagði að þegar búið væri að ná tökum á faraldrinum þyrfti að spyrja alvarlegra spurninga varðandi það hvað Bretar geti lært af því hvernig brugðist var við faraldrinum í upphafi hans. „Án efa mun þessi ríkisstjórn, eins og aðra ríkisstjórnir, hafa gert mistök,“ hefur Sky News eftir Gove. Einnig kom fram á fundinnum að um þessar mundir væru fleiri að jafna sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust. Boris Johnson, forsætisráðherra, mun kynna á fimmtudaginn tillögur sínar um það hvernig draga megi úr félagsforðun á Bretlandi en Gove sagði að íbúar þyrftu eflaust að búa við einhverjar takmarkanir þar til búið væri að þróa bóluefni. Mikill meirihluti Breta segir þó ekki tímabært að afnema félagsforðun. Sjá einnig: Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang í upphafi faraldursins. Grant Shapps, samgönguráðherra, sagði ótækt að mikill fjöldi látinna á Bretlandi sýndi að ríkisstjórnin hefði haldið illa á málum. Málið sé mun flóknara en að bera saman fjölda látinna og raunin muni ekki vera ljós fyrr en eftir minnst ár, samkvæmt frétt Reuters. Aðrir embættismenn hafa slegið á svipaða strengi. Yfirmaður Hagstofu Bretlands hefur til að mynda sagt að mikið ósamræmi geti verið á milli ríkja varðandi það hvernig fjöldi látinna er tekinn saman. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Bretland er nú það Evrópuland þar sem næst flestir hafa dáið og er á eftir Ítalíu. Alls hafa 28.446 dáið á Bretlandi en 28.884 á Ítalíu, samkvæmt tölum sem starfsmenn Johns Hopkins háskólans hafa tekið saman. Á upplýsingafundi í dag sagði ráðherrann Michael Gove að ríkisstjórnin hafi gert mistök í upphafi faraldursins. Hann sagði að þegar búið væri að ná tökum á faraldrinum þyrfti að spyrja alvarlegra spurninga varðandi það hvað Bretar geti lært af því hvernig brugðist var við faraldrinum í upphafi hans. „Án efa mun þessi ríkisstjórn, eins og aðra ríkisstjórnir, hafa gert mistök,“ hefur Sky News eftir Gove. Einnig kom fram á fundinnum að um þessar mundir væru fleiri að jafna sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust. Boris Johnson, forsætisráðherra, mun kynna á fimmtudaginn tillögur sínar um það hvernig draga megi úr félagsforðun á Bretlandi en Gove sagði að íbúar þyrftu eflaust að búa við einhverjar takmarkanir þar til búið væri að þróa bóluefni. Mikill meirihluti Breta segir þó ekki tímabært að afnema félagsforðun. Sjá einnig: Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang í upphafi faraldursins. Grant Shapps, samgönguráðherra, sagði ótækt að mikill fjöldi látinna á Bretlandi sýndi að ríkisstjórnin hefði haldið illa á málum. Málið sé mun flóknara en að bera saman fjölda látinna og raunin muni ekki vera ljós fyrr en eftir minnst ár, samkvæmt frétt Reuters. Aðrir embættismenn hafa slegið á svipaða strengi. Yfirmaður Hagstofu Bretlands hefur til að mynda sagt að mikið ósamræmi geti verið á milli ríkja varðandi það hvernig fjöldi látinna er tekinn saman.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira