Hvað breytist í dag? Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 07:04 Margir verða eflaust fegnir að komast í klippingu. Vísir/vilhelm Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Líkt og áður hefur verið auglýst verða fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag, skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis þjónusta býðst landsmönnum á ný. Enn verður bið á því að sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opni. Almenningur mun þó líklega geta lagt leið sína á umrædda staði í kringum næstu mánaðamót, þegar annað stig tilslakana tekur gildi. Slíkt hefur þó ekki verið tilkynnt formlega enn. Fyrsta skrefið í tilslökunum á veiruaðgerðum yfirvalda var kynnt um miðjan apríl. Lögð hefur verið áhersla á að samkomubanni og öðrum aðgerðum verði ekki aflétt of hratt. Þá verður slakað á öllum takmörkunum í skrefum, sem endurskoðuð verða með þriggja til fjögurra vikna millibili. Helstu breytingar sem verða í dag, 4. maí: Fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar. Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti. Í framhalds- og háskólum gildir meginreglan um hámark 50 einstaklinga í sama rými. Þannig verða byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, opnaðar að nýju í dag. Ýmis þjónusta: Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi geta opnað á ný en halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Undanþágur verða veittar frá tveggja metra reglu vegna ökukennslu, flugkennslu og aksturs þjónustubifreiða, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt. Strætó fær einnig undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, þ.e. tveggja metra reglunni, að því leyti að hámarksfjöldi fólks í vögnum verður miðaður við þrjátíu manns. Þá er viðbúið að ýmsar verslanir og veitingastaðir opni að nýju með rýmri fjöldatakmörkunum. Þannig hefur til að mynda IKEA, sem lokað hefur verið síðan í mars, boðað opnun í dag. Heilbrigðisþjónusta: Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Sjá nánar hér. Tannlækningar verða einnig heimilar. Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá og með deginum í dag samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir. Sjá nánar hér. Þá verður skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en 50 einstaklingar saman í hóp. Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum. Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman. Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar. Nokkur atriði sem haldast óbreytt: Undanþágur fyrir efnahagslega mikilvæg fyrirtæki verða óbreyttar. Líkt og hingað til verður heimilt að taka á móti 100 einstaklingum í matvöruverslunum og lyfjaverslunum hverju sinni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Reglur um skemmtistaði, krár, spilasali og svipaða starfsemi verða óbreyttar og slíkir staðir því áfram lokaðir. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. Líkt og áður hefur verið auglýst verða fjöldamörk samkomubanns hækkuð úr 20 í 50 manns frá og með deginum í dag, skólahald í leik- og grunnskólum hefst með hefðbundnum hætti og ýmis þjónusta býðst landsmönnum á ný. Enn verður bið á því að sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opni. Almenningur mun þó líklega geta lagt leið sína á umrædda staði í kringum næstu mánaðamót, þegar annað stig tilslakana tekur gildi. Slíkt hefur þó ekki verið tilkynnt formlega enn. Fyrsta skrefið í tilslökunum á veiruaðgerðum yfirvalda var kynnt um miðjan apríl. Lögð hefur verið áhersla á að samkomubanni og öðrum aðgerðum verði ekki aflétt of hratt. Þá verður slakað á öllum takmörkunum í skrefum, sem endurskoðuð verða með þriggja til fjögurra vikna millibili. Helstu breytingar sem verða í dag, 4. maí: Fjöldamörk samkomubanns miðast við 50 einstaklinga í stað 20 áður. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast óbreyttar. Skólastarf í leik- og grunnskólum verður með eðlilegum hætti. Í framhalds- og háskólum gildir meginreglan um hámark 50 einstaklinga í sama rými. Þannig verða byggingar Háskóla Íslands, þar á meðal Þjóðarbókhlaðan, opnaðar að nýju í dag. Ýmis þjónusta: Hárgreiðslustofur, nuddstofur, sjúkraþjálfun, snyrtistofur, söfn, kvikmyndahús og sambærileg starfsemi geta opnað á ný en halda skal tveggja metra fjarlægð milli viðskiptavina eins og kostur er. Undanþágur verða veittar frá tveggja metra reglu vegna ökukennslu, flugkennslu og aksturs þjónustubifreiða, að því gefnu að fyllsta hreinlætis sé gætt. Strætó fær einnig undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, þ.e. tveggja metra reglunni, að því leyti að hámarksfjöldi fólks í vögnum verður miðaður við þrjátíu manns. Þá er viðbúið að ýmsar verslanir og veitingastaðir opni að nýju með rýmri fjöldatakmörkunum. Þannig hefur til að mynda IKEA, sem lokað hefur verið síðan í mars, boðað opnun í dag. Heilbrigðisþjónusta: Valkvæðar skurðaðgerðir og ífarandi rannsóknir verða heimilaðar og ýmsum öðrum takmörkunum á heilbrigðisþjónustu aflétt. Sjá nánar hér. Tannlækningar verða einnig heimilar. Heimsóknir á dvalar- og hjúkrunarheimilum: Heimsóknir verða leyfðar inn á hjúkrunarheimili frá og með deginum í dag samkvæmt nánari reglum hvers heimilis en lagt er til að aðeins nánasta aðstandanda verði leyft að koma inn á heimilið fyrstu tvær vikurnar frá því að tilslakanir hefjast og lengur ef svo ber undir. Sjá nánar hér. Þá verður skipulagt íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en 50 einstaklingar saman í hóp. Halda skal tveggja metra fjarlægð eftir því sem það er unnt, einkum hjá eldri börnum. Annað skipulagt íþróttastarf er heimilt utandyra með eftirfarandi takmörkunum: Ekki fleiri en fjórir einstaklingar æfa eða leika saman. Snertingar eru óheimilar og halda skal tveimur metrum á milli einstaklinga. Notkun á sameiginlegum búnaði skal haldið í lágmarki en annars skal sótthreinsa hann á milli notkunar. Nokkur atriði sem haldast óbreytt: Undanþágur fyrir efnahagslega mikilvæg fyrirtæki verða óbreyttar. Líkt og hingað til verður heimilt að taka á móti 100 einstaklingum í matvöruverslunum og lyfjaverslunum hverju sinni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar. Reglur um skemmtistaði, krár, spilasali og svipaða starfsemi verða óbreyttar og slíkir staðir því áfram lokaðir.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira