Telja að tilslakanir geti tvöfaldað fjölda látinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. maí 2020 23:30 Frá Missouri í Bandaríkjunum þar sem tveggja metra reglan er virt. (AP/Charlie Riedel) Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. Þetta er meðal þess sem uppfært líkan á vegum háskólanum í Washington spáir. Síðasta spá sem gerð var 17. apríl síðastliðinn gerði ráð fyrir 60 þúsund dauðsföllum í Bandaríkjunum þangað til 4. ágúst næstkomandi. Nýjasta spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt að 135 þúsund dauðsföllum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Alls stefna 31 ríki Bandaríkjanna á einhvers konar tilslakanir á þeim aðgerðum sem settar hafa verið á til þess að stemma í stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hin nýja spá tekur þetta með í reikninginn og reiknar með að tilslökununum fylgi meiri samgangur á milli fólks, sem geti auðveldað veirunni að dreifa sér. Hvíta húsið hefur nýtt sér spálíkanið frá Washington-háskóla til þess að átta sig á stöðunni í Bandaríkjunum. Í minnisblaði sem verið hefur í dreifingu innan Hvíta hússins og New York Times birti í dag kemur fram að reiknað sé með að allt að þrjú þúsund manns muni láta lífið á hverjum degi áður en maí er úti. Á sama tíma hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatt ríki til þess að slaka á boðum og bönnum í tengslum við faraldurinn svo koma megi efnahag Bandaríkjanna aftur í gang. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Sérfræðingar í Bandaríkjunum telja að tilslakanir sumra ríkja í Bandaríkjunum og þau áhrif sem það muni hafa á útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi muni leiða til þess að fjöldi látinna geti tvöfaldast frá fyrri spám. Þetta er meðal þess sem uppfært líkan á vegum háskólanum í Washington spáir. Síðasta spá sem gerð var 17. apríl síðastliðinn gerði ráð fyrir 60 þúsund dauðsföllum í Bandaríkjunum þangað til 4. ágúst næstkomandi. Nýjasta spáin gerir hins vegar ráð fyrir allt að 135 þúsund dauðsföllum vegna Covid-19 sjúkdómsins. Alls stefna 31 ríki Bandaríkjanna á einhvers konar tilslakanir á þeim aðgerðum sem settar hafa verið á til þess að stemma í stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Hin nýja spá tekur þetta með í reikninginn og reiknar með að tilslökununum fylgi meiri samgangur á milli fólks, sem geti auðveldað veirunni að dreifa sér. Hvíta húsið hefur nýtt sér spálíkanið frá Washington-háskóla til þess að átta sig á stöðunni í Bandaríkjunum. Í minnisblaði sem verið hefur í dreifingu innan Hvíta hússins og New York Times birti í dag kemur fram að reiknað sé með að allt að þrjú þúsund manns muni láta lífið á hverjum degi áður en maí er úti. Á sama tíma hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatt ríki til þess að slaka á boðum og bönnum í tengslum við faraldurinn svo koma megi efnahag Bandaríkjanna aftur í gang.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Trump rekur eftirlitsmann sem gagnrýndi stöðu heilbrigðiskerfisins Donald Trump Bandaríkjaforseti, ákvað í gær að færa einn hæst setta starfsmann heilbrigðisráðuneytisins til í starfi. Starfsmaðurinn reitti Trump til reiði í síðasta mánuði þegar hann birti skýrslu sem dró fram veikleika heilbrigðiskerfisins gagnvart kórónuveirufaraldrinum í ljós. 2. maí 2020 12:07
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02