Stuðningur við Króatíu vegna jarðskjálftanna Heimsljós 5. janúar 2021 15:01 Rauði krossinn Fjárstuðningur utanríkisráðuneytisins nýtist við neyðaraðstoð Rauða krossins í kjölfar jarðskjálfta í Króatíu. Utanríkisráðuneytið hefur styrkt Rauða krossinn um 10 milljónir króna sem veittar verða til stuðnings Rauða krossinum í Króatíu í kjölfar jarðskjálfta þar í landi dagana 28. og 30. desember síðastliðinn. Að minnsta kosti sjö létust í skjálftanum og fjöldi slasaðist, auk þess sem mikil eyðilegging varð. Upptök skjálftans voru við bæinn Petrinja, suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Í frétt frá Rauða krossinum segir að fjármagnið nýtist Rauða krossinum í Króatíu í neyðarviðbrögðum sínum en fjöldi sjálfboðaliða veitir neyðaraðstoð og hefur aðstoðað við rýmingar á hjúkrunarheimilum og fleira. Í mars 2020 reið einnig stór skjálfti yfir Zagreb þar sem nokkurt tjón varð. „Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu fyrir þetta góða framlag,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Króatía Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent
Utanríkisráðuneytið hefur styrkt Rauða krossinn um 10 milljónir króna sem veittar verða til stuðnings Rauða krossinum í Króatíu í kjölfar jarðskjálfta þar í landi dagana 28. og 30. desember síðastliðinn. Að minnsta kosti sjö létust í skjálftanum og fjöldi slasaðist, auk þess sem mikil eyðilegging varð. Upptök skjálftans voru við bæinn Petrinja, suðaustur af höfuðborginni Zagreb. Í frétt frá Rauða krossinum segir að fjármagnið nýtist Rauða krossinum í Króatíu í neyðarviðbrögðum sínum en fjöldi sjálfboðaliða veitir neyðaraðstoð og hefur aðstoðað við rýmingar á hjúkrunarheimilum og fleira. Í mars 2020 reið einnig stór skjálfti yfir Zagreb þar sem nokkurt tjón varð. „Rauði krossinn þakkar utanríkisráðuneytinu fyrir þetta góða framlag,“ segir í fréttinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Króatía Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent