Hefði Guðmundur átt að fórna leiknum í Portúgal eins og Norðmenn gerðu? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2021 13:01 Guðmundur Guðmundsson þarf að hafa miklar áhyggjur af því að enginn í íslenska hópnum smitist af kórónuveirunni. EPA-EFE/JOHAN NILSSON Íslenska landsliðið ætti að komast á Evrópumótið 2022 þrátt fyrir tap í Porto í kvöld og HSÍ er auðvitað að storka smitörlögunum aðeins með því að senda HM-hópinn sinn í þetta ferðalag til Portúgals. Þetta eru miklir óvissutímar í heiminum og þar sem kórónuveiran er í stórsókn í Evrópu þá eru flestir staðir betri til að vera á þessa dagana en flugvellir og flugvélar álfunnar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta flakkar samt sem áður fram og til baka um Evrópu í miðjum heimsfaraldri en það gera ekki allar þjóðir. Á sama tíma einbeitir norska landsliðið sér bara að því undirbúa sig fyrir HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi 13. janúar næstkomandi. Norðmenn áttu vissulega leiki í undankeppni EM eins og Ísland en þeir ákváðu að senda varaliðið sitt í þá leiki. Þjálfarateymið fór ekki einu sinni með. Strákarnir okkar eru komnir til Portúgal þar sem þeir mæta heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2022. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna af þremur í þremur löndum á næstu átta dögum. En hversu miklu máli skiptir þessi leikur? Ísland er í fjögurra þjóða riðli þar sem tvö efstu liðin komast á EM og liðið í þriðja sæti gæti komist þangað líka. Ísland byrjaði vel með sextán marka sigri á Litháen í nóvember (36-20) en leik liðsins á móti Ísrael var frestað. Portúgalar eru bæði búnir að vinna Ísrael (+9, 31-22) og Litháen (+8, 34-26) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland ætti að öllu eðlilegu að vinna leikina við Ísrael og Litháen og tryggja sér sæti á EM 2022. Norðmenn töpuðu reyndar leiknum í Hvíta-Rússlandi með átta marka mun (33-25) og þeirra bíður annar erfiður leikur þegar Hvít-Rússar koma til Noregs á föstudagskvöldið. Norðmenn hafa unnið einn leik á móti Ítalíu í fimmtán marka mun og fjórða liðið í riðlinum en Lettland. Þeir líta svo á að sigrar á Ítalíu og Lettlandi ættu að tryggja sér EM-sætið og eru því tilbúnir að fórna leikjunum við Hvíta-Rússland. Íslenski landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er auðvitað mikill keppnismaður og það kom væntanlega ekki til greina að fórna leik sem þessum. Fyrir vikið þarf hann að hafa áhyggjur af mun fleiri hlutum en bara handbolta. Smithætta á ferðalaginu er til staðar og það væri hrikalegt að missa leikmann eða leikmenn út rétt fyrir HM. Íslenska liðið þurfti samt líka æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið. Vandamálið er bara að liðið þarf nú að spila þrjá leiki í röð á móti Portúgal. Einn möguleikinn hefði verið að senda varalið út til Portúgal en spila heimaleikinn síðan á aðalliðinu. Með því hefði íslenska liðið aðeins þurft að ferðast til Egyptalands eftir leikinn á sunnudaginn í stað þess að fljúga til Portúgals, aftur til Íslands og svo loks í langt ferðalag til Egyptalands. Þetta hefði kannski verið raunhæfari möguleiki ef að Olís deild karla hefði ekki legið í dvala síðan í október. Hugsanlegt varalið úr deildinni hérna heima er því í engri leikæfingu og flestir frekar nýbyrjaðir að æfa aftur handbolta á fullu eftir langt hlé. Það hefði getað andað með vandræðalegu tapi út í Portúgal. Brotthvarf Arons Pálmarssonar úr íslenska liðinu þýðir miklar áherslubreytingar og tækifæri fyrir aðra leikmenn að taka meiri ábyrgð. Þessir tveir leikir fram að fyrsta leik á heimsmeistaramótinu nýtast því til að spila breytt lið saman. Nú er bara að vona að liðið sleppi við kórónuveiruna og meiðsli. Það er sennilega mikilvægara en sjálf úrslitin. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 6. janúar 2021 10:30 Segir Ísland spila fallegan handbolta Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. 5. janúar 2021 11:31 Segir Ísland áfram gott án Arons Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. 4. janúar 2021 16:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Þetta eru miklir óvissutímar í heiminum og þar sem kórónuveiran er í stórsókn í Evrópu þá eru flestir staðir betri til að vera á þessa dagana en flugvellir og flugvélar álfunnar. Íslenska karlalandsliðið í handbolta flakkar samt sem áður fram og til baka um Evrópu í miðjum heimsfaraldri en það gera ekki allar þjóðir. Á sama tíma einbeitir norska landsliðið sér bara að því undirbúa sig fyrir HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi 13. janúar næstkomandi. Norðmenn áttu vissulega leiki í undankeppni EM eins og Ísland en þeir ákváðu að senda varaliðið sitt í þá leiki. Þjálfarateymið fór ekki einu sinni með. Strákarnir okkar eru komnir til Portúgal þar sem þeir mæta heimamönnum í kvöld í undankeppni EM 2022. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna af þremur í þremur löndum á næstu átta dögum. En hversu miklu máli skiptir þessi leikur? Ísland er í fjögurra þjóða riðli þar sem tvö efstu liðin komast á EM og liðið í þriðja sæti gæti komist þangað líka. Ísland byrjaði vel með sextán marka sigri á Litháen í nóvember (36-20) en leik liðsins á móti Ísrael var frestað. Portúgalar eru bæði búnir að vinna Ísrael (+9, 31-22) og Litháen (+8, 34-26) í fyrstu tveimur leikjum sínum. Ísland ætti að öllu eðlilegu að vinna leikina við Ísrael og Litháen og tryggja sér sæti á EM 2022. Norðmenn töpuðu reyndar leiknum í Hvíta-Rússlandi með átta marka mun (33-25) og þeirra bíður annar erfiður leikur þegar Hvít-Rússar koma til Noregs á föstudagskvöldið. Norðmenn hafa unnið einn leik á móti Ítalíu í fimmtán marka mun og fjórða liðið í riðlinum en Lettland. Þeir líta svo á að sigrar á Ítalíu og Lettlandi ættu að tryggja sér EM-sætið og eru því tilbúnir að fórna leikjunum við Hvíta-Rússland. Íslenski landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er auðvitað mikill keppnismaður og það kom væntanlega ekki til greina að fórna leik sem þessum. Fyrir vikið þarf hann að hafa áhyggjur af mun fleiri hlutum en bara handbolta. Smithætta á ferðalaginu er til staðar og það væri hrikalegt að missa leikmann eða leikmenn út rétt fyrir HM. Íslenska liðið þurfti samt líka æfingaleiki fyrir heimsmeistaramótið. Vandamálið er bara að liðið þarf nú að spila þrjá leiki í röð á móti Portúgal. Einn möguleikinn hefði verið að senda varalið út til Portúgal en spila heimaleikinn síðan á aðalliðinu. Með því hefði íslenska liðið aðeins þurft að ferðast til Egyptalands eftir leikinn á sunnudaginn í stað þess að fljúga til Portúgals, aftur til Íslands og svo loks í langt ferðalag til Egyptalands. Þetta hefði kannski verið raunhæfari möguleiki ef að Olís deild karla hefði ekki legið í dvala síðan í október. Hugsanlegt varalið úr deildinni hérna heima er því í engri leikæfingu og flestir frekar nýbyrjaðir að æfa aftur handbolta á fullu eftir langt hlé. Það hefði getað andað með vandræðalegu tapi út í Portúgal. Brotthvarf Arons Pálmarssonar úr íslenska liðinu þýðir miklar áherslubreytingar og tækifæri fyrir aðra leikmenn að taka meiri ábyrgð. Þessir tveir leikir fram að fyrsta leik á heimsmeistaramótinu nýtast því til að spila breytt lið saman. Nú er bara að vona að liðið sleppi við kórónuveiruna og meiðsli. Það er sennilega mikilvægara en sjálf úrslitin.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 6. janúar 2021 10:30 Segir Ísland spila fallegan handbolta Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. 5. janúar 2021 11:31 Segir Ísland áfram gott án Arons Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. 4. janúar 2021 16:30 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Bara þrír með núna úr liðinu sem fagnaði eftir tap í Portúgal fyrir fjórum árum Íslenska handboltalandsliðið mætir Portúgal í undankeppni EM í Porto í kvöld en þetta verður fyrsti leikur íslenska liðsins á portúgalskri grundu síðan í júní 2016. 6. janúar 2021 10:30
Segir Ísland spila fallegan handbolta Fábio Magalhaes talaði vel um íslenska handboltalandsliðið fyrir leik Portúgals og Íslands í undankeppni EM. 5. janúar 2021 11:31
Segir Ísland áfram gott án Arons Luís Frade, liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Barcelona, er á leið í þrjá leiki við Ísland á níu dögum með portúgalska landsliðinu. Hann segir fjarveru Arons ekki skipta sköpum. 4. janúar 2021 16:30