Arsenal aftur á toppinn Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2025 16:55 Ödegaard kom Skyttunum yfir. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Arsenal vann 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum endurheimtir liðið toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal byrjaði betur í dag. Norðmaðurinn Martin Ödegaard kom liðinu yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik með góðu skoti í nærhornið frá vítateigslínu. 1-0 stóð í hléi en snemma í síðari hálfleik kom enn eitt mark liðsins eftir hornspyrnu þegar Georginio Rutter skallaði spyrnu Declan Rice í eigið net. Paragævinn Diego Gómez minnkaðu muninn af harðfylgi fyrir Brighton á 64. Mínútu en lengra komust mávarnir af suðurströndinni ekki. Skytturnar unnu 2-1 sigur og endurheimtu toppsæti deildarinnar af Manchester City eftir sigur þeirra í hádeginu. Enski boltinn Arsenal FC Brighton & Hove Albion
Arsenal vann 2-1 sigur á Brighton & Hove Albion á Emirates-vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Með sigrinum endurheimtir liðið toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal byrjaði betur í dag. Norðmaðurinn Martin Ödegaard kom liðinu yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik með góðu skoti í nærhornið frá vítateigslínu. 1-0 stóð í hléi en snemma í síðari hálfleik kom enn eitt mark liðsins eftir hornspyrnu þegar Georginio Rutter skallaði spyrnu Declan Rice í eigið net. Paragævinn Diego Gómez minnkaðu muninn af harðfylgi fyrir Brighton á 64. Mínútu en lengra komust mávarnir af suðurströndinni ekki. Skytturnar unnu 2-1 sigur og endurheimtu toppsæti deildarinnar af Manchester City eftir sigur þeirra í hádeginu.