Enski boltinn

Haaland stóðst vigtun eftir jólin

Valur Páll Eiríksson skrifar
Haaland birti mynd af sér á vigtinni á X.
Haaland birti mynd af sér á vigtinni á X. Samsett/X/Getty

Erling Haaland, leikmaður Manchester City, greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði staðist vigtun eftir hátíðarnar. Frægt er að knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf nokkurra daga frí en hugðist vigta menn fyrir og eftir jól.

Mikið hefur verið látið með vigtun Guardiola en greint var frá því í vikunni að sá spænski ætlaði heim til að njóta jólanna með fjölskyldunni og leikmenn fengju einnig nokkra daga í frí.

Sean Dyche, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, spurði til að mynda hvort Pep hygðist stíga sjálfur á vigtina eftir fríið.

Guardiola vigtaði menn eftir síðasta leik og í dag, þegar menn mættu á æfingu fyrir leik við Nottingham Forest á laugardaginn, voru þeir vigtaðir á ný.

„Ímyndaðu þér leikmann sem er í fullkomnu formi núna en kemur svo þremur kílóum þyngri til baka. Sá hinn sami verður eftir í Manchester, hann mun ekki ferðast til Nottingham Forest,“ sagði Guardiola í vikunni.

Erling Haaland var á meðal þeirra sem steig á vigtina og sýndi að hann hefði staðist prófið. Hann virðist hafa farið varlega í pinnekjøttið og ludefiskinn á aðfangadag.

„Allt í góðu!“ skrifaði hann á samfélagsmiðilinn X.

Enski boltinn yfir hátíðarnar

Föstudagur 26. desember

  • 19:40 Manchester United – Newcastle (Sýn Sport)

Laugardagur 27. desember

  • 12:10 Nottingham Forest – Manchester City (Sýn Sport)
  • 14:40 Doc Zone (Sýn Sport)
  • 14:40 Liverpool – Wolves (Sýn Sport 2)
  • 14:40 Arsenal – Brighton (Sýn Sport 3)
  • 14:40 Brentford – Bournemouth (Sýn Sport 4)
  • 14:50 West Ham – Fulham (Sýn Sport 5)
  • 14:50 Burnley – Everton (Sýn Sport 6)
  • 17:05 Laugardagsmörkin (Sýn Sport)
  • 17:20 Chelsea – Aston Villa (Sýn Sport)

Sunnudagur 28. desember

  • 13:40 Sunderland – Leeds (Sýn Sport)
  • 16:10 Crystal Palace – Tottenham (Sýn Sport)
  • 18:35 Sunnudagsmessan (Sýn Sport)

Mánudagur 29. desember

  • 21:00 VARsjáin (Sýn Sport)

Þriðjudagur 30. desember

  • 19:15 Doc Zone (Sýn Sport)
  • 19:15 Chelsea – Bournemouth (Sýn Sport 4)
  • 19:15 Nottingham Forest – Everton (Sýn Sport 5)
  • 19:20 Burnley – Newcastle (Sýn Sport 6)
  • 19:20 West Ham – Brighton (Sýn Sport Ísland 2)
  • 19:55 Manchester United – Wolves (Sýn Sport 2)
  • 19:55 Arsenal – Aston Villa (Sýn Sport 3)
  • 22:25 Þriðjudagsmörkin (Sýn Sport 2)

Fimmtudagur 1. janúar

  • 17:10 Liverpool – Leeds (Sýn Sport)
  • 17:10 Crystal Palace – Fulham
  • 19:40 Brentford – Tottenham
  • 19:40 Sunderland – Manchester City



Fleiri fréttir

Sjá meira


×