Enski boltinn

Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sean Dyche var léttur á blaðamannafundi, að venju.
Sean Dyche var léttur á blaðamannafundi, að venju. Getty/James Gill

Sean Dyche, þjálfari Nottingham Forest, fór mikinn á blaðamannafundi í gær í aðdraganda leiks hans manna við Manchester City næsta laugardag. 

Dyche tekst á við Pep Guardiola og Manchester City eftir þrjá daga en misjafnt er hvernig undirbúningi er háttað í kringum hátíðarnar. Guardiola veitti jólafrí og er haldinn til Barcelona að fagna jólum með fjölskyldu sinni.

Leikmenn fá frí en þurfa að fara varlega í jólamatinn samkvæmt Guardiola. Líkt og greint var frá á Vísi í fyrradag voru leikmenn City vigtaðir fyrir frí og verða vegnir á ný eftir jólafrí.

„Um leið og þeir koma eftir þriggja daga frí vil ég sjá hvernig þeir koma til baka. Þeir mega borða en ég vil hafa stjórn á þeim,“ sagði Pep Guardiola.

„Ímyndaðu þér leikmann sem er í fullkomnu formi núna en kemur svo þremur kílóum þyngri til baka. Sá hinn sami verður eftir í Manchester, hann mun ekki ferðast til Nottingham Forest,“ sagði Guardiola.

Á að vigta Guardiola líka?

Dyche var spurður út í ummæli og aðferðir Guardiola. Hann svaraði á léttu nótunum.

„Ætlar Pep sjálfur að stíga vigtina? Haldið þið það?“ spurði Dyche léttur.

„Leikmennirnir þurfa einfaldlega að beita almennri skynsemi. Það skiptir mig engu þó þeir borði jólamat. Af hverju ekki?“

„Við munum hvetja þá til að njóta dagsins. Þeir fá frí en vera skynsamir. Þeir eiga allir að vita hvað þeir eiga að borða, hvenær og hvernig á að hugsa um sig, þurfa góðan svefn og allt það,“ sagði Dyche á blaðamannafundi í gær.

Clough yrði ekki yfir sig hrifinn

Hann var þá spurður um hvað Brian Clough heitnum, goðsögn hjá Forest sem stýrði liðinu frá 1975 til 1993, myndi finnast um aðferðir Guardiola.

Dyche dustaði þá rykið af frægri eftirhermu, en hann vakti athygli á blaðamannafundi þegar hann lék eftir Clough stuttu eftir að hann tók við Forest-liðinu.

„Þetta er það sem þú vildir, er það ekki?“ sagði Dyche léttur og blaðamaður í salnum jánkaði. Eftirhermuna og ummælin má sjá í spilaranum.

Enski boltinn yfir hátíðarnar

Föstudagur 26. desember

  • 19:40 Manchester United – Newcastle (Sýn Sport)

Laugardagur 27. desember

  • 12:10 Nottingham Forest – Manchester City (Sýn Sport)
  • 14:40 Doc Zone (Sýn Sport)
  • 14:40 Liverpool – Wolves (Sýn Sport 2)
  • 14:40 Arsenal – Brighton (Sýn Sport 3)
  • 14:40 Brentford – Bournemouth (Sýn Sport 4)
  • 14:50 West Ham – Fulham (Sýn Sport 5)
  • 14:50 Burnley – Everton (Sýn Sport 6)
  • 17:05 Laugardagsmörkin (Sýn Sport)
  • 17:20 Chelsea – Aston Villa (Sýn Sport)

Sunnudagur 28. desember

  • 13:40 Sunderland – Leeds (Sýn Sport)
  • 16:10 Crystal Palace – Tottenham (Sýn Sport)
  • 18:35 Sunnudagsmessan (Sýn Sport)

Mánudagur 29. desember

  • 21:00 VARsjáin (Sýn Sport)

Þriðjudagur 30. desember

  • 19:15 Doc Zone (Sýn Sport)
  • 19:15 Chelsea – Bournemouth (Sýn Sport 4)
  • 19:15 Nottingham Forest – Everton (Sýn Sport 5)
  • 19:20 Burnley – Newcastle (Sýn Sport 6)
  • 19:20 West Ham – Brighton (Sýn Sport Ísland 2)
  • 19:55 Manchester United – Wolves (Sýn Sport 2)
  • 19:55 Arsenal – Aston Villa (Sýn Sport 3)
  • 22:25 Þriðjudagsmörkin (Sýn Sport 2)

Fimmtudagur 1. janúar

  • 17:10 Liverpool – Leeds (Sýn Sport)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×