Íslenski boltinn

Úr Bestu heim í Hauka

Valur Páll Eiríksson skrifar
Gunnlaugur Fannar er hér fremstur á mynd.
Gunnlaugur Fannar er hér fremstur á mynd. Mynd/Haukar

Gunnlaugur Fannar Guðmundsson mun ekki spila með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta komandi sumar og er snúinn á heimaslóðir með Haukum.

Haukar tilkynntu um komu hins 31 árs gamla Gunnlaugs á samfélagsmiðlum liðsins á Þorláksmessukvöld. Gunnlaugur var hluti af liði Keflavíkur sem tryggði sér sæti í Bestu deild karla í gegnum umspil Lengjudeildarinnar síðasta sumar.

Hann er nú snúinn heim í uppeldisfélagið sem hefur átt í vandræðum og hyggst snúa við blaðinu. Haukar leika í 2. deildinni næsta sumar eftir að hafnað í sjöunda sæti þeirra deildar síðastliðið tímabil, sem þóttu vonbrigði.

Guðjón Pétur Lýðsson tók við þjálfun Hauka í vetur og honum til halds og trausts verða Óskar Örn Hauksson og Pablo Punyed, sem mun einnig spila með liðinu.

Gunnlaugur bætist nú í hópinn og mun spila fyrir Hauka í fyrsta sinn síðan 2019 eftir að hafa verið hjá Víkingi R., Kórdrengjum og Keflavík undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×