Tár, bros og krabbamein Arna Pálsdóttir skrifar 11. janúar 2021 08:32 Foreldrar mínir skildu árið 1987 þegar ég var tveggja ára. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba sem á þeim tíma þótti nokkuð merkilegt. Það var svo kvöld eitt í október það sama ár að allt breyttist. Pabbi kynntist konu sem lítið vissi þá að væri að fara að eignast tveggja ára gamalt barn. Þau hittust í Leikhúskjallaranum. Pabbi stóð við barinn með tvo glös af campari. Hann var ekki að kaupa fyrir tvo, barinn var bara að loka og hann ætlaði ekki að verða þurr í hálsinum. Þeirra kynni varð mín lífsins lukka. Ég ólst upp hjá pabba mínum og mömmu – þessari sem hann kynntist í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég þekki ekkert annað en að eiga tvær mömmur. Það var í raun ekki fyrr en ég var byrjuð í grunnskóla að ég áttaði mig á því að það ættu ekki allir tvær mömmur! Ég man ekki eftir því þegar við mamma kynntumst en það var fyrir löngu skrifað í skýin að við myndum verða mæðgur, þó það væri ekki á hinn hefðbundna hátt. Þá vil ég meina að ég hafi alltaf verið besta barnið hennar, það hafi sýnt sig snemma því hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að fæða mig. Mamma er með krabbamein. 4. stig - ólæknandi krabbamein. Við fengum þessar fréttir fyrir rúmu ári. Læknirinn vildi ekki tala mikið um lífslíkur en fleygði þó fram á einhverjum tímapunkti fjórum árum (give or take). Langt inn í árið 2020 var hún mjög brött. Það var engin leið að sjá að þessi kona væri með lífshættulegan sjúkdóm. Þetta var því frekar óraunverulegt. Var þetta ekki bara einhver misskilningur? Nú hefur sjúkdómurinn ágerst hratt. Hraðar en vonir stóðu til. Það sem var óraunverulegt fyrir ári síðan er blákaldur veruleikinn í dag. Í gegnum síðasta ár hafa hugsanir um lífið og dauðann verið eins og hálfgert undirspil í tilverunni. Léleg lyftutónlist sem maður neyðist til að sitja undir á meðan maður ferðast á milli hæða. Þessi tími hefur verið mikill skóli. Dauðinn (köllum hann Pétur, það er þægilegra) er órjúfanlegur partur af lífinu. Við eigum það þó til að leggja okkur fram við að virða hann af vettugi og veigra okkur við að hugsa um hann því mikið óskaplega er hann óþægilegur. Ég er sek um það sama, ég er stundum ekkert svo viss um að ég muni deyja, nokkurn tímann. En lífið væri ekki það sem það væri án Péturs. Hann er stóra samhengið. Hann minnir okkur á að lífið er takmörkuð auðlind og að það er ekki sjálfgefið að vera á lífi. Það er svo okkar að gefa lífinu, á meðan við höfum það, innihald. Tilveran er á svo miklum hraða. Við höfum ekki tíma til að gera allt sem við þurfum að gera. Þannig sláum við á frest því sem hefur ekki skiladag. T.d. að heyra í mömmu eða ömmu bara til að spjalla, heimsækja afa, segja við systkini okkar og vini hvað þau eru manni mikils virði. Þegar við erum svo komin með hnút í magann af móral hugsum við – ég geri þetta þegar þessari vinnutörn líkur eða þegar búið er að klára framkvæmdirnar í forstofunni. Ég geri þetta í vor! Pétur ákveður þegar samverustundirnar verða ekki fleiri. Dregur línu í sandinn, hingað og ekki lengra. En hann getur aldrei tekið af okkur það sem við áttum með þeim sem við missum, innihaldið sjálft. Pétur er í raun ekkert merkilegur. Lífið er merkilegt. Tíminn sem við fáum að njóta og orðin sem við fáum að segja. Það er kannski ekki alslæmt að hugsa stundum til Péturs. Hann mun koma til okkra allra, þetta er bara það sem hann gerir karlanginn. Eins og hann er óþolandi þá minnir hann mann á að hlúa að innihaldinu. Því sem skiptir máli. Ef þú ert að lesa þennan pistil þá munt þú deyja (vonandi ekki úr leiðindum samt). Við munum nefnilega öll deyja. Geymum ekki ósögð orð. Samvera með ástvinum er það dýrmætasta sem við eigum. Mamma á afmæli í dag. Hún er 57 ára. Ég hlakka til að halda upp á daginn með henni. Lifið er fallegt. Lífið er hérna. Lífið er núna. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Foreldrar mínir skildu árið 1987 þegar ég var tveggja ára. Eftir skilnaðinn bjó ég hjá pabba sem á þeim tíma þótti nokkuð merkilegt. Það var svo kvöld eitt í október það sama ár að allt breyttist. Pabbi kynntist konu sem lítið vissi þá að væri að fara að eignast tveggja ára gamalt barn. Þau hittust í Leikhúskjallaranum. Pabbi stóð við barinn með tvo glös af campari. Hann var ekki að kaupa fyrir tvo, barinn var bara að loka og hann ætlaði ekki að verða þurr í hálsinum. Þeirra kynni varð mín lífsins lukka. Ég ólst upp hjá pabba mínum og mömmu – þessari sem hann kynntist í Þjóðleikhúskjallaranum. Ég þekki ekkert annað en að eiga tvær mömmur. Það var í raun ekki fyrr en ég var byrjuð í grunnskóla að ég áttaði mig á því að það ættu ekki allir tvær mömmur! Ég man ekki eftir því þegar við mamma kynntumst en það var fyrir löngu skrifað í skýin að við myndum verða mæðgur, þó það væri ekki á hinn hefðbundna hátt. Þá vil ég meina að ég hafi alltaf verið besta barnið hennar, það hafi sýnt sig snemma því hún þurfti ekki einu sinni að hafa fyrir því að fæða mig. Mamma er með krabbamein. 4. stig - ólæknandi krabbamein. Við fengum þessar fréttir fyrir rúmu ári. Læknirinn vildi ekki tala mikið um lífslíkur en fleygði þó fram á einhverjum tímapunkti fjórum árum (give or take). Langt inn í árið 2020 var hún mjög brött. Það var engin leið að sjá að þessi kona væri með lífshættulegan sjúkdóm. Þetta var því frekar óraunverulegt. Var þetta ekki bara einhver misskilningur? Nú hefur sjúkdómurinn ágerst hratt. Hraðar en vonir stóðu til. Það sem var óraunverulegt fyrir ári síðan er blákaldur veruleikinn í dag. Í gegnum síðasta ár hafa hugsanir um lífið og dauðann verið eins og hálfgert undirspil í tilverunni. Léleg lyftutónlist sem maður neyðist til að sitja undir á meðan maður ferðast á milli hæða. Þessi tími hefur verið mikill skóli. Dauðinn (köllum hann Pétur, það er þægilegra) er órjúfanlegur partur af lífinu. Við eigum það þó til að leggja okkur fram við að virða hann af vettugi og veigra okkur við að hugsa um hann því mikið óskaplega er hann óþægilegur. Ég er sek um það sama, ég er stundum ekkert svo viss um að ég muni deyja, nokkurn tímann. En lífið væri ekki það sem það væri án Péturs. Hann er stóra samhengið. Hann minnir okkur á að lífið er takmörkuð auðlind og að það er ekki sjálfgefið að vera á lífi. Það er svo okkar að gefa lífinu, á meðan við höfum það, innihald. Tilveran er á svo miklum hraða. Við höfum ekki tíma til að gera allt sem við þurfum að gera. Þannig sláum við á frest því sem hefur ekki skiladag. T.d. að heyra í mömmu eða ömmu bara til að spjalla, heimsækja afa, segja við systkini okkar og vini hvað þau eru manni mikils virði. Þegar við erum svo komin með hnút í magann af móral hugsum við – ég geri þetta þegar þessari vinnutörn líkur eða þegar búið er að klára framkvæmdirnar í forstofunni. Ég geri þetta í vor! Pétur ákveður þegar samverustundirnar verða ekki fleiri. Dregur línu í sandinn, hingað og ekki lengra. En hann getur aldrei tekið af okkur það sem við áttum með þeim sem við missum, innihaldið sjálft. Pétur er í raun ekkert merkilegur. Lífið er merkilegt. Tíminn sem við fáum að njóta og orðin sem við fáum að segja. Það er kannski ekki alslæmt að hugsa stundum til Péturs. Hann mun koma til okkra allra, þetta er bara það sem hann gerir karlanginn. Eins og hann er óþolandi þá minnir hann mann á að hlúa að innihaldinu. Því sem skiptir máli. Ef þú ert að lesa þennan pistil þá munt þú deyja (vonandi ekki úr leiðindum samt). Við munum nefnilega öll deyja. Geymum ekki ósögð orð. Samvera með ástvinum er það dýrmætasta sem við eigum. Mamma á afmæli í dag. Hún er 57 ára. Ég hlakka til að halda upp á daginn með henni. Lifið er fallegt. Lífið er hérna. Lífið er núna. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar