Greta Thunberg heiðruð á sænsku frímerki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2021 21:36 Eins manns mótmæli Gretu gegn loftslagsbreytingum urðu að alheimshreyfingu og hefur Greta meðal annars verið nefnd einstaklingur ársins af Time og tvívegis verið tilnefnd til Nóbelsverðlaunanna. epa/PostNord Teikning af aðgerðasinnanum Gretu Thunberg prýðir nú sænskt frímerki. Um er að ræða viðurkenningu til handa Thunberg, fyrir viðleitni hennar til að „varðveita einstaka náttúru Svíþjóðar fyrir komandi kynslóðir.“ Á frímerkinu sést Greta, í gulu regnkápunni sinni og með fléttu í hárinu, standa á klettabrún en svölur fljúga yfir. Frímerkið er eitt í röð merkja með teikningum eftir Henning Trollbäck en röðin ber yfirskriftina „Verðmæt náttúra“. Á sumum merkjanna má finna þau markmið sem sænsk stjórnvöld hafa sett í umhverfismálum en önnur, sem ætluð eru á bréf innanlands, sýna fjöll, skóga og plöntur. Á frímerkjum sem ætluð eru á sendingar innan Evrópu er að finna mynd af hakakörtu í útrýmingarhættu. „Það gleður okkur að Greta, og nokkrar teikningar af mikilvægum náttúrufyrirbrigðum, skuli prýða frímerkin okkar,“ hefur Guardian eftir Kristinu Olafsdottur hjá PostNord. „Þessar náttúruminjar eru afar mikilvægar og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að varðveita þær.“ Sænska póstþjónustan hefur áður valið að prýða frímerkin sín með myndum af öðrum þekktum Svíum, meðal annars Astrid Lindgre, knattspyrnumanninum Zlatan Ibrahimovi ć og tónlistarmanninum Avicii. Thunberg varð 18 ára á dögunum og sagði af því tilefni að hún væri hætt að fljúga og „neyta hluta“ en sagðist ekki dæma aðra sem væru ekki jafn umhverfisvænir. „Ég er ekki að segja öðrum hvað þeir eiga að gera. Þegar þú ert mikið að tala um þetta en gerir ekki eins og þú segir þá er hætt við því að þú kallir á gagnrýn og að þú sért ekki tekin alvarlega.“ Svíþjóð Umhverfismál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Á frímerkinu sést Greta, í gulu regnkápunni sinni og með fléttu í hárinu, standa á klettabrún en svölur fljúga yfir. Frímerkið er eitt í röð merkja með teikningum eftir Henning Trollbäck en röðin ber yfirskriftina „Verðmæt náttúra“. Á sumum merkjanna má finna þau markmið sem sænsk stjórnvöld hafa sett í umhverfismálum en önnur, sem ætluð eru á bréf innanlands, sýna fjöll, skóga og plöntur. Á frímerkjum sem ætluð eru á sendingar innan Evrópu er að finna mynd af hakakörtu í útrýmingarhættu. „Það gleður okkur að Greta, og nokkrar teikningar af mikilvægum náttúrufyrirbrigðum, skuli prýða frímerkin okkar,“ hefur Guardian eftir Kristinu Olafsdottur hjá PostNord. „Þessar náttúruminjar eru afar mikilvægar og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að varðveita þær.“ Sænska póstþjónustan hefur áður valið að prýða frímerkin sín með myndum af öðrum þekktum Svíum, meðal annars Astrid Lindgre, knattspyrnumanninum Zlatan Ibrahimovi ć og tónlistarmanninum Avicii. Thunberg varð 18 ára á dögunum og sagði af því tilefni að hún væri hætt að fljúga og „neyta hluta“ en sagðist ekki dæma aðra sem væru ekki jafn umhverfisvænir. „Ég er ekki að segja öðrum hvað þeir eiga að gera. Þegar þú ert mikið að tala um þetta en gerir ekki eins og þú segir þá er hætt við því að þú kallir á gagnrýn og að þú sért ekki tekin alvarlega.“
Svíþjóð Umhverfismál Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira