Hvert er Ferðaklúbburinn 4x4 að stefna? Halldór Kristinsson skrifar 15. janúar 2021 19:01 Ég verð að viðurkenna að mér líst ekki á það hvert Ferðaklúbburinn 4x4 er að stefna og dreg það stórlega í efa að allir félagar hans séu sammála þeirri afstöðu, sem komið hefur fram að undanförnu, að segja sig frá og mæla gegn hugmyndum um náttúruvernd. Hefur einhver könnun verið gerð á því hversu margir félagsmenn eru sammála þessari hörðu afstöðu klúbbsins? Yfirlýst afstaða klúbbsins gegn þjóðgörðum og nú síðast úrsögn úr Landvernd er lýsandi dæmi um vænisýki (e.paranoia) og sleggjudóma sem því miður er allt of algeng í dag í svo mörgum málum. Yfirlýsing klúbbsins, sem undirrituð er af formanni hans, vegna úrsagnar úr Landvernd er til dæmis algerlega órökstudd og ber keim sömu öfga og þeir væna samtökin sjálf um. Þar er fullyrt að: “ Stefna Landverndar undanfarin ár hefur verið öfgakennd og markast af harðlínu sem farið hefur út fyrir svið náttúruverndar..” Það væri afar upplýsandi ef formaðurinn segði okkur hvar og hvenær Ferðaklúbburinn 4x4 hefur orðið fyrir barðinu á þessari öfgakenndu stefnu Landverndar. Eitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4x4, sem fest eru í lög hans, er: “Að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku um náttúru Íslands”. Ég sé ekki að úrsögn úr Landvernd og yfirlýst andstaða gegn þjóðgarði á hálendinu samrýmist þessu markmiði. Hvernig hyggst klúbburinn ná þessum markmiðum sínum að stuðla að náttúruvernd? Ef klúbburinn ætlar sér ekki að einangrast og fá á sig ímynd öfga jeppasamtaka gegn náttúruvernd, þarf hann að taka þátt í umræðunni og vera þáttakandi í henni á þann hátt að trúverðugt sé. Ekki með illa ígrunduðum yfirlýsingum sem ganga gegn markmiðum hans. Klúbburinn ætti frekar að koma fram með ábyrgar tillögur og ályktanir sem ræddar hafa verið á félagsfundum og samrýmast markmiðum hans í stað þess að mála sig útí horn og fá á sig ímynd andstæðinga náttúrverndar. Því ég held að þegar öllu er á botninn hvolft séu langflestir félagar klúbbsins í hjarta sínu náttúruverndarfólk og vilja stuðla að því að komandi kynslóðir geti upplifað óspjallaða náttúru landsins eins og við getum ennþá gert í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég verð að viðurkenna að mér líst ekki á það hvert Ferðaklúbburinn 4x4 er að stefna og dreg það stórlega í efa að allir félagar hans séu sammála þeirri afstöðu, sem komið hefur fram að undanförnu, að segja sig frá og mæla gegn hugmyndum um náttúruvernd. Hefur einhver könnun verið gerð á því hversu margir félagsmenn eru sammála þessari hörðu afstöðu klúbbsins? Yfirlýst afstaða klúbbsins gegn þjóðgörðum og nú síðast úrsögn úr Landvernd er lýsandi dæmi um vænisýki (e.paranoia) og sleggjudóma sem því miður er allt of algeng í dag í svo mörgum málum. Yfirlýsing klúbbsins, sem undirrituð er af formanni hans, vegna úrsagnar úr Landvernd er til dæmis algerlega órökstudd og ber keim sömu öfga og þeir væna samtökin sjálf um. Þar er fullyrt að: “ Stefna Landverndar undanfarin ár hefur verið öfgakennd og markast af harðlínu sem farið hefur út fyrir svið náttúruverndar..” Það væri afar upplýsandi ef formaðurinn segði okkur hvar og hvenær Ferðaklúbburinn 4x4 hefur orðið fyrir barðinu á þessari öfgakenndu stefnu Landverndar. Eitt af markmiðum Ferðaklúbbsins 4x4, sem fest eru í lög hans, er: “Að stuðla að náttúruvernd og sjálfbærri ferðamennsku um náttúru Íslands”. Ég sé ekki að úrsögn úr Landvernd og yfirlýst andstaða gegn þjóðgarði á hálendinu samrýmist þessu markmiði. Hvernig hyggst klúbburinn ná þessum markmiðum sínum að stuðla að náttúruvernd? Ef klúbburinn ætlar sér ekki að einangrast og fá á sig ímynd öfga jeppasamtaka gegn náttúruvernd, þarf hann að taka þátt í umræðunni og vera þáttakandi í henni á þann hátt að trúverðugt sé. Ekki með illa ígrunduðum yfirlýsingum sem ganga gegn markmiðum hans. Klúbburinn ætti frekar að koma fram með ábyrgar tillögur og ályktanir sem ræddar hafa verið á félagsfundum og samrýmast markmiðum hans í stað þess að mála sig útí horn og fá á sig ímynd andstæðinga náttúrverndar. Því ég held að þegar öllu er á botninn hvolft séu langflestir félagar klúbbsins í hjarta sínu náttúruverndarfólk og vilja stuðla að því að komandi kynslóðir geti upplifað óspjallaða náttúru landsins eins og við getum ennþá gert í dag.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar