Breskir heilbrigðisstarfsmenn óttast að verða sóttir til saka Sylvía Hall skrifar 16. janúar 2021 16:13 Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnunum í Bretlandi og óttast sérfræðingar að það komi til með að aukast á næstu vikum. Getty/David Cliff Breskir heilbrigðisstarfsmenn hafa kallað eftir því að þeim verði veitt lagaleg vernd gegn mögulegum afleiðingum álagsins sem fylgir kórónuveirufaraldrinum. Þeir séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir sem gætu valdið dauðsföllum. Álagið á heilbrigðiskerfið þar í landi hefur aukist undanfarnar vikur þar sem smitum fer enn fjölgandi. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði, hefur bætt gráu ofan á svart og hefur metfjöldi smita greinst undanfarnar vikur. Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í Bretlandi nálgast nú níutíu þúsund frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins óttast starfsfólk að geta ekki sinnt öllum þeim sem sækjast eftir læknisaðstoð á næstu vikum. Þannig gæti þurft að vísa einhverjum frá sem nauðsynlega þurfa að komast undir læknishendur. Boris hafi sjálfur talað um siðferðilegt stórslys Samtök heilbrigðisstarfsfólks hafa skrifað til ráðherra og bent þeim á að heilbrigðisstarfsmenn séu í hættu á að verða ákærðir fyrir að valda dauðsföllum með ólögmætum hætti. Í bréfinu er jafnframt tekið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi sjálfur sagt að of mikið álag á heilbrigðisstofnanir yrði „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ þar sem starfsfólk yrði sett í þá stöðu að velja hverjir myndu lifa og hverjir myndu deyja. „Yfirmenn á heilbrigðisstofnunum telja nú mikla hættu á því að heilbrigðiskerfið geti ekki staðið undir álaginu á næstu vikum. Meðlimir okkar óttast ekki aðeins að vera settir í þá stöðu, heldur einnig að þeir geti átt í hættu að lenda í sakamálarannsókn af hálfu lögreglunnar,“ segir í bréfinu til ráðherranna. Kallað er eftir lagasetningu sem myndi vernda lækna og hjúkrunarfræðinga fyrir slíkum ákærum í ljósi þess að þeir gætu nú verið settir í aðstæður sem þeir hafa enga stjórn á. Þær leiðbeiningar sem nú séu í gildi veiti ekki nægilega vernd. „Það að veita sjúklingum bestu mögulegu meðferð er ávallt í forgangi hjá öllum læknum. Við teljum það ekki rétt að heilbrigðissérfræðingar þurfi mögulega að glíma við þær siðferðilegu og andlegu afleiðingar sem fylgja því að taka ákvarðanir út frá því hvernig takmörkuðum gæðum er dreift, á sama tíma og þeir geti átt í hættu á að verða ákærðir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11. janúar 2021 18:47 Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. 11. janúar 2021 08:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Álagið á heilbrigðiskerfið þar í landi hefur aukist undanfarnar vikur þar sem smitum fer enn fjölgandi. Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði, hefur bætt gráu ofan á svart og hefur metfjöldi smita greinst undanfarnar vikur. Dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í Bretlandi nálgast nú níutíu þúsund frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins óttast starfsfólk að geta ekki sinnt öllum þeim sem sækjast eftir læknisaðstoð á næstu vikum. Þannig gæti þurft að vísa einhverjum frá sem nauðsynlega þurfa að komast undir læknishendur. Boris hafi sjálfur talað um siðferðilegt stórslys Samtök heilbrigðisstarfsfólks hafa skrifað til ráðherra og bent þeim á að heilbrigðisstarfsmenn séu í hættu á að verða ákærðir fyrir að valda dauðsföllum með ólögmætum hætti. Í bréfinu er jafnframt tekið fram að Boris Johnson forsætisráðherra hafi sjálfur sagt að of mikið álag á heilbrigðisstofnanir yrði „læknisfræðilegt og siðferðilegt stórslys“ þar sem starfsfólk yrði sett í þá stöðu að velja hverjir myndu lifa og hverjir myndu deyja. „Yfirmenn á heilbrigðisstofnunum telja nú mikla hættu á því að heilbrigðiskerfið geti ekki staðið undir álaginu á næstu vikum. Meðlimir okkar óttast ekki aðeins að vera settir í þá stöðu, heldur einnig að þeir geti átt í hættu að lenda í sakamálarannsókn af hálfu lögreglunnar,“ segir í bréfinu til ráðherranna. Kallað er eftir lagasetningu sem myndi vernda lækna og hjúkrunarfræðinga fyrir slíkum ákærum í ljósi þess að þeir gætu nú verið settir í aðstæður sem þeir hafa enga stjórn á. Þær leiðbeiningar sem nú séu í gildi veiti ekki nægilega vernd. „Það að veita sjúklingum bestu mögulegu meðferð er ávallt í forgangi hjá öllum læknum. Við teljum það ekki rétt að heilbrigðissérfræðingar þurfi mögulega að glíma við þær siðferðilegu og andlegu afleiðingar sem fylgja því að taka ákvarðanir út frá því hvernig takmörkuðum gæðum er dreift, á sama tíma og þeir geti átt í hættu á að verða ákærðir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11. janúar 2021 18:47 Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. 11. janúar 2021 08:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17
Óttast „falskt áhyggjuleysi“ vegna bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir þjóðina vera á hættulegum tímapunkti í faraldrinum. Smitum fer ört fjölgandi en bólusetningar hófust í desember síðastliðnum. Johnson óttast að fólk sé kærulausara vegna þessa. 11. janúar 2021 18:47
Setja aukinn kraft í bólusetningar Bretar ætla að setja aukinn kraft í bólusetningar þar í landi í vikunni og í dag opna sjö bólusetningamiðstöðvar víðs vegar um landið sem geta tekið á móti miklum fjölda fólks. 11. janúar 2021 08:15