„Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2021 13:58 Camilla Rut er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna Íslands og er góðvinkona Sólrúnar Diego. @camillarut „Ég ætlaði fyrst ekki að gera neinar athugasemdir við þessar sögusagnir því mér finnst þetta algjörlega fyrir neðan allar hellur og ég vil ekki taka þátt í svona þvælu,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir um þær sögusagnir að hún og Sólrún Diego væru ekki lengur vinkonur. Um helgina birtist frétt á vefsíðu Hringbrautar þar sem fjallað var um það og á Mbl.is birtist síðan grein í gær að Camilla hafi ekki mætt í afmæli Sólrúnar sem var haldið í gærkvöldi. Sólrún hélt upp á afmælið sitt á veitingastaðnum No Concept í gærkvöldi. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk og ég vona að fólk passi sig á að gleypa þetta ekki. Ég er enn þá að fylgja Sólrúnu og hún mig líka og virðist vera að það þurfi að stimpla inn allt notendanafnið okkar til að fá okkur upp í leitargluggunum,“ segir Camilla. Camilla segist ekki hafa komist í afmælið í gærkvöldi þar sem hún á tvær mjög góðar vinkonur sem eiga afmæli 19. janúar. „Þær eru mér mjög kærar, báðar tvær. Ég vildi óska þess að ég hefði getað klónað mig til að vera á báðum stöðum,“ segir Camilla sem var í afmæli hjá Tinnu Björk Kristinsdóttur sem er einnig þekkt samfélagsmiðlastjarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi. „Svo til að bæta því við þá bý ég í Reykjanesbæ og er með barn á brjósti. Tinna og vinir ákváðu að fara á veitingastað og hótel í Reykjanesbæ svo ég gæti fagnað með þeim en væri þó ekki of langt frá heima til þess að geta stokkið snöggt frá til að gefa unganum mínum brjóst fyrir svefninn. Þykir leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn að það er ekki merkilegra en þetta,“ segir Camilla og heldur áfram. „Fólk hefur áhyggjur af því að við höfum ekki hist mikið undanfarið en það er covid og það er verið að virða sóttvarnarreglur, mæli með að fólki geri slíkt hið sama.“ Hér að neðan má sjá vinkonurnar á góðri stundu síðastliðið sumar. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut) Samfélagsmiðlar Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Um helgina birtist frétt á vefsíðu Hringbrautar þar sem fjallað var um það og á Mbl.is birtist síðan grein í gær að Camilla hafi ekki mætt í afmæli Sólrúnar sem var haldið í gærkvöldi. Sólrún hélt upp á afmælið sitt á veitingastaðnum No Concept í gærkvöldi. „Þetta er komið út fyrir öll velsæmismörk og ég vona að fólk passi sig á að gleypa þetta ekki. Ég er enn þá að fylgja Sólrúnu og hún mig líka og virðist vera að það þurfi að stimpla inn allt notendanafnið okkar til að fá okkur upp í leitargluggunum,“ segir Camilla. Camilla segist ekki hafa komist í afmælið í gærkvöldi þar sem hún á tvær mjög góðar vinkonur sem eiga afmæli 19. janúar. „Þær eru mér mjög kærar, báðar tvær. Ég vildi óska þess að ég hefði getað klónað mig til að vera á báðum stöðum,“ segir Camilla sem var í afmæli hjá Tinnu Björk Kristinsdóttur sem er einnig þekkt samfélagsmiðlastjarna í Reykjanesbæ í gærkvöldi. „Svo til að bæta því við þá bý ég í Reykjanesbæ og er með barn á brjósti. Tinna og vinir ákváðu að fara á veitingastað og hótel í Reykjanesbæ svo ég gæti fagnað með þeim en væri þó ekki of langt frá heima til þess að geta stokkið snöggt frá til að gefa unganum mínum brjóst fyrir svefninn. Þykir leiðinlegt fyrir slúðurþyrsta landsmenn að það er ekki merkilegra en þetta,“ segir Camilla og heldur áfram. „Fólk hefur áhyggjur af því að við höfum ekki hist mikið undanfarið en það er covid og það er verið að virða sóttvarnarreglur, mæli með að fólki geri slíkt hið sama.“ Hér að neðan má sjá vinkonurnar á góðri stundu síðastliðið sumar. View this post on Instagram A post shared by CAMY (@camillarut)
Samfélagsmiðlar Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira