41 árs gamall markvörður C-deildarliðs stoppaði risana í Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 13:00 Leikmenn Alcoyano fagna sigri á Real Madrid í gær og þar á meðal er markvörðurinn José Juan Figueras sem átti magnaðan leik í gærkvöldi. Getty/Quality Sport Images Ein óvæntasta hetja vikunnar er örugglega spænski markvörðurinn José Juan Figueras. Figueras og félagar í spænska C-deildarliðinu Alcoyano slógu í gær risana í Real Madrid út spænska bikarnum. Þrátt fyrir að enda leikinn tíu á móti ellefu stórstjörnum Real Madrid þá tókst leikmönnum Alcoyano að vinna 2-1 sigur. José Juan Figueras, markvörður Alcoyano, er 41 árs gamall en hann varði alls tíu skot frá sóknarmönnum Real Madrid í gær. Það er ekki bara aldur Figueras sem gerði afrek hans enn óvæntara heldur einnig sú staðreynd að á meira en tveggja áratuga ferli hans á Spáni þá hefur hann aðeins spilað enn leik í efstu deild. En lo que va de la temporada, ningún arquero protagonizó más atajadas vs. Real Madrid que José Juan Figueras (Alcoyano): fueron 10 en total. Tiene 41 años. pic.twitter.com/OsoSyzs8iZ— SportsCenter (@SC_ESPN) January 20, 2021 Eder Militao kom Real Madrid yfir í leiknum en Jose Solbes jafnaði og tryggði Alcoyano framlengingu. Ramon Lopez var rekinn af velli í framlengingunni áður en Juanan skoraði sigurmarkið á 115. mínútu. „Þetta er draumur. Við höfðum engu að tapa. Þegar þúsund hlutir falla með þér þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Juanan eftir leikinn. Hann skoraði markið mikilvæga en það var markvörðurinn José Juan Figueras sem var hetja liðsins. 41-year-old José Juan Figueras made 10 saves against Real Madrid in the Copa del Rey.He made his debut in 1999 for Ourense and has only ever played one top-flight game in his career.Football, eh? pic.twitter.com/VnPARj5nKA— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Figueras lék sinn fyrsta leik með Valladolid B í spænsku C-deildinni árið 1999. Eini leikur hans í efstu deild var leikur með Celta de Vigo á 2002-03 tímabilinu. Þetta er annað tímabil hans með Alcoyano liðinu. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu og það sem verður að gerast það mun gerast,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn. Zidane hefur verið harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum en um síðustu helgi mistókst Real Madrid að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir tap á móti Athletic Bilbao í undanúrslitunum. Seguimos haciendo historia pic.twitter.com/0sH4jFRgS2— CD Alcoyano SAD (@CD_Alcoyano) January 20, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Figueras og félagar í spænska C-deildarliðinu Alcoyano slógu í gær risana í Real Madrid út spænska bikarnum. Þrátt fyrir að enda leikinn tíu á móti ellefu stórstjörnum Real Madrid þá tókst leikmönnum Alcoyano að vinna 2-1 sigur. José Juan Figueras, markvörður Alcoyano, er 41 árs gamall en hann varði alls tíu skot frá sóknarmönnum Real Madrid í gær. Það er ekki bara aldur Figueras sem gerði afrek hans enn óvæntara heldur einnig sú staðreynd að á meira en tveggja áratuga ferli hans á Spáni þá hefur hann aðeins spilað enn leik í efstu deild. En lo que va de la temporada, ningún arquero protagonizó más atajadas vs. Real Madrid que José Juan Figueras (Alcoyano): fueron 10 en total. Tiene 41 años. pic.twitter.com/OsoSyzs8iZ— SportsCenter (@SC_ESPN) January 20, 2021 Eder Militao kom Real Madrid yfir í leiknum en Jose Solbes jafnaði og tryggði Alcoyano framlengingu. Ramon Lopez var rekinn af velli í framlengingunni áður en Juanan skoraði sigurmarkið á 115. mínútu. „Þetta er draumur. Við höfðum engu að tapa. Þegar þúsund hlutir falla með þér þá geta svona hlutir gerst,“ sagði Juanan eftir leikinn. Hann skoraði markið mikilvæga en það var markvörðurinn José Juan Figueras sem var hetja liðsins. 41-year-old José Juan Figueras made 10 saves against Real Madrid in the Copa del Rey.He made his debut in 1999 for Ourense and has only ever played one top-flight game in his career.Football, eh? pic.twitter.com/VnPARj5nKA— Squawka Football (@Squawka) January 20, 2021 Figueras lék sinn fyrsta leik með Valladolid B í spænsku C-deildinni árið 1999. Eini leikur hans í efstu deild var leikur með Celta de Vigo á 2002-03 tímabilinu. Þetta er annað tímabil hans með Alcoyano liðinu. „Ég tek fulla ábyrgð á þessu og það sem verður að gerast það mun gerast,“ sagði Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, eftir leikinn. Zidane hefur verið harðlega gagnrýndur í spænsku blöðunum en um síðustu helgi mistókst Real Madrid að komast í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins eftir tap á móti Athletic Bilbao í undanúrslitunum. Seguimos haciendo historia pic.twitter.com/0sH4jFRgS2— CD Alcoyano SAD (@CD_Alcoyano) January 20, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn