Hálendisþjóðgarður og náttúruverndarrökin Jón Jónsson skrifar 21. janúar 2021 16:01 Í grein sem birtist hér á Vísi 11. desember, Hálendisþjóðgarður: Lýðræði og framtíðarhagsmunir, var fjallað um nokkur grunnatriði. Erindið var viðvörun við því að reynt væri að vinna málinu fylgi með því að ala á misskilningi um að hálendið væri því sem næst stjórnlaust og það væri til staðar einhver knýjandi nauðsyn á þjóðgarðsstofnun. Umræðan hefur einmitt leitað þangað. Annað einkenni umræðunnar hefur verið að gera lítið úr ástæðum þeirra sem gagnrýnt hafa þjóðgarðshugmyndina. Margir hafa bent á að þjóðgarðsstofnun muni skerða umferðarrétt og önnur almannaréttindi, heimildir til starfsemi, afréttanýtingu og ákvarðanatöku sveitarfélaga miðað við almenna löggjöf sem nú gildir. Í raun hefur andstaða við þjóðgarðsstofnun komið fram frá fulltrúum flestra þátta umgengni, nýtingar og starfsemi á hálendinu. Það rýrir ekki röksemdir að fjallað sé um málið út frá þeim hagsmunum sem standa gagnrýnendum næst. Fjölbreytilegir hagsmunir margra eru almannahagur. Eðlilega koma fá andmæli (eða meðmæli) frá þeim sem hafa lítið af hálendinu að segja. Málið varðar þó hagsmuni allrar þjóðarinnar. Álitaefnið um stofnun hálendisþjóðgarðs varðar það hvort forsendur séu til þess að læsa nýtingu hálendisins við afmörkuð verndarmarkmið sem ákveðin eru með lögum og fela eftirfylgni þeirra stofnun með óverulegt lýðræðislegt umboð. Slíkar ákvarðanir hafa verið teknar vegna núverandi þjóðgarða landsins en þar hafa aðstæður verið aðrar. Svæðin hafa verið minni og auðveldara að greina framtíðarhagsmuni, t.d. þar sem svæði eru einsleit eins og jöklar eða menningarsögu- og náttúruverndargildi augljóst. Bæði ríkisvald og sveitarfélög hafa þá samþykkt að land skuli lagt í þjóðgarð. Nú er hugmyndin að stofna Hálendisþjóðgarð án samþykkis sveitarfélaga. Við undirbúning Hálendisþjóðgarðsfrumvarps var lítið fjallað um kosti núverandi stjórnkerfis eða stöðu annarra framtíðarhagsmuna gagnvart náttúruverndarhagsmunum. Sjónarmið um þessi atriði virðast nú vera að sökkva frumvarpinu. En undirbúningur málsins með greiningu náttúruverndarhagsmuna er einnig hæpin. Umræðan hefur, með fáum undantekningum þó, ekki beinst að því eða grundvallarspurningum um umhverfisvernd og þýðingu náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Jafnvel þótt einungis sé litið til náttúru- og umhverfisverndar er hugmyndin um Hálendisþjóðgarð umdeilanleg. Umhverfislegir kostir nýtingar endurnýtanlegrar orku sem kæmi í stað brennslu jarðefnaeldsneytis eru taldir þýðingarmiklir fyrir loftslagsmál af umhverfiverndarsamtökum um allan heim. Nýting endurnýjanlegra orkuauðlinda í þágu loftslagsmála er hér tæk án verulegrar ógnar við líffræðilega fjölbreytni, en þessi atriði eru nú megináherslur í alþjóðlegri umhverfisvernd. Ef nefna ætti þriðja þáttinn þá væru það ósnortin víðerni sem augljóslega þarf að huga að á Íslandi. Gildi slíkra svæða tengist þó auðvitað vægi líffræðilegrar fjölbreytni og öðrum aðstæðum. Náttúruverndarlög fjalla nú þegar um vernd óbyggðra víðerna og gera ráð fyrir eðlilegu hagsmunamati ef til greina kemur að ganga á slík svæði. Náttúruverndarlög hafa grundvallarþýðingu við alla ákvarðanatöku og nýtingu hálendisins m.a. í landskipulagsstefnu Alþingis, eigendastefnu forsætisráðuneytisins vegna þjóðlenda og skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Eins fela þau í sér meginreglur um umferð og almannaréttindi sem beinast að einstaklingum. Í lögunum koma fram almenn verndarmarkmið um vistkerfi, jarðminjar og landslag, auk sérstakrar verndar. Í lögunum er einnig sérstaklega hugað að stöðu hálendis og óbyggða og ýmis stjórntæki vegna þess, t.d. um mismunandi tegundir friðlýsingar. Skoða má hvernig undirbúningur þjóðgarðsfrumvarps fellur að náttúruverndarlögum. Áður hefur verið bent á að mörk þjóðgarðs eiga að miða við miðhálendislínu og þjóðlendumörk sem hvorugt hefur sérstaka tengingu við náttúrufar. Fjallað er um vernd óbyggðra víðerna í 3. gr. náttúruverndarlaga og sérstök heimild til að friðlýsa óbyggð víðerni er í 46. gr. Hver er staða þeirra mála? Hún er sú að ekki liggur fyrir hjá íslenskum stjórnvöldum hvað teljast óbyggð víðerni. Ekkert kort hefur verið unnið um mörk óbyggðra víðerna eftir gildistöku náttúruverndarlaga í nóvember 2015. Frumvarp sem varðar ítarlegri reglur um afmörkun óbyggðra víðerna liggur nú fyrir Alþingi, (276. mál). Þá er í 25. gr. nvl. gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun geti lokað svæðum vegna ágangs. Það er ein lokun virk í dag, þ.e. á hellum við Þeistareyki. Svæðið yrði ekki innan marka Hálendisþjóðgarðs. Þörf á lokunum er nú engin en stjórntækin eru til staðar ef á þarf að halda. Náttúrverndarlög kveða einnig á um sérstakt eftirlit með óbyggðum svæðum, sbr. 77. gr. Ákvæðið felur í sér skyldu Umhverfisstofnunar að vinna skýrslu um ástand svæða í óbyggðum á 3ja ára fresti. Engin skýrsla hefur komið fram þótt rúmlega fimm ár séu frá gildistöku laganna. Skýrsluna á að vinna samkvæmt forsögn reglugerðar. Umhverfisráðuneytið hefur ekki gefið út reglugerð sem varðar þetta eftirlitshlutverk. Það er sem sagt ekki til staðar fagleg úttekt á stöðu náttúrusvæða í óbyggðum Þjóðgarðshugmyndin virðist í raun fela í sér kröfu um yfirráð án þess að greining á náttúruverndarhagsmunum skipti miklu máli. Dráttur á framkvæmd náttúruverndarlaga er óútskýrður. Staða hálendisins er ágætlega tryggð ef stjórnvöld gæta að stjórntækjum gildandi náttúrverndarlaga og sinni vel svæðum sem nú eru friðlýst. Óhætt er að segja að ekkert liggi nú fyrir um nauðsyn Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist hér á Vísi 11. desember, Hálendisþjóðgarður: Lýðræði og framtíðarhagsmunir, var fjallað um nokkur grunnatriði. Erindið var viðvörun við því að reynt væri að vinna málinu fylgi með því að ala á misskilningi um að hálendið væri því sem næst stjórnlaust og það væri til staðar einhver knýjandi nauðsyn á þjóðgarðsstofnun. Umræðan hefur einmitt leitað þangað. Annað einkenni umræðunnar hefur verið að gera lítið úr ástæðum þeirra sem gagnrýnt hafa þjóðgarðshugmyndina. Margir hafa bent á að þjóðgarðsstofnun muni skerða umferðarrétt og önnur almannaréttindi, heimildir til starfsemi, afréttanýtingu og ákvarðanatöku sveitarfélaga miðað við almenna löggjöf sem nú gildir. Í raun hefur andstaða við þjóðgarðsstofnun komið fram frá fulltrúum flestra þátta umgengni, nýtingar og starfsemi á hálendinu. Það rýrir ekki röksemdir að fjallað sé um málið út frá þeim hagsmunum sem standa gagnrýnendum næst. Fjölbreytilegir hagsmunir margra eru almannahagur. Eðlilega koma fá andmæli (eða meðmæli) frá þeim sem hafa lítið af hálendinu að segja. Málið varðar þó hagsmuni allrar þjóðarinnar. Álitaefnið um stofnun hálendisþjóðgarðs varðar það hvort forsendur séu til þess að læsa nýtingu hálendisins við afmörkuð verndarmarkmið sem ákveðin eru með lögum og fela eftirfylgni þeirra stofnun með óverulegt lýðræðislegt umboð. Slíkar ákvarðanir hafa verið teknar vegna núverandi þjóðgarða landsins en þar hafa aðstæður verið aðrar. Svæðin hafa verið minni og auðveldara að greina framtíðarhagsmuni, t.d. þar sem svæði eru einsleit eins og jöklar eða menningarsögu- og náttúruverndargildi augljóst. Bæði ríkisvald og sveitarfélög hafa þá samþykkt að land skuli lagt í þjóðgarð. Nú er hugmyndin að stofna Hálendisþjóðgarð án samþykkis sveitarfélaga. Við undirbúning Hálendisþjóðgarðsfrumvarps var lítið fjallað um kosti núverandi stjórnkerfis eða stöðu annarra framtíðarhagsmuna gagnvart náttúruverndarhagsmunum. Sjónarmið um þessi atriði virðast nú vera að sökkva frumvarpinu. En undirbúningur málsins með greiningu náttúruverndarhagsmuna er einnig hæpin. Umræðan hefur, með fáum undantekningum þó, ekki beinst að því eða grundvallarspurningum um umhverfisvernd og þýðingu náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Jafnvel þótt einungis sé litið til náttúru- og umhverfisverndar er hugmyndin um Hálendisþjóðgarð umdeilanleg. Umhverfislegir kostir nýtingar endurnýtanlegrar orku sem kæmi í stað brennslu jarðefnaeldsneytis eru taldir þýðingarmiklir fyrir loftslagsmál af umhverfiverndarsamtökum um allan heim. Nýting endurnýjanlegra orkuauðlinda í þágu loftslagsmála er hér tæk án verulegrar ógnar við líffræðilega fjölbreytni, en þessi atriði eru nú megináherslur í alþjóðlegri umhverfisvernd. Ef nefna ætti þriðja þáttinn þá væru það ósnortin víðerni sem augljóslega þarf að huga að á Íslandi. Gildi slíkra svæða tengist þó auðvitað vægi líffræðilegrar fjölbreytni og öðrum aðstæðum. Náttúruverndarlög fjalla nú þegar um vernd óbyggðra víðerna og gera ráð fyrir eðlilegu hagsmunamati ef til greina kemur að ganga á slík svæði. Náttúruverndarlög hafa grundvallarþýðingu við alla ákvarðanatöku og nýtingu hálendisins m.a. í landskipulagsstefnu Alþingis, eigendastefnu forsætisráðuneytisins vegna þjóðlenda og skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Eins fela þau í sér meginreglur um umferð og almannaréttindi sem beinast að einstaklingum. Í lögunum koma fram almenn verndarmarkmið um vistkerfi, jarðminjar og landslag, auk sérstakrar verndar. Í lögunum er einnig sérstaklega hugað að stöðu hálendis og óbyggða og ýmis stjórntæki vegna þess, t.d. um mismunandi tegundir friðlýsingar. Skoða má hvernig undirbúningur þjóðgarðsfrumvarps fellur að náttúruverndarlögum. Áður hefur verið bent á að mörk þjóðgarðs eiga að miða við miðhálendislínu og þjóðlendumörk sem hvorugt hefur sérstaka tengingu við náttúrufar. Fjallað er um vernd óbyggðra víðerna í 3. gr. náttúruverndarlaga og sérstök heimild til að friðlýsa óbyggð víðerni er í 46. gr. Hver er staða þeirra mála? Hún er sú að ekki liggur fyrir hjá íslenskum stjórnvöldum hvað teljast óbyggð víðerni. Ekkert kort hefur verið unnið um mörk óbyggðra víðerna eftir gildistöku náttúruverndarlaga í nóvember 2015. Frumvarp sem varðar ítarlegri reglur um afmörkun óbyggðra víðerna liggur nú fyrir Alþingi, (276. mál). Þá er í 25. gr. nvl. gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun geti lokað svæðum vegna ágangs. Það er ein lokun virk í dag, þ.e. á hellum við Þeistareyki. Svæðið yrði ekki innan marka Hálendisþjóðgarðs. Þörf á lokunum er nú engin en stjórntækin eru til staðar ef á þarf að halda. Náttúrverndarlög kveða einnig á um sérstakt eftirlit með óbyggðum svæðum, sbr. 77. gr. Ákvæðið felur í sér skyldu Umhverfisstofnunar að vinna skýrslu um ástand svæða í óbyggðum á 3ja ára fresti. Engin skýrsla hefur komið fram þótt rúmlega fimm ár séu frá gildistöku laganna. Skýrsluna á að vinna samkvæmt forsögn reglugerðar. Umhverfisráðuneytið hefur ekki gefið út reglugerð sem varðar þetta eftirlitshlutverk. Það er sem sagt ekki til staðar fagleg úttekt á stöðu náttúrusvæða í óbyggðum Þjóðgarðshugmyndin virðist í raun fela í sér kröfu um yfirráð án þess að greining á náttúruverndarhagsmunum skipti miklu máli. Dráttur á framkvæmd náttúruverndarlaga er óútskýrður. Staða hálendisins er ágætlega tryggð ef stjórnvöld gæta að stjórntækjum gildandi náttúrverndarlaga og sinni vel svæðum sem nú eru friðlýst. Óhætt er að segja að ekkert liggi nú fyrir um nauðsyn Hálendisþjóðgarðs. Höfundur er lögmaður.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun