FIFA segir að leikmenn evrópsku Ofurdeildarinnar muni ekki geta spilað á HM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2021 06:31 Eigendur Mancester United vilja stofna evrópska Ofurdeild. Ef svo færi mætti enginn leikmanna liðsins taka þátt á HM. Peter Cziborra/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett fótinn fyrir hurðina sem á að opna leið stórliða Evrópu að stofnun Ofurdeildar. Leikmenn þeirrar deildar myndu ekki fá leyfi sambandsins til að taka þátt í mótum á vegum þess. Orðrómar þess efnis að stórveldi Evrópu vilji stofna svokallaða Ofurdeild sem myndi samanstanda af stærstu – og að vissu leyti bestu – liðum Evrópu hafa orðið háværari og háværari undanfarna mánuði. Virkilega áhugavert. FIFA fer all in og segir að ef Ofurdeild verður stofnuð verði mönnum bannað að keppa með landsliðum og taka þátt í keppnum á vegum FIFA og aðildarsambanda. Opnar samt á möguleikann á draum Infantino um HM félagsliða. https://t.co/SSot4aBZkW— Björn Berg (@BjornBergG) January 21, 2021 FIFA hefur nú ákveðið að gefa út tilkynningu þess efnis að fari svo að téð deild yrði stofnuð þá myndu leikmenn sem í henni spila ekki fá að taka þátt í mótum á vegum FIFA. Þar má til að mynda heimsmeistarakeppnina sjálfa. Ekki væri um að ræða keppni sem kæmi í staðinn fyrir deildarkeppni hvers lands heldur svipað fyrirkomulag og er í EuroLeague í körfuboltanum. Í raun væru þá liðin sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í tveimur deildarkeppnum. Það þýðir að liðin myndu ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða bikarkeppnum landa sinna. „FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að slík keppni yrði ekki samþykkt af sambandinu. Þau félög og þeir leikmenn sem myndu taka þátt í slíkri deild myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í opinberum keppnum á vegum sambandsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FIFA um málið. Samkvæmt pistlahöfundi New York Times hefur Joel Glazer – meðlimur Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United – verið einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir stofnun slíkrar deildar. Man United hefur ekki átt fast sæti í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og vilja eigandur félagsins stöðugra tekjuflæði ef marka má fréttir. Joel Glazer has been working the phones, pushing the idea of a Super League. The idea is for 15/16 permanent members and 4 or 5 qualifiers for each season. League would be divided into 2 groups 10, with top four in each qualifying for knockouts. All games midweek except final.— tariq panja (@tariqpanja) January 21, 2021 Fótbolti FIFA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Orðrómar þess efnis að stórveldi Evrópu vilji stofna svokallaða Ofurdeild sem myndi samanstanda af stærstu – og að vissu leyti bestu – liðum Evrópu hafa orðið háværari og háværari undanfarna mánuði. Virkilega áhugavert. FIFA fer all in og segir að ef Ofurdeild verður stofnuð verði mönnum bannað að keppa með landsliðum og taka þátt í keppnum á vegum FIFA og aðildarsambanda. Opnar samt á möguleikann á draum Infantino um HM félagsliða. https://t.co/SSot4aBZkW— Björn Berg (@BjornBergG) January 21, 2021 FIFA hefur nú ákveðið að gefa út tilkynningu þess efnis að fari svo að téð deild yrði stofnuð þá myndu leikmenn sem í henni spila ekki fá að taka þátt í mótum á vegum FIFA. Þar má til að mynda heimsmeistarakeppnina sjálfa. Ekki væri um að ræða keppni sem kæmi í staðinn fyrir deildarkeppni hvers lands heldur svipað fyrirkomulag og er í EuroLeague í körfuboltanum. Í raun væru þá liðin sem taka þátt í Ofurdeildinni að taka þátt í tveimur deildarkeppnum. Það þýðir að liðin myndu ekki taka þátt í Meistaradeild Evrópu eða bikarkeppnum landa sinna. „FIFA og álfusamböndin sex vilja taka fram að slík keppni yrði ekki samþykkt af sambandinu. Þau félög og þeir leikmenn sem myndu taka þátt í slíkri deild myndu ekki fá leyfi til að taka þátt í opinberum keppnum á vegum sambandsins,“ segir meðal annars í yfirlýsingu FIFA um málið. Samkvæmt pistlahöfundi New York Times hefur Joel Glazer – meðlimur Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United – verið einn af þeim sem hefur barist hvað mest fyrir stofnun slíkrar deildar. Man United hefur ekki átt fast sæti í Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og vilja eigandur félagsins stöðugra tekjuflæði ef marka má fréttir. Joel Glazer has been working the phones, pushing the idea of a Super League. The idea is for 15/16 permanent members and 4 or 5 qualifiers for each season. League would be divided into 2 groups 10, with top four in each qualifying for knockouts. All games midweek except final.— tariq panja (@tariqpanja) January 21, 2021
Fótbolti FIFA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira