Íslenska landsliðið endar í tuttugasta sæti á HM Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2021 16:31 Íslenska landsliðið tapaði fjórum af sex leikjum sínum á HM en engum þó með meira en tveggja marka mun. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Íslenska karlalandsliðið í handbolta endaði í 20. sæti á HM í Egyptalandi og hefur aldrei í sögunni endað neðar í lokakeppni HM. Ísland tapaði fjórum af sex leikjum sínum á HM en engum þó með meira en tveggja marka mun. Liðið endaði í 5. sæti síns milliriðils en leikið var í fjórum sex liða milliriðlum. Samkvæmt reglum mótsins, sem alþjóða handknattleikssambandið setur, er ekki spilað um sæti 9-24 heldur er liðum raðað í þau sæti út frá árangri í milliriðlakeppninni. Liðin sem enduðu í 5. sæti hvers milliriðils raðast því í sæti 17-20. Auk Íslands enduðu Hvíta-Rússland, Japan og Brasilía í 5. sæti síns milliriðils en þau fengu öll fleiri stig en Ísland. Fram til þessa var versti árangur Íslands á HM í Túnis árið 2005 þegar liðið endað í 15. sæti af 24 þjóðum. Þrisvar hefur Ísland endað í 14. sæti, síðast á HM í Frakklandi fyrir fjórum árum. Sex sinnum hefur Ísland þó ekki komist í lokakeppni HM, síðast á HM 2009 eða árið á milli þess að liðið vann silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumeistaramóti. Næsta mót í Póllandi og Svíþjóð Í ár voru í fyrsta sinn 32 þjóðir á HM en frá og með HM á Íslandi 1995 höfðu 24 þjóðir verið með á HM hverju sinni. Áður voru þær 16, nema á þremur af fyrstu fjórum mótunum en fjögur lið tóku þátt 1938, sex lið 1954 og 12 lið 1961. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Póllandi og Svíþjóð í janúar 2023. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. 25. janúar 2021 10:30 Björgvin Páll: Maður sá sára menn sem voru búnir með alla orku Björgvin Páll Gústavsson var fyrirliði íslenska liðsins gegn því norska í síðasta leik þess á HM í Egyptalandi. Íslendingar léku vel í leiknum en það dugði ekki til gegn öflugum Norðmönnum sem unnu tveggja marka sigur, 33-35. 24. janúar 2021 19:26 „Mér finnst framtíðin ótrúlega björt“ „Þetta er einstakur hópur og ég vona að það skili sér heim í stofu hvers konar ofboðsleg barátta og ósérhlífni er hér í gangi.“ Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við RÚV eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi. 24. janúar 2021 19:19 Ýmir: Hafði trú á að við gætum farið í átta liða úrslit Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í íslensku vörninni gegn Noregi í dag. Hann var svekktur en jafnframt stoltur eftir leikinn sem endaði með norskum sigri, 33-35. 24. janúar 2021 19:17 Umfjöllun: Ísland - Noregur 33-35 | Fyrirmyndar frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Ísland tapaði fjórum af sex leikjum sínum á HM en engum þó með meira en tveggja marka mun. Liðið endaði í 5. sæti síns milliriðils en leikið var í fjórum sex liða milliriðlum. Samkvæmt reglum mótsins, sem alþjóða handknattleikssambandið setur, er ekki spilað um sæti 9-24 heldur er liðum raðað í þau sæti út frá árangri í milliriðlakeppninni. Liðin sem enduðu í 5. sæti hvers milliriðils raðast því í sæti 17-20. Auk Íslands enduðu Hvíta-Rússland, Japan og Brasilía í 5. sæti síns milliriðils en þau fengu öll fleiri stig en Ísland. Fram til þessa var versti árangur Íslands á HM í Túnis árið 2005 þegar liðið endað í 15. sæti af 24 þjóðum. Þrisvar hefur Ísland endað í 14. sæti, síðast á HM í Frakklandi fyrir fjórum árum. Sex sinnum hefur Ísland þó ekki komist í lokakeppni HM, síðast á HM 2009 eða árið á milli þess að liðið vann silfur á Ólympíuleikum og brons á Evrópumeistaramóti. Næsta mót í Póllandi og Svíþjóð Í ár voru í fyrsta sinn 32 þjóðir á HM en frá og með HM á Íslandi 1995 höfðu 24 þjóðir verið með á HM hverju sinni. Áður voru þær 16, nema á þremur af fyrstu fjórum mótunum en fjögur lið tóku þátt 1938, sex lið 1954 og 12 lið 1961. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Póllandi og Svíþjóð í janúar 2023.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. 25. janúar 2021 10:30 Björgvin Páll: Maður sá sára menn sem voru búnir með alla orku Björgvin Páll Gústavsson var fyrirliði íslenska liðsins gegn því norska í síðasta leik þess á HM í Egyptalandi. Íslendingar léku vel í leiknum en það dugði ekki til gegn öflugum Norðmönnum sem unnu tveggja marka sigur, 33-35. 24. janúar 2021 19:26 „Mér finnst framtíðin ótrúlega björt“ „Þetta er einstakur hópur og ég vona að það skili sér heim í stofu hvers konar ofboðsleg barátta og ósérhlífni er hér í gangi.“ Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við RÚV eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi. 24. janúar 2021 19:19 Ýmir: Hafði trú á að við gætum farið í átta liða úrslit Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í íslensku vörninni gegn Noregi í dag. Hann var svekktur en jafnframt stoltur eftir leikinn sem endaði með norskum sigri, 33-35. 24. janúar 2021 19:17 Umfjöllun: Ísland - Noregur 33-35 | Fyrirmyndar frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. 25. janúar 2021 10:30
Björgvin Páll: Maður sá sára menn sem voru búnir með alla orku Björgvin Páll Gústavsson var fyrirliði íslenska liðsins gegn því norska í síðasta leik þess á HM í Egyptalandi. Íslendingar léku vel í leiknum en það dugði ekki til gegn öflugum Norðmönnum sem unnu tveggja marka sigur, 33-35. 24. janúar 2021 19:26
„Mér finnst framtíðin ótrúlega björt“ „Þetta er einstakur hópur og ég vona að það skili sér heim í stofu hvers konar ofboðsleg barátta og ósérhlífni er hér í gangi.“ Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við RÚV eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi. 24. janúar 2021 19:19
Ýmir: Hafði trú á að við gætum farið í átta liða úrslit Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í íslensku vörninni gegn Noregi í dag. Hann var svekktur en jafnframt stoltur eftir leikinn sem endaði með norskum sigri, 33-35. 24. janúar 2021 19:17
Umfjöllun: Ísland - Noregur 33-35 | Fyrirmyndar frammistaða gegn ógnarsterkum Norðmönnum Ísland tapaði fyrir Noregi, 33-35, í síðasta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í dag. Ísland endaði í 5. sæti milliriðils III en ekki er enn ljóst í hvaða sæti liðið endar á mótinu. 24. janúar 2021 18:50