Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2021 10:34 Fundur ríkisstjórnar stendur yfir í Ráðherrabústaðnum. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. Eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 61.000 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021. Er það aukning um 39.200 frá fyrri ráðgjöf að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Ráðherra gerði á fundinum í morgun einnig grein fyrir því að rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, fór af stað til mælinga síðastliðinn sunnudag. Í dag fara þrjú skip frá útgerðum loðnuskipa til loðnuleitar og því munu samtals fjögur skip sinna mælingunum næstu daga. Auk þess eru tvö loðnuskip til viðbótar tilbúin að koma að verkefninu ef þörf verður á. Hér má fylgjast með loðnuleitinni í rauntíma, þ.e. staðsetningu og siglingaleiðum skipa Hafró. Veðurspá næstu daga auk spár um dreifingu hafíss úti fyrir Vestfjörðum gefur vonir um að það takist að fara yfir rannsóknasvæðið og að mæla stofninn að nýju á næstu dögum. Verður áhersla lögð á svæðið úti fyrir norðanverðum Austfjörðum, fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum en ekki hefur tekist að kanna þau svæði síðustu vikur sökum óveðurs og hafíss úti fyrir Vestfjörðum. „Það er mjög ánægjulegt að tekist hafi að afstýra að loðnubrestur myndi raungerast þriðja árið í röð. Þetta er vissulega ekki mikið magn en sú staðreynd að íslensk skip munu nú halda til veiða á loðnu er skref í rétta átt. Leitin heldur áfram af fullum þunga og í dag bætast þrjú skip við í þá leit. Það er enda mikið í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Loðnuráðgjöf leiðrétt til hækkunar Loðnuráðgjöf vegna vertíðarinnar 2020/21 hefur verið leiðrétt eftir að villa kom í ljós við úrvinnslu gagna við endurútreikninga loðnumælinga hjá Hafrannsóknastofnun. 24. janúar 2021 18:22 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Eftir mælingar á loðnustofninum í síðustu viku veitti Hafrannsóknastofnun ráðgjöf um veiðar á allt að 61.000 tonnum af loðnu á vertíðinni 2020/2021. Er það aukning um 39.200 frá fyrri ráðgjöf að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Ráðherra gerði á fundinum í morgun einnig grein fyrir því að rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, fór af stað til mælinga síðastliðinn sunnudag. Í dag fara þrjú skip frá útgerðum loðnuskipa til loðnuleitar og því munu samtals fjögur skip sinna mælingunum næstu daga. Auk þess eru tvö loðnuskip til viðbótar tilbúin að koma að verkefninu ef þörf verður á. Hér má fylgjast með loðnuleitinni í rauntíma, þ.e. staðsetningu og siglingaleiðum skipa Hafró. Veðurspá næstu daga auk spár um dreifingu hafíss úti fyrir Vestfjörðum gefur vonir um að það takist að fara yfir rannsóknasvæðið og að mæla stofninn að nýju á næstu dögum. Verður áhersla lögð á svæðið úti fyrir norðanverðum Austfjörðum, fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum en ekki hefur tekist að kanna þau svæði síðustu vikur sökum óveðurs og hafíss úti fyrir Vestfjörðum. „Það er mjög ánægjulegt að tekist hafi að afstýra að loðnubrestur myndi raungerast þriðja árið í röð. Þetta er vissulega ekki mikið magn en sú staðreynd að íslensk skip munu nú halda til veiða á loðnu er skref í rétta átt. Leitin heldur áfram af fullum þunga og í dag bætast þrjú skip við í þá leit. Það er enda mikið í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur er,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Loðnuráðgjöf leiðrétt til hækkunar Loðnuráðgjöf vegna vertíðarinnar 2020/21 hefur verið leiðrétt eftir að villa kom í ljós við úrvinnslu gagna við endurútreikninga loðnumælinga hjá Hafrannsóknastofnun. 24. janúar 2021 18:22 Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Loðnuráðgjöf leiðrétt til hækkunar Loðnuráðgjöf vegna vertíðarinnar 2020/21 hefur verið leiðrétt eftir að villa kom í ljós við úrvinnslu gagna við endurútreikninga loðnumælinga hjá Hafrannsóknastofnun. 24. janúar 2021 18:22
Loðnustofninn metinn nægilega sterkur til að hefja loðnuveiðar Loðnuveiðar íslenskra skipa geta hafist að nýju eftir tveggja ára hlé, samkvæmt nýju mati Hafrannsóknastofnunar á ástandi loðnustofnsins, sem birt var í dag, eftir mælingar á loðnutorfum sem fundust á Austfjarðamiðum um síðustu helgi. Stofnunin leggur til að veiðikvóti verði aukinn úr 22 þúsund tonnum upp í 54.200 tonn, sem dugar til að hægt verði að gefa út kvóta til íslenskra skipa. 22. janúar 2021 17:23
Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. 21. janúar 2021 20:31
Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02