Vægast sagt óheppileg staða Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2021 11:31 Arnar Pétursson er þjálfari kvennalandsliðs Íslands og Guðmundur Guðmundsson þjálfari karlalandsliðsins. vísir/bára og EPA/Khaled Elfiqi Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. Í umfjöllun RÚV á síðustu stórmótum karla í handbolta hafa Arnar Pétursson og Logi Geirsson meðal annars gefið sitt álit á frammistöðu íslenska landsliðsins, og sagt sína skoðun á störfum Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Þannig var það einnig á HM í Egyptalandi nú. Arnar hefur þó frá sumrinu 2019 einnig verið þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Guðmundur landsliðsþjálfari sendi þeim Loga og Arnari tóninn í viðtali við RÚV bæði eftir tapið gegn Sviss og gegn Frakklandi í síðustu viku. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðmundur þjálfari meðal annars. Arnar sagði þá Loga ekki hafna yfir gagnrýni en sagði: „Ég er hissa á Gumma. Ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst þetta í raun og veru sorglegt.“ Málið verði rætt í stjórn HSÍ Vísir óskaði eftir viðbrögðum formanns HSÍ við þessari stöðu, að þjálfarar landsliðanna deildu fyrir framan alþjóð: „Þessi staða er vægast sagt óheppileg. Aftur á móti eru menn aðeins bundnir í verkefnum hjá okkur. Hvað þeir gera utan þess tíma er náttúrulega ekki á okkar forræði,“ sagði Guðmundur, formaður HSÍ. „Þarna eru menn að segja sínar skoðanir á hlutunum og að sjálfsögðu getur menn þá greint á. Þeir hafa báðir svarað fyrir sig í því,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort stjórn HSÍ myndi setja reglur til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi aftur upp svaraði formaðurinn: „Við eigum eftir að taka það upp og ræða það. Þetta er óheppilegt fyrir okkur og við þurfum að taka til umræðu hvernig við ætlum að vinna úr þessu.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Í umfjöllun RÚV á síðustu stórmótum karla í handbolta hafa Arnar Pétursson og Logi Geirsson meðal annars gefið sitt álit á frammistöðu íslenska landsliðsins, og sagt sína skoðun á störfum Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Þannig var það einnig á HM í Egyptalandi nú. Arnar hefur þó frá sumrinu 2019 einnig verið þjálfari kvennalandsliðs Íslands. Guðmundur landsliðsþjálfari sendi þeim Loga og Arnari tóninn í viðtali við RÚV bæði eftir tapið gegn Sviss og gegn Frakklandi í síðustu viku. „Það er algjörlega óþolandi að heyra hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig um þetta á niðrandi hátt. Talandi um þetta eftir leikinn á móti Sviss að liðið sé ráðalaust. Þetta eru svo niðrandi ummæli og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðmundur þjálfari meðal annars. Arnar sagði þá Loga ekki hafna yfir gagnrýni en sagði: „Ég er hissa á Gumma. Ég er hissa á þessum viðbrögðum og finnst þetta í raun og veru sorglegt.“ Málið verði rætt í stjórn HSÍ Vísir óskaði eftir viðbrögðum formanns HSÍ við þessari stöðu, að þjálfarar landsliðanna deildu fyrir framan alþjóð: „Þessi staða er vægast sagt óheppileg. Aftur á móti eru menn aðeins bundnir í verkefnum hjá okkur. Hvað þeir gera utan þess tíma er náttúrulega ekki á okkar forræði,“ sagði Guðmundur, formaður HSÍ. „Þarna eru menn að segja sínar skoðanir á hlutunum og að sjálfsögðu getur menn þá greint á. Þeir hafa báðir svarað fyrir sig í því,“ sagði Guðmundur. Aðspurður hvort stjórn HSÍ myndi setja reglur til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi aftur upp svaraði formaðurinn: „Við eigum eftir að taka það upp og ræða það. Þetta er óheppilegt fyrir okkur og við þurfum að taka til umræðu hvernig við ætlum að vinna úr þessu.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00
„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54
Guðmundur öskuillur í leikslok: „Niðrandi ummæli sem hafa farið illa í hópinn og mig“ Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari vandaði spekingum RÚV ekki kveðjurnar í viðtali eftir tapið nauma gegn Frökkum í milliriðli á HM í handbolta í dag. Guðmundur sagði gagnrýnina ekki faglega. 22. janúar 2021 20:02