Ekki lengur vísindaskáldskapur Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 27. janúar 2021 08:01 Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Nýsköpun Edda Sif Aradóttir Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun