HSÍ ræðir fljótlega við Guðmund Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 10:31 Guðmundur Guðmundsson er á sínu þriðja skeiði sem þjálfari Íslands. Hann stýrði liðinu einnig árin 2001-2004 og 2008-2012, þar á meðal til silfurverðlauna á ÓL 2008 og bronsverðlauna á EM 2010. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er með samning við HSÍ sem gildir fram á næsta ár og þar með fram yfir Evrópumótið í janúar að ári. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist telja að miðað við aðstæður hafi íslenska landsliðið heilt yfir staðið sig vel á HM í Egyptalandi. Ísland endaði í 20. sæti eftir tvo sigra og fjögur töp, en öll töpin voru með tveggja marka mun. Þegar Guðmundur þjálfari tók við landsliðinu árið 2018, í þriðja sinn á ferlinum, gerði hann samning sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi. Sá samningur var hins vegar framlengdur síðasta sumar og gildir fram yfir EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu á næsta ári. Með því að framlengja samninginn segir Guðmundur formaður að ætlunin hafi verið að skapa betra andrými fyrir þjálfarann, sem stefnir að því að koma Íslandi aftur í hóp átta bestu landsliða heims. Þegar hann er spurður hvort til standi að framlengja samninginn við landsliðsþjálfarann enn frekar núna vill formaðurinn ekki fullyrða neitt um það. „Við ræðum saman, örugglega fljótlega, og förum yfir heimsmeistaramótið,“ segir Guðmundur formaður. Aðspurður um frammistöðu Íslands á HM svarar formaðurinn: „Mér fannst liðið standa sig heilt yfir vel. Þjálfarinn hefur gefið mjög greinargóða lýsingu á því hvernig þetta gekk fyrir sig. Eins og áður hefur komið fram erum við með ungt lið og síðan vorum við með vængbrotið lið í ofanálag. Það vantaði ákveðna lykilpósta. Það má alltaf velta fyrir sér hvaða kröfur menn gera með svona hóp en mér fannst við fá ákveðna breidd út úr þessu og það er mjög jákvætt. Framtíðin er björt.“ Geta skapað sér vænlega stöðu fyrir næsta stórmót Ísland mætir Ísrael á útivelli 11. mars og Litáen á útivelli í lok apríl. Guðmundur þjálfari, sem stýrir einnig Melsungen í Þýskalandi, er svo væntanlegur til landsins vegna heimaleiksins við Ísrael 2. maí, sem er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM. Vegna innbyrðis úrslita gegn Portúgal, þar sem Ísland tapaði 26-24 á útivelli en vann 32-23 á heimavelli, getur Ísland endaði í efsta sæti síns riðils með sigrum gegn Ísrael og Litáen. Það gæti skilað liðinu í næstefsta styrkleikaflokk áður en dregið er á EM og þannig fært Íslandi hagstæðari riðil á mótinu.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Fleiri frídagar á EM í handbolta Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld. 13. janúar 2021 20:45
Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31